Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, tjáði 433.is að hann vildi losna við Gary Martin sem hann segir ekki passa inn í leikstíl liðsins en Ólafur sagði svo við Vísi í gær að hann vissi ekki hvort enski framherjinn yrði leikmaður Vals eftir að glugganum yrði lokað.
Samkvæmt heimildum Fótbolti.net var Gary meinað að æfa með Val í gær og tók því eðlilega ekki þátt í síðustu æfingu Íslandsmeistaranna fyrir stórleik kvöldsins gegn Fylki í Árbænum. Það má því fastlega búast við því að Englendingurinn verði ekki í hóp hjá Val í kvöld.
Valsmenn buðu Stjörnumönnum Gary í skiptum fyrir Guðmund Stein Hafsteinsson en Garðbæingar afþökkuðu það boð. Sjálfur sagði Gary í viðtali við Vísi í gær að hann ætlaði að berjast fyrir sínu.