Segir sjómenn miklu kynþokkafyllri en bændur Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2019 10:39 Jonni telur mikilvægt að sjómenn, sem hann fullyrðir að séu miklu kynþokkafyllri en bændur, toppi þá með æsilegri myndum af sér í vinnunni. Sjómenn eru miklu kynþokkafyllri en bændur,“ segir Jonni Þorvaldar trillusjómaður á Skagaströnd. Hress. Hann hefur birt mynd af sér kviknöktum á sinni trillu, úti á rúmsjó nema hann heldur þorski fyrir því allra heilagasta. Til að alls velsæmis sé gætt. Jonni hefur skorað á aðra sjómenn að sýna bændum, sem hafa vakið athygli fyrir það að birta af sér myndir á samfélagsmiðlum, þar sem þeir eru kviknaktir en eru þó jafnan með sauðfé við klof sér svo slátrið blasi ekki við, í tvo heimana.Málið til umræðu í flotanum Mynd Jonna eru viðbrögð við þessu fári sem fer sem eldur í sinu um sveitir landsins. Sú er kveikjan. „Það var svo lítið að gera í gær og þá datt mér þetta í hug. Gaman að svona fíflagangi,“ segir Jonni. En, myndin hefur vakið verulega athygli að hans sögn og viðbrögð mikil. Ein vinkona hans deildi myndinni og benti í leiðinni á að Jonni sé á lausu. Hann er á besta aldri, rétt að verða 43 ára gamall. Og spengilegur eins og títt er um sjómenn.Einn félaga Jonna hefur svarað kallinu. Hann segir að það það þurfi miklu fleiri ef það á að taka bændur í bólinu með þetta.„Þetta vakti mikla lukku í samfélaginu í gær. Og einn hefur svarað kallinu. Þeir mega vera fleiri,“ segir Jonni og vill fá hópefli í flotanum um þetta verkefni. Hann vill sýna bændum í tvo heimana. „Sjómenn yfirleitt til í sprellið. Þetta var mikið rætt á milli okkar í gær og verið að ýta á menn að taka áskoruninni. Sjómenn mega ekki vera minni menn í þessum efnum en bændur.“En, hver tók myndina? Jonni segir að aldraður faðir hans hafi sett sig í spæjaragírinn, hringt í sig og velt því fyrir sér, af því Jonni er einn á sínum báti, hver hefði eiginlega tekið myndina? „Ég þurfti að útskýra fyrir honum að allar myndir eru með „timer“ þannig að það er hægt að stilla símanum upp og láta hann taka myndina sjálfur,“ segir Jonni hlæjandi. Að sögn Jonna ganga veiðarnar treglega. Það sé lítið af fiski eins og er. En, þetta er nú býsna vænn fiskur sem þú heldur fyrir því allra heilagasta? „Já, en maður er bara að fá svo fáa.“ Engar torkennilegar hneigðir undirliggjandi Strípalingaháttur bænda í sauðburði hefur sem áður sagði vakið athygli. Og reyndar hefur vegansamfélagið tekið þessu uppátæki afar illa. Fyllyrt er að berrassaðir bændur hafi reitt vegansamfélagið til reiði. Jafnvel rætt um dýraníð. Jonni skilur varla spurninguna; að þarna séu einhverjar torkennilegar hneigðir undirliggjandi. Né vill hann meina að það sé djúpt á þessari hneigð, að vilja fækka fötum. „Ekki séð neitt slíkt. Þetta er hreint og klárt grín. Það var svo lítið að gera, ég fékk þessa flugu allt í einu í hausinn. Í einhverju bríarí. Svona er hausinn á manni skrítinn. Það er alltaf tími fyrir fíflagang,“ segir Jonni fjallhress og ítrekar áskorun sína til sjómanna, þeir verði að toppa bændurna. Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sauðfjárbændur létta lundina með nektarmyndum Tilgangurinn var að skemmta á álagstímum. 14. maí 2019 13:35 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Sjómenn eru miklu kynþokkafyllri en bændur,“ segir Jonni Þorvaldar trillusjómaður á Skagaströnd. Hress. Hann hefur birt mynd af sér kviknöktum á sinni trillu, úti á rúmsjó nema hann heldur þorski fyrir því allra heilagasta. Til að alls velsæmis sé gætt. Jonni hefur skorað á aðra sjómenn að sýna bændum, sem hafa vakið athygli fyrir það að birta af sér myndir á samfélagsmiðlum, þar sem þeir eru kviknaktir en eru þó jafnan með sauðfé við klof sér svo slátrið blasi ekki við, í tvo heimana.Málið til umræðu í flotanum Mynd Jonna eru viðbrögð við þessu fári sem fer sem eldur í sinu um sveitir landsins. Sú er kveikjan. „Það var svo lítið að gera í gær og þá datt mér þetta í hug. Gaman að svona fíflagangi,“ segir Jonni. En, myndin hefur vakið verulega athygli að hans sögn og viðbrögð mikil. Ein vinkona hans deildi myndinni og benti í leiðinni á að Jonni sé á lausu. Hann er á besta aldri, rétt að verða 43 ára gamall. Og spengilegur eins og títt er um sjómenn.Einn félaga Jonna hefur svarað kallinu. Hann segir að það það þurfi miklu fleiri ef það á að taka bændur í bólinu með þetta.„Þetta vakti mikla lukku í samfélaginu í gær. Og einn hefur svarað kallinu. Þeir mega vera fleiri,“ segir Jonni og vill fá hópefli í flotanum um þetta verkefni. Hann vill sýna bændum í tvo heimana. „Sjómenn yfirleitt til í sprellið. Þetta var mikið rætt á milli okkar í gær og verið að ýta á menn að taka áskoruninni. Sjómenn mega ekki vera minni menn í þessum efnum en bændur.“En, hver tók myndina? Jonni segir að aldraður faðir hans hafi sett sig í spæjaragírinn, hringt í sig og velt því fyrir sér, af því Jonni er einn á sínum báti, hver hefði eiginlega tekið myndina? „Ég þurfti að útskýra fyrir honum að allar myndir eru með „timer“ þannig að það er hægt að stilla símanum upp og láta hann taka myndina sjálfur,“ segir Jonni hlæjandi. Að sögn Jonna ganga veiðarnar treglega. Það sé lítið af fiski eins og er. En, þetta er nú býsna vænn fiskur sem þú heldur fyrir því allra heilagasta? „Já, en maður er bara að fá svo fáa.“ Engar torkennilegar hneigðir undirliggjandi Strípalingaháttur bænda í sauðburði hefur sem áður sagði vakið athygli. Og reyndar hefur vegansamfélagið tekið þessu uppátæki afar illa. Fyllyrt er að berrassaðir bændur hafi reitt vegansamfélagið til reiði. Jafnvel rætt um dýraníð. Jonni skilur varla spurninguna; að þarna séu einhverjar torkennilegar hneigðir undirliggjandi. Né vill hann meina að það sé djúpt á þessari hneigð, að vilja fækka fötum. „Ekki séð neitt slíkt. Þetta er hreint og klárt grín. Það var svo lítið að gera, ég fékk þessa flugu allt í einu í hausinn. Í einhverju bríarí. Svona er hausinn á manni skrítinn. Það er alltaf tími fyrir fíflagang,“ segir Jonni fjallhress og ítrekar áskorun sína til sjómanna, þeir verði að toppa bændurna.
Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sauðfjárbændur létta lundina með nektarmyndum Tilgangurinn var að skemmta á álagstímum. 14. maí 2019 13:35 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Sauðfjárbændur létta lundina með nektarmyndum Tilgangurinn var að skemmta á álagstímum. 14. maí 2019 13:35