Ekkert getur stöðvað strákana hans Guðjóns Þórðarsonar í NSÍ Runavík þessi dægrin.
Í dag vann NSÍ 1-8 sigur á Streymi á útivelli. Liðið hefur unnið fimm leiki í röð með markatölunni 21-4.
Klaemint Olsen skoraði fimm mörk fyrir NSÍ í dag og hefur gert tíu mörk í síðustu þremur leikjum liðsins.
NSÍ er aðeins einu stigi á eftir Klaksvík sem tapaði fyrir strákunum hans Heimis Guðjónssonar í HB Þórshöfn, 4-1, í dag.
Brynjar Hlöðversson sat allan tímann á bekknum hjá HB sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í 5. sæti deildarinnar.
