Koepka með sjö hogga forskot │Tiger úr leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. maí 2019 23:29 Koepka og Woods léku saman í holli í dag vísir/getty Brooks Koepka er með örugga forsystu eftir annan dag PGA meistaramótsins í golfi. Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Koepka, sem jafnaði mótsmetið í gær þegar hann fór hringinn á 63 höggum, náði ekki alveg jafn góðum leik í dag. Hann kláraði hringinn þó á 65 höggum, fimm höggum undir pari, og er því samtals á 12 undir pari í mótinu. Bandaríkjamaðurinn er allur í metunum en þessi árangur hans setti nýtt met eftir 36 holur á risamóti. Hann er samtals á 128 höggum eftir tvo hringi en það er besta skor sem sést hefur eftir tvo daga á risamóti. Koepka á einnig metið á þessu tiltekna móti, PGA meistaramótinu, eftir 18, 36 og 72 holur.Dominant @BKoepka. Brooks sets the 36-hole scoring record in a major and now holds the 18-, 36- and 72-hole scoring records for the PGA Championship. #LiveUnderParpic.twitter.com/dTEPdTRY6E — PGA TOUR (@PGATOUR) May 17, 2019 Adam Scott var hástökkvari dagsins en hann fór upp um XXX sæti með frábærri spilamennsku og er búinn að blanda sér í toppbaráttuna. Scott fór hringinn á 64 höggum og minnstu munaði að hann léki eftir frábæran leik Koepka frá því í gær. Scott var búinn að fá sjö fugla og hafði sloppið við skolla þar til kom á 17. holu, hann fékk skolla þar og þurfti að sætta sig við sex högg undir parið. Hann er samtals á fimm höggum undir pari í mótinu, líkt og Jordan Spieth og eru þeir jafnir í öðru til þriðja sæti. Koepka er því með sjö högga forskot.Adam Scott made 74 feet, 3 inches of putts on Thursday Thru 9 holes Friday, he's made 119 feet of putts. #LiveUnderParpic.twitter.com/6lYhZaCvzK — PGA TOUR (@PGATOUR) May 17, 2019 Tiger Woods hefur ekki átt gott mót og er úr leik eftir að hafa rétt misst af niðurskurðinum. Tiger fór fyrsta hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari. Hann byrjaði annan hring í dag á skolla á annari holu. Eftir tvo fugla og einn skolla var hann á parinu eftir fyrri níu. Seinni níu fóru þó hörmulega af stað, þrír skollar í röð. Það kom fugla á 13. en strax aftur skolli á 14. holu. Síðustu þrjár holurnar paraði Tiger en þetta þýddi að hann lauk leik á 73 höggum og er samtals í mótinu á fimm höggum yfir pari. Niðurskurðurinn er við fjögur högg yfir parið og því hefur Tiger lokið þátttöku. Hann mun því ekki vinna annað risamótið í röð.72-73. Tiger Woods misses the cut by one stroke. This is the ninth time he's missed the cut in a major as a pro. pic.twitter.com/GUP1647lix — PGA TOUR (@PGATOUR) May 17, 2019 Rory McIlroy var á meðal fyrstu manna út í brautina í morgun og þurfti hann að bíða í örvæntingu eftir því hvort hann slippi í gegn. McIlroy byrjaði annan hring hræðilega, tvöfaldur skolli, skolli og annar tvöfaldur skolli. Kominn fimm högg yfir par eftir þrjár holur. Hann náði hins vegar að klóra sig til baka og góður endasprettur, fjórir fuglar á síðustu fimm holunum, sáu hann ljúka keppni á einu höggi yfir pari í dag, þremur höggum yfir samtals í mótinu. Fyrirfram var útlit fyrir að niðurskurðarlínan yrði við þrjú högg yfir parið og því alls ekki ljóst hver örlög McIlroy yrðu. Þegar líða fór á daginn færðist niðurskurðarlínan hins vegar aftar og hann fór að lokum í gegn og verður meðal keppenda á morgun. Útsending frá þriðja degi hefst á Stöð 2 Golf á morgun klukkan 18:00. Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjá meira
Brooks Koepka er með örugga forsystu eftir annan dag PGA meistaramótsins í golfi. Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Koepka, sem jafnaði mótsmetið í gær þegar hann fór hringinn á 63 höggum, náði ekki alveg jafn góðum leik í dag. Hann kláraði hringinn þó á 65 höggum, fimm höggum undir pari, og er því samtals á 12 undir pari í mótinu. Bandaríkjamaðurinn er allur í metunum en þessi árangur hans setti nýtt met eftir 36 holur á risamóti. Hann er samtals á 128 höggum eftir tvo hringi en það er besta skor sem sést hefur eftir tvo daga á risamóti. Koepka á einnig metið á þessu tiltekna móti, PGA meistaramótinu, eftir 18, 36 og 72 holur.Dominant @BKoepka. Brooks sets the 36-hole scoring record in a major and now holds the 18-, 36- and 72-hole scoring records for the PGA Championship. #LiveUnderParpic.twitter.com/dTEPdTRY6E — PGA TOUR (@PGATOUR) May 17, 2019 Adam Scott var hástökkvari dagsins en hann fór upp um XXX sæti með frábærri spilamennsku og er búinn að blanda sér í toppbaráttuna. Scott fór hringinn á 64 höggum og minnstu munaði að hann léki eftir frábæran leik Koepka frá því í gær. Scott var búinn að fá sjö fugla og hafði sloppið við skolla þar til kom á 17. holu, hann fékk skolla þar og þurfti að sætta sig við sex högg undir parið. Hann er samtals á fimm höggum undir pari í mótinu, líkt og Jordan Spieth og eru þeir jafnir í öðru til þriðja sæti. Koepka er því með sjö högga forskot.Adam Scott made 74 feet, 3 inches of putts on Thursday Thru 9 holes Friday, he's made 119 feet of putts. #LiveUnderParpic.twitter.com/6lYhZaCvzK — PGA TOUR (@PGATOUR) May 17, 2019 Tiger Woods hefur ekki átt gott mót og er úr leik eftir að hafa rétt misst af niðurskurðinum. Tiger fór fyrsta hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari. Hann byrjaði annan hring í dag á skolla á annari holu. Eftir tvo fugla og einn skolla var hann á parinu eftir fyrri níu. Seinni níu fóru þó hörmulega af stað, þrír skollar í röð. Það kom fugla á 13. en strax aftur skolli á 14. holu. Síðustu þrjár holurnar paraði Tiger en þetta þýddi að hann lauk leik á 73 höggum og er samtals í mótinu á fimm höggum yfir pari. Niðurskurðurinn er við fjögur högg yfir parið og því hefur Tiger lokið þátttöku. Hann mun því ekki vinna annað risamótið í röð.72-73. Tiger Woods misses the cut by one stroke. This is the ninth time he's missed the cut in a major as a pro. pic.twitter.com/GUP1647lix — PGA TOUR (@PGATOUR) May 17, 2019 Rory McIlroy var á meðal fyrstu manna út í brautina í morgun og þurfti hann að bíða í örvæntingu eftir því hvort hann slippi í gegn. McIlroy byrjaði annan hring hræðilega, tvöfaldur skolli, skolli og annar tvöfaldur skolli. Kominn fimm högg yfir par eftir þrjár holur. Hann náði hins vegar að klóra sig til baka og góður endasprettur, fjórir fuglar á síðustu fimm holunum, sáu hann ljúka keppni á einu höggi yfir pari í dag, þremur höggum yfir samtals í mótinu. Fyrirfram var útlit fyrir að niðurskurðarlínan yrði við þrjú högg yfir parið og því alls ekki ljóst hver örlög McIlroy yrðu. Þegar líða fór á daginn færðist niðurskurðarlínan hins vegar aftar og hann fór að lokum í gegn og verður meðal keppenda á morgun. Útsending frá þriðja degi hefst á Stöð 2 Golf á morgun klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjá meira