„Þeim er þrýst niður á línuna og þeir ráða ekkert við það,“ sagði Reynir Leósson um varnarlínu Vals en það var ekki bara varnarlínan sem var í vandræðum því markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var oft í basli.
„Hannes var í vandræðum. Honum líður ekkert sérstaklega vel þegar Valsmenn eru undir mikilli pressu. Hannes var óákveðinn og vissi stundum ekkert hvað hann átti að gera.“
Sjá má umræðuna um pressu Skagamanna hér að neðan.