Lykke Li til Íslands í sumar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. maí 2019 14:21 Lykke Li er þekktust fyrir smellinn I Follow Rivers, sem kom út árið 2011. Hér er hún á tónleikum árið 2018. Kevin Winter/Getty Sænska tónlistarkonan Lykke Li er væntanleg til Íslands í sumar en hún kemur til með að halda tónleika í Silfurbergi í Hörpu þann 4. júlí næstkomandi. Verða þetta fyrstu tónleikar tónlistarkonunnar á Íslandi. Fréttablaðið greinir frá þessu. Lykke Li hóf tónlistarferil sinn árið 2008 með EP-plötunni Little Bit. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar breiðskífur sem hefur almennt verið vel tekið af áheyrendum. Lagið I Follow Rivers er langvinsælasta lag hinnar 33 ára gömlu tónlistarkonu, en það kom út árið 2011. Fyrirhugaðir tónleikar Lykke Li á Íslandi eru hluti af tónleikaferðalagi hennar um Evrópu í tengslum við nýjustu breiðskífu hennar, So Sad So Sexy, sem kom út í júní á síðasta ári. Nánari upplýsingar um miðasölu liggja ekki fyrir að svo stöddu, en von er á þeim á næstu dögum. Reykjavík Svíþjóð Tónlist Mest lesið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sænska tónlistarkonan Lykke Li er væntanleg til Íslands í sumar en hún kemur til með að halda tónleika í Silfurbergi í Hörpu þann 4. júlí næstkomandi. Verða þetta fyrstu tónleikar tónlistarkonunnar á Íslandi. Fréttablaðið greinir frá þessu. Lykke Li hóf tónlistarferil sinn árið 2008 með EP-plötunni Little Bit. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar breiðskífur sem hefur almennt verið vel tekið af áheyrendum. Lagið I Follow Rivers er langvinsælasta lag hinnar 33 ára gömlu tónlistarkonu, en það kom út árið 2011. Fyrirhugaðir tónleikar Lykke Li á Íslandi eru hluti af tónleikaferðalagi hennar um Evrópu í tengslum við nýjustu breiðskífu hennar, So Sad So Sexy, sem kom út í júní á síðasta ári. Nánari upplýsingar um miðasölu liggja ekki fyrir að svo stöddu, en von er á þeim á næstu dögum.
Reykjavík Svíþjóð Tónlist Mest lesið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“