Heimtir tómið alla? Þórlindur Kjartansson skrifar 17. maí 2019 08:00 Það getur verið hættuleg iðja að velta fyrir sér tilgangi lífsins. Og ekki skánar það eftir því sem maður veit meira um heiminn. Það gæti Alvy Singer, söguhetjan í kvikmyndinni Annie Hall, vitnað um. Þegar Alvy var um það bil tíu ára gamall var hann orðinn framtakslaus og þunglyndur eftir að hafa komist að því að alheimurinn væri að þenjast út og myndi á endanum tortímast og endaði því með mömmu sinni inni á stofu hjá sálfræðingi. Móður hans fannst þessar upplýsingar um afdrif alheimsins ekki koma heimanámi sonarins við. „Hvaða máli skiptir alheimurinn? Þú ert hér í Brooklyn. Og Brooklyn er ekki að þenjast út!“ Er lífið tilgangslaust? Almennt séð má segja að tvær meginleiðir séu færar þeim sem áttar sig á óvaranlegu ástandi tilverunnar. Annars vegar að líta svo á að þar sem ekkert sé varanlegt þá sé allt meira og minna tilgangslaust. Hins vegar að taka þá afstöðu að einmitt vegna þess að ekkert er varanlegt þá sé lífið þeim mun dýrmætara. Þetta er vitaskuld gríðarleg einföldun, og er hætt við að lesendum úr stétt heimspekinga, guðfræðinga og sálfræðinga svelgist heiftarlega á morgunkorninu við að lesa svona glannalega afgreiðslu á dýpstu tilvistarspurningum mannkyns. Sorrí með Cheerios-ið, en þetta er nú bara saklaus dagblaðspistill. Ef við leyfum okkur þessa einföldun er nefnilega hægt að draga af henni enn fleiri ályktanir um lífið og tilveruna. Sem sagt; ef maður trúir því að lífið sé í raun tilgangslaust þá skiptir ekki máli hvort hlutir eru gerðir vel eða illa, hvort þeir eru vandaðir eða lélegir, fagrir eða ljótir. Þetta er afstaða hins unga Alvy Singer í bíómyndinni. Hann er hættur að reikna heimadæmin sín. Þau skipta að sjálfsögðu engu máli í huga drengs sem hefur komist að því að alheimurinn sjálfur sé á óstöðvandi leið til tortímingar. Móður hans hryllir við þessu. Í stað þess að horfa nokkra milljarða ára fram í tímann til endaloka alheimsins lætur hún sér nægja næstu ár og áratugi og hefur því skiljanlega áhyggjur af því hvers lags byrði á heimilislífinu hinn deprimeraði sonur hennar eigi eftir að verða þegar fram líða stundir. Það er nefnilega nokkuð ljóst að tómið og tilgangsleysið munu heimta þá sem festast í sama hugsanamynstri og leiddi hinn unga Alvy Singer út af leikvellinum og inn á sálfræðiskrifstofuna. Að gefa allt Sá sem tekur hins vegar hina afstöðuna út frá sömu forsendu um óvaranleika heimsins mun haga lífi sínu allt öðruvísi. Hinn naumt skammtaði tími tilvistar okkar getur alveg eins verið óstöðvandi hvatning til þess að gera allt eins vel og frekast er unnt, að skilja eftir sig vandað verk, stuðla að fegurð og friði og vera glaður, bjartsýnn og gefa allt í það sem maður fæst við. Grínistinn Jerry Seinfeld hefur til dæmis lýst því að hann hafi sett risastóra mynd úr Hubble stjörnusjónaukanum upp á skrifstofuna sína, þar sem jörðin sést sem örsmár punktur í óendanlegu stjörnuhafi. Þetta gerði hann til þess að minna sjálfan sig á að þrátt fyrir stressið við framleiðslu vinsælasta sjónvarpsþáttar heims þá skipti það sem hann gerði í raun og veru engu. Þegar hann var spurður að því hvort þessi áminning um smæð hans í hinu stóra samhengi gerði hann ekki dapran sagði hann að þvert á móti þá væri það frelsandi sælutilfinning að minna sig á hversu lítil áhrif maður getur haft í hinu stóra samhengi hlutanna. Rísið úr öskunni Framlag Íslands í Eurovision flakkar á milli algjörrar tómhyggju og upplífgandi metnaðar. Hömlulaust svall og endalaus þynnka leiða flesta menn í átt til þess að geta tekið undir það sem segir í textanum um að lífið sé tilgangslaust og að tómið muni heimta okkur öll. En atriðið og lagið sjálft, búningarnir, sviðsmyndin, skilaboðin og flutningurinn eru öll í hrópandi andstöðu við þessi skilaboð. Þar ríkir fagmennska, fágun og metnaður. Hatari predikar tilgangsleysi í orðum sínum en leggur allan sinn metnað og list í að gera eins vel og þau geta. Þau segja að hatrið muni sigra en vilja samt leggja lóð sitt á vogarskálar friðarins. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa þau líklega bæði rétt fyrir sér, Alvy Singer og mamma hans. Alheimurinn er vissulega að þenjast út og á endanum munu efnisagnir jarðarinnar sogast inn í líflaust svarthol. En þangað til allt það gerist eftir milljónir og milljarða ára þá er eflaust hollari afstaða til lífsins að líta svo á að Brooklyn og Barðaströnd séu bara alls ekkert að þenjast út og maður eigi að gera heimadæmin sín samviskusamlega—og leggja allan sinn metnað í tilgangslitlar skrautsýningar eins og Eurovison þegar tækifæri gefst til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Sjá meira
Það getur verið hættuleg iðja að velta fyrir sér tilgangi lífsins. Og ekki skánar það eftir því sem maður veit meira um heiminn. Það gæti Alvy Singer, söguhetjan í kvikmyndinni Annie Hall, vitnað um. Þegar Alvy var um það bil tíu ára gamall var hann orðinn framtakslaus og þunglyndur eftir að hafa komist að því að alheimurinn væri að þenjast út og myndi á endanum tortímast og endaði því með mömmu sinni inni á stofu hjá sálfræðingi. Móður hans fannst þessar upplýsingar um afdrif alheimsins ekki koma heimanámi sonarins við. „Hvaða máli skiptir alheimurinn? Þú ert hér í Brooklyn. Og Brooklyn er ekki að þenjast út!“ Er lífið tilgangslaust? Almennt séð má segja að tvær meginleiðir séu færar þeim sem áttar sig á óvaranlegu ástandi tilverunnar. Annars vegar að líta svo á að þar sem ekkert sé varanlegt þá sé allt meira og minna tilgangslaust. Hins vegar að taka þá afstöðu að einmitt vegna þess að ekkert er varanlegt þá sé lífið þeim mun dýrmætara. Þetta er vitaskuld gríðarleg einföldun, og er hætt við að lesendum úr stétt heimspekinga, guðfræðinga og sálfræðinga svelgist heiftarlega á morgunkorninu við að lesa svona glannalega afgreiðslu á dýpstu tilvistarspurningum mannkyns. Sorrí með Cheerios-ið, en þetta er nú bara saklaus dagblaðspistill. Ef við leyfum okkur þessa einföldun er nefnilega hægt að draga af henni enn fleiri ályktanir um lífið og tilveruna. Sem sagt; ef maður trúir því að lífið sé í raun tilgangslaust þá skiptir ekki máli hvort hlutir eru gerðir vel eða illa, hvort þeir eru vandaðir eða lélegir, fagrir eða ljótir. Þetta er afstaða hins unga Alvy Singer í bíómyndinni. Hann er hættur að reikna heimadæmin sín. Þau skipta að sjálfsögðu engu máli í huga drengs sem hefur komist að því að alheimurinn sjálfur sé á óstöðvandi leið til tortímingar. Móður hans hryllir við þessu. Í stað þess að horfa nokkra milljarða ára fram í tímann til endaloka alheimsins lætur hún sér nægja næstu ár og áratugi og hefur því skiljanlega áhyggjur af því hvers lags byrði á heimilislífinu hinn deprimeraði sonur hennar eigi eftir að verða þegar fram líða stundir. Það er nefnilega nokkuð ljóst að tómið og tilgangsleysið munu heimta þá sem festast í sama hugsanamynstri og leiddi hinn unga Alvy Singer út af leikvellinum og inn á sálfræðiskrifstofuna. Að gefa allt Sá sem tekur hins vegar hina afstöðuna út frá sömu forsendu um óvaranleika heimsins mun haga lífi sínu allt öðruvísi. Hinn naumt skammtaði tími tilvistar okkar getur alveg eins verið óstöðvandi hvatning til þess að gera allt eins vel og frekast er unnt, að skilja eftir sig vandað verk, stuðla að fegurð og friði og vera glaður, bjartsýnn og gefa allt í það sem maður fæst við. Grínistinn Jerry Seinfeld hefur til dæmis lýst því að hann hafi sett risastóra mynd úr Hubble stjörnusjónaukanum upp á skrifstofuna sína, þar sem jörðin sést sem örsmár punktur í óendanlegu stjörnuhafi. Þetta gerði hann til þess að minna sjálfan sig á að þrátt fyrir stressið við framleiðslu vinsælasta sjónvarpsþáttar heims þá skipti það sem hann gerði í raun og veru engu. Þegar hann var spurður að því hvort þessi áminning um smæð hans í hinu stóra samhengi gerði hann ekki dapran sagði hann að þvert á móti þá væri það frelsandi sælutilfinning að minna sig á hversu lítil áhrif maður getur haft í hinu stóra samhengi hlutanna. Rísið úr öskunni Framlag Íslands í Eurovision flakkar á milli algjörrar tómhyggju og upplífgandi metnaðar. Hömlulaust svall og endalaus þynnka leiða flesta menn í átt til þess að geta tekið undir það sem segir í textanum um að lífið sé tilgangslaust og að tómið muni heimta okkur öll. En atriðið og lagið sjálft, búningarnir, sviðsmyndin, skilaboðin og flutningurinn eru öll í hrópandi andstöðu við þessi skilaboð. Þar ríkir fagmennska, fágun og metnaður. Hatari predikar tilgangsleysi í orðum sínum en leggur allan sinn metnað og list í að gera eins vel og þau geta. Þau segja að hatrið muni sigra en vilja samt leggja lóð sitt á vogarskálar friðarins. Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa þau líklega bæði rétt fyrir sér, Alvy Singer og mamma hans. Alheimurinn er vissulega að þenjast út og á endanum munu efnisagnir jarðarinnar sogast inn í líflaust svarthol. En þangað til allt það gerist eftir milljónir og milljarða ára þá er eflaust hollari afstaða til lífsins að líta svo á að Brooklyn og Barðaströnd séu bara alls ekkert að þenjast út og maður eigi að gera heimadæmin sín samviskusamlega—og leggja allan sinn metnað í tilgangslitlar skrautsýningar eins og Eurovison þegar tækifæri gefst til.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun