Spyrja 50 lykilspurninga um framtíð sveitarstjórnarstigs Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. maí 2019 11:00 Árneshreppur á Ströndum er fámennasta sveitarfélag landsins en íbúar voru 40 um síðustu áramót. Fréttablaðið/Stefán „Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meginsjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill samhljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þingsályktunartillaga í haust um stefnumótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitarfélaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekjustofnum. „Við ákváðum að hafa spurningarnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitarstjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélögum sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að efla sveitarfélög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öflugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnarmaður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitarstjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykjavíkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
„Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meginsjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill samhljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þingsályktunartillaga í haust um stefnumótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitarfélaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekjustofnum. „Við ákváðum að hafa spurningarnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitarstjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um eflingu sveitarstjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélögum sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að efla sveitarfélög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öflugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnarmaður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitarstjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykjavíkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira