Karl Anton Löve setti Íslandsmeit í hnébeygju á EM í kraftlyftingum með búnaði sem fram fer í Plzen í Tékklandi í gær.
Karl Anton lyfti 335 kílóum í hnébeygju með þrjár gildar lyftur og setti þar með nýtt Íslandsmet.
Hann lyfti 220 kílóum í bekkpressu og 275 kílóum í réttstöðulyftu sem skilaði 830 kílóum samanlagt og skilaði honum 12. sæit á mótinu.
Það var jafnframt bæting á hans besta árangri í -93kg flokki.
Hulda B. Waage lyfti 230 kílóum í hnébeygju sem skilaði henni fjórða sæti í hnébeygju. Hulda náði ekki að ná gildri lyftu í bekkpressu en lyfti 180 kílóum í réttstöðu.
Alex Cambray Orrason keppti í -105kg flokki og var að taka þátt í sínu fyrsta Evrópumóti. Hann lyfti samanlagt 865 kílóum og lenti í 8. sæti.
