Björgvin og Þuríður í forystu eftir fyrsta dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 21:00 Keppendur framkvæmdu æfingar fyrir fullri Laugardalshöll í kvöld vísir/vilhelm Paul Trembley vann aðra grein Reykjavik Crossfit Championship sem fram fór í Laugardalshöll í kvöld. Björgvin Karl Guðmundsson er þó enn í forystu í mótinu í karlaflokki og Þuríður Erla Helgadóttir er í forystu í kvennaflokki. Íslendingarnir Björgvin og Þuríður voru fljótust upp Esjuna í dag og tóku því forystu í mótinu. Hvorugu þeirra tókst að fylgja því eftir með sigri í annari grein en halda þó forystunni á heildartöflunni. Í annari grein var keppt í snörun og fór keppni fram í Laugardalshöll þar sem restin af mótinu mun fara fram. Paul Trembley náði að snara 140 kílóum, sem er fjórum kílóum meira en næstu menn, Tim Paulson og Will Moorad. Björgvin Karl var jafn í 4.-5. sæti með 132 kíló. Næstur kom Hinrik Ingi Óskarsson með 130 kíló og hann er í öðru sæti heildarlistans. Þriðji í mótinu er Joshua Gervais. Í kvennaflokki lyftu þær Callerina Natori, Tory Dyson, Stephanie McGuffie og Nicole Chovan allar 90 kílóum og voru jafnar í 1.-4. sæti. Þuríður Erla lyfti mest 87 kílóum og var jöfn í 5.-6. sæti með Hanna Karlson. Nicole Chovan og Hanna Karlson eru jafnar í 2.-3. sæti í mótinu í heild sinni. Sólveig Sigurðardóttir náði næst besta árangri íslenskra kvenna, hún lyfti 82 kílóum líkt og Jennifer Kokk. Æfing þrjú hefst á hádegi á morgun í einstaklingskeppninni, en í henni er keppt í róðri, á skíðavél og hjóli.Stöðuna í mótinu má sjá hér. CrossFit Tengdar fréttir Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50 Björgvin fyrstur upp að Steini á undir 28 mínútum Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. 3. maí 2019 15:03 Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Paul Trembley vann aðra grein Reykjavik Crossfit Championship sem fram fór í Laugardalshöll í kvöld. Björgvin Karl Guðmundsson er þó enn í forystu í mótinu í karlaflokki og Þuríður Erla Helgadóttir er í forystu í kvennaflokki. Íslendingarnir Björgvin og Þuríður voru fljótust upp Esjuna í dag og tóku því forystu í mótinu. Hvorugu þeirra tókst að fylgja því eftir með sigri í annari grein en halda þó forystunni á heildartöflunni. Í annari grein var keppt í snörun og fór keppni fram í Laugardalshöll þar sem restin af mótinu mun fara fram. Paul Trembley náði að snara 140 kílóum, sem er fjórum kílóum meira en næstu menn, Tim Paulson og Will Moorad. Björgvin Karl var jafn í 4.-5. sæti með 132 kíló. Næstur kom Hinrik Ingi Óskarsson með 130 kíló og hann er í öðru sæti heildarlistans. Þriðji í mótinu er Joshua Gervais. Í kvennaflokki lyftu þær Callerina Natori, Tory Dyson, Stephanie McGuffie og Nicole Chovan allar 90 kílóum og voru jafnar í 1.-4. sæti. Þuríður Erla lyfti mest 87 kílóum og var jöfn í 5.-6. sæti með Hanna Karlson. Nicole Chovan og Hanna Karlson eru jafnar í 2.-3. sæti í mótinu í heild sinni. Sólveig Sigurðardóttir náði næst besta árangri íslenskra kvenna, hún lyfti 82 kílóum líkt og Jennifer Kokk. Æfing þrjú hefst á hádegi á morgun í einstaklingskeppninni, en í henni er keppt í róðri, á skíðavél og hjóli.Stöðuna í mótinu má sjá hér.
CrossFit Tengdar fréttir Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50 Björgvin fyrstur upp að Steini á undir 28 mínútum Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. 3. maí 2019 15:03 Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Reyndur Esjuhlaupari telur að CrossFit-keppendur sprengi sig gjörsamlega upp að Steini Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp. 1. maí 2019 22:50
Björgvin fyrstur upp að Steini á undir 28 mínútum Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum. 3. maí 2019 15:03
Íslendingar fá að sjá Anníe Mist og Katrínu Tönju keppa hvor við aðra á laugardaginn Fyrsta alþjóðlega stórmótið í CrossFit hér á landi fer fram í Reykjavík um helgina og í boði eru sæti á heimsleikunum í Madison í haust. 2. maí 2019 08:30