Fótboltaslúðrið: Dani til Real Madrid og tveir Portúgalar til Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 09:30 Joao Felix fagnar marki með Benfica á leiktíðinni. Getty/Carlos Palma Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er orðaður við Real Madrid í evrópsku blöðunum í morgun og þar er einnig greint frá auknum áhuga Manchester United á tveimur leikmönnum í portúgölsku deildinni. Það styttist í það að tímabilið klárið í evrópska fótboltanum og að félagsskiptaglugginn opnist á ný. Lið Real Madrid og Manchester United ollu vonbrigðum á þessu tímabili og það er búist við að þau bæði láti til sín taka á markaðnum í sumar. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að þessi tvö félög séu áberandi í fótboltaslúðri dagsins.Manchester United are believed to have stepped up their pursuit of two Portuguese players. Could one be the "new Ronaldo"? Football gossip ➡ https://t.co/nneJh73rAR#ManUtd#MUFC#bbcfootball#PremierLeaguepic.twitter.com/SiZIIuwb6O — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Spænska blaðið AS segir að hinn 27 ára gamli Christian Eriksen sé búinn að gera munnlegt samkomulag við Real Madrid en tvö ensk blöð velta aftur á móti fyrir sér kaupverðinu og hvenær hann yfirgefi Tottenham. Mirror segir stjórnarformanninn Daniel Levy líklega vilja fá 128 milljónir punda fyrir Danann og Sun segir það möguleiki að Christian Eriksen bíði til ársins 2020 og fari þá frítt þegar samningur hans rennur út. Manchester United er sagt hafa stigið næsta skref í að reyna að fá Joao Felix og Bruno Fernandes til félagsins í sumar. London Evening Standard segir frá. Bruno Fernandes er 24 ára miðjumaður Sporting Lisbon en Joao Felix er 19 ára framherji Benfica. Joao Felix hefur vakið mikla athygli á tímabilinu en einhverjir hafa gengið svo langt að kalla hann nýja Cristiano Ronaldo. Metro segir frá því að Bernardo Silva, Portúgalinn í liði Manchester City, hafi reynt að sannfæra forráðamenn City að kaupa fyrrnefnda landa sína, þá Bruno Fernandes og Joao Felix. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er orðaður við Real Madrid í evrópsku blöðunum í morgun og þar er einnig greint frá auknum áhuga Manchester United á tveimur leikmönnum í portúgölsku deildinni. Það styttist í það að tímabilið klárið í evrópska fótboltanum og að félagsskiptaglugginn opnist á ný. Lið Real Madrid og Manchester United ollu vonbrigðum á þessu tímabili og það er búist við að þau bæði láti til sín taka á markaðnum í sumar. Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að þessi tvö félög séu áberandi í fótboltaslúðri dagsins.Manchester United are believed to have stepped up their pursuit of two Portuguese players. Could one be the "new Ronaldo"? Football gossip ➡ https://t.co/nneJh73rAR#ManUtd#MUFC#bbcfootball#PremierLeaguepic.twitter.com/SiZIIuwb6O — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Spænska blaðið AS segir að hinn 27 ára gamli Christian Eriksen sé búinn að gera munnlegt samkomulag við Real Madrid en tvö ensk blöð velta aftur á móti fyrir sér kaupverðinu og hvenær hann yfirgefi Tottenham. Mirror segir stjórnarformanninn Daniel Levy líklega vilja fá 128 milljónir punda fyrir Danann og Sun segir það möguleiki að Christian Eriksen bíði til ársins 2020 og fari þá frítt þegar samningur hans rennur út. Manchester United er sagt hafa stigið næsta skref í að reyna að fá Joao Felix og Bruno Fernandes til félagsins í sumar. London Evening Standard segir frá. Bruno Fernandes er 24 ára miðjumaður Sporting Lisbon en Joao Felix er 19 ára framherji Benfica. Joao Felix hefur vakið mikla athygli á tímabilinu en einhverjir hafa gengið svo langt að kalla hann nýja Cristiano Ronaldo. Metro segir frá því að Bernardo Silva, Portúgalinn í liði Manchester City, hafi reynt að sannfæra forráðamenn City að kaupa fyrrnefnda landa sína, þá Bruno Fernandes og Joao Felix.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira