Komin sterk til baka eftir meiðsli og skoraði gull af marki Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2019 19:15 Hulda Hrund Arnarsdóttir, tvítugur Árbæingur, skoraði gull af marki í sigri nýliða Fylkis gegn KR í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Hún er komin aftur inn af krafti í íslenska boltann eftir erfið meiðsli. Mark Huldu var algjörlega geggjað. Vippa af tæplega 30 metra færi eftir að hún hafði unnið boltann sjálf. „Ég náði að pressa og náði boltanum. Síðan fann ég þetta bara á mér. Ég sá að markvörðurinn var svolítið framarlega. Ég var bara ein þannig ég hugsaði bara af hverju ekki? Ég tók því bara skotið og hann endaði inni,“ segir Hulda Hrund. Fylkisliðið er nú búið að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum eftir að koma upp úr Inkasso-deildinni og er með sex stig sem er dúndur byrjun. „Ég er mjög ánægð. Ég missti af fyrstu tveimur leikjunum þar sem ég var að koma frá Bandaríkjunum og það eru fleiri að detta inn í þetta hjá okkur. Við erum bara enn þá að pússa okkur saman,“ segir Hulda Hrund. Hulda stundar nám með Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum og fer þangað á þriðja árið sitt síðar í sumar. Hulda meiddist í Pepsi-deildinni 2017 og ekki varð lífið betra þegar að hún fór svo út seinna sama ár. „Ég meiðist á vinstri fyrst eða fæ svona brjóskskemmdir. Mér var þá sagt að bíða þangað til að ég færi út og þá missti ég af öllu tímabilinu. Þegar að ég var svo að koma úr þeim meiðslum sleit ég krossbandið hægra megin í fyrsta byrjunarliðsleiknum. Þá fór í hönd ársferli til að koma bara til baka sterkari,“ segir hún. Meiðslasögunni er nú lokið, Hulda búin að skora geggjað mark og Fylkisliðið í fínum málum. Það er stemning í Árbænum. „„Það er alltaf stemning í Lautinni. Kjartan þjálfari er kominn aftur eftir smá frí í Haukum. Þetta er bara frábært. Stelpurnar spila fyrir hvor aðra og ég gæti ekki verið glaðari,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Hulda Hrund Arnarsdóttir, tvítugur Árbæingur, skoraði gull af marki í sigri nýliða Fylkis gegn KR í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Hún er komin aftur inn af krafti í íslenska boltann eftir erfið meiðsli. Mark Huldu var algjörlega geggjað. Vippa af tæplega 30 metra færi eftir að hún hafði unnið boltann sjálf. „Ég náði að pressa og náði boltanum. Síðan fann ég þetta bara á mér. Ég sá að markvörðurinn var svolítið framarlega. Ég var bara ein þannig ég hugsaði bara af hverju ekki? Ég tók því bara skotið og hann endaði inni,“ segir Hulda Hrund. Fylkisliðið er nú búið að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum eftir að koma upp úr Inkasso-deildinni og er með sex stig sem er dúndur byrjun. „Ég er mjög ánægð. Ég missti af fyrstu tveimur leikjunum þar sem ég var að koma frá Bandaríkjunum og það eru fleiri að detta inn í þetta hjá okkur. Við erum bara enn þá að pússa okkur saman,“ segir Hulda Hrund. Hulda stundar nám með Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum og fer þangað á þriðja árið sitt síðar í sumar. Hulda meiddist í Pepsi-deildinni 2017 og ekki varð lífið betra þegar að hún fór svo út seinna sama ár. „Ég meiðist á vinstri fyrst eða fæ svona brjóskskemmdir. Mér var þá sagt að bíða þangað til að ég færi út og þá missti ég af öllu tímabilinu. Þegar að ég var svo að koma úr þeim meiðslum sleit ég krossbandið hægra megin í fyrsta byrjunarliðsleiknum. Þá fór í hönd ársferli til að koma bara til baka sterkari,“ segir hún. Meiðslasögunni er nú lokið, Hulda búin að skora geggjað mark og Fylkisliðið í fínum málum. Það er stemning í Árbænum. „„Það er alltaf stemning í Lautinni. Kjartan þjálfari er kominn aftur eftir smá frí í Haukum. Þetta er bara frábært. Stelpurnar spila fyrir hvor aðra og ég gæti ekki verið glaðari,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira