Koepka varði risatitilinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2019 22:42 Brooks Koepka hélt út þrátt fyrir slæman dag vísir/getty Brooks Koepka varði titil sinn á PGA meistaramótinu í golfi, öðru risamóti ársins í karlagolfinu. Koepka leiddi allt mótið og það nokkuð örugglega en hann átti slæman kafla í dag sem hefði getað reynst honum dýr ef ekki hefði verið fyrir forystuna. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á skolla en jafnaði hann út með fugli á fjórðu holu. Hann lék nokkuð stöðugt golf fyrstu holurnar og sótti sér svo annan fugl á tíundu holu. Þá fór heldur betur að halla undir fæti og hann fékk fjóra skolla í röð. Þá minnkaði forysta hans all verulega því landi hans Dustin Johnson átti mjög góðan hring og var á þremur höggum undir pari á meðan Koepka brást bogalistin. Munurinn varð minnst eitt högg. Koepka náði hins vegar í mikilvæg pör á lokametrunum á meðan Johnson fékk tvo skolla undir lokin og sigldi Koepka sigrinum heim..@DJohnsonPGA has trimmed Koepka's 7-shot lead. He now trails by only TWO. #LiveUnderParpic.twitter.com/A4sPcpEcwz — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Þeir Jordan Spieth, Patrick Cantlay og Matt Wallace enduðu jafnir í þriðja sæti á tveimur höggum undir pari. Lucas Bjerregaard átti eitt af augnablikum dagsins þegar hann sló holu í höggi á sautjándu braut. Það var hins vegar í eina skiptið sem Daninn fór undir parið á hringnum í dag, hann endaði á þremur yfir pari jafn í 18. sætiOne hop and in for the hole-in-one! A major moment for @LBjerregaard. pic.twitter.com/C2ONnrcUVq — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Brooks Koepka varði titil sinn á PGA meistaramótinu í golfi, öðru risamóti ársins í karlagolfinu. Koepka leiddi allt mótið og það nokkuð örugglega en hann átti slæman kafla í dag sem hefði getað reynst honum dýr ef ekki hefði verið fyrir forystuna. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á skolla en jafnaði hann út með fugli á fjórðu holu. Hann lék nokkuð stöðugt golf fyrstu holurnar og sótti sér svo annan fugl á tíundu holu. Þá fór heldur betur að halla undir fæti og hann fékk fjóra skolla í röð. Þá minnkaði forysta hans all verulega því landi hans Dustin Johnson átti mjög góðan hring og var á þremur höggum undir pari á meðan Koepka brást bogalistin. Munurinn varð minnst eitt högg. Koepka náði hins vegar í mikilvæg pör á lokametrunum á meðan Johnson fékk tvo skolla undir lokin og sigldi Koepka sigrinum heim..@DJohnsonPGA has trimmed Koepka's 7-shot lead. He now trails by only TWO. #LiveUnderParpic.twitter.com/A4sPcpEcwz — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Þeir Jordan Spieth, Patrick Cantlay og Matt Wallace enduðu jafnir í þriðja sæti á tveimur höggum undir pari. Lucas Bjerregaard átti eitt af augnablikum dagsins þegar hann sló holu í höggi á sautjándu braut. Það var hins vegar í eina skiptið sem Daninn fór undir parið á hringnum í dag, hann endaði á þremur yfir pari jafn í 18. sætiOne hop and in for the hole-in-one! A major moment for @LBjerregaard. pic.twitter.com/C2ONnrcUVq — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019
Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira