Adam gerði þrennu í stórsigri Keflavíkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. maí 2019 21:20 Keflvíkingar byrja Inkassodeildina af krafti vísir/bára Keflavík valtaði yfir Aftureldingu, Víkingur Ólafsvík vann í Laugardal og Njarðvík hafði betur gegn Leikni í Inkassodeild karla í kvöld. Keflvíkingar léku á alls oddi á Nettóvellinum suður með sjó í kvöld. Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik. Davíð Snær Jóhannsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson skoruðu sitt hvort markið fyrir Keflavík í seinni hálfleik og endaði leikurinn með 5-0 stórsigri heimamanna. Keflavík er því með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þrótti Reykjavík gengur brösulega í byrjun móts og er enn að leita að fyrsta sigrinum. Ejub Purisevic og hans menn í Víking Ólafsvík mættu í Laugardalin og hirtu stigin þrjú. Jacob Andersen kom gestunum frá Ólafsvík yfir strax á þriðju mínútu og skildi mark hans liðin að í hálfleik. Þróttarar jöfnuðu metin eftir um klukkutíma leik, það gerði Birkir Þór Guðmundsson með hörkuskoti af löngu færi. Staðan var þó ekki lengi jöfn því Harley Willard kom Víkingum aftur yfir á 77. mínútu og þar sat við, lokatölur 2-1 fyrir Víking. Grænir Njarðvíkingar mættu í Breiðholtið og sóttu Leikni heim. Það voru gestirnir sem byrjuðu betur og kom Toni Tipuric þeim yfir á 32. mínútu. Stefán Birgir Jóhannesson náði að tvöfalda forskot gestanna áður en hálfleikurinn var lokið. Undir lok venjulegs leiktíma fékk Leiknir vítaspyrnu eftir að Sævar Atli Magnússon féll við í teignum. Hann fór sjálfur á línuna en Brynjar Atli Bragason varði vítið. Frákastið féll hins vegar fyrir Sævar og þá skoraði hann. Nær komst Leiknir hins vegar ekki og endaði leikurinn með 2-1 sigri Njarðvíkur. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Keflavík valtaði yfir Aftureldingu, Víkingur Ólafsvík vann í Laugardal og Njarðvík hafði betur gegn Leikni í Inkassodeild karla í kvöld. Keflvíkingar léku á alls oddi á Nettóvellinum suður með sjó í kvöld. Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik. Davíð Snær Jóhannsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson skoruðu sitt hvort markið fyrir Keflavík í seinni hálfleik og endaði leikurinn með 5-0 stórsigri heimamanna. Keflavík er því með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þrótti Reykjavík gengur brösulega í byrjun móts og er enn að leita að fyrsta sigrinum. Ejub Purisevic og hans menn í Víking Ólafsvík mættu í Laugardalin og hirtu stigin þrjú. Jacob Andersen kom gestunum frá Ólafsvík yfir strax á þriðju mínútu og skildi mark hans liðin að í hálfleik. Þróttarar jöfnuðu metin eftir um klukkutíma leik, það gerði Birkir Þór Guðmundsson með hörkuskoti af löngu færi. Staðan var þó ekki lengi jöfn því Harley Willard kom Víkingum aftur yfir á 77. mínútu og þar sat við, lokatölur 2-1 fyrir Víking. Grænir Njarðvíkingar mættu í Breiðholtið og sóttu Leikni heim. Það voru gestirnir sem byrjuðu betur og kom Toni Tipuric þeim yfir á 32. mínútu. Stefán Birgir Jóhannesson náði að tvöfalda forskot gestanna áður en hálfleikurinn var lokið. Undir lok venjulegs leiktíma fékk Leiknir vítaspyrnu eftir að Sævar Atli Magnússon féll við í teignum. Hann fór sjálfur á línuna en Brynjar Atli Bragason varði vítið. Frákastið féll hins vegar fyrir Sævar og þá skoraði hann. Nær komst Leiknir hins vegar ekki og endaði leikurinn með 2-1 sigri Njarðvíkur. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira