Íslandsmeistarar hafa ekki byrjað verr í sjö ár og það ætti að þýða eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 12:30 Birkir Már Sævarsson fagnar hér marki sínu í fyrstu umferð. Vísir/Daníel Valsmenn eru fyrstu Íslandsmeistararnir í sjö ár sem ná ekki að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum. Þeir þurfa nú að endurskrifa söguna ætli þeir að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Valsliðið tapaði 1-0 fyrir KA á Akureyri í gær og slapp með 3-3 jafntefli á móti Víkingum á heimavelli í fyrstu umferð. Í viðbót við það þá datt Valsliðið einnig út úr 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna Íslandsmeistara sem náðu ekki að vinna leik í tveimur fyrstu umferðunum. KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur umferðunum í titilvörn sinni fyrir sjö árum og sat í 8. sæti deildarinnar með markatöluna 4-5 eftir tvær umferðir. KR-ingar enduðu síðan í fjórða sæti. Ári áður, sumarið 2011, þá fengu ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks ekkert stig í fyrstu tveimur umferðunum og sátu á botni deildarinnar eftir þessar tvær umferðir með markatöluna 3-7. Blikar enduðu í sjötta sætinu í deildinni um haustið 20 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er Valur fjórtánda Íslandsmeistaraliðið sem nær ekki að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum í titilvörn sinni frá því að deildin varð fyrst skipuð tíu liðum árið 1977. Það vekur vissulega athygli að engir meistarar sem hafa byrjað svona illa hafa staðið uppi sem Íslandsmeistarar um haustið. Það er því ljóst að Valsmenn geta skrifað söguna takist þeim að reka af sér slyðruorðið og vinna titilinn.Íslandsmeistararlið án sigurs í fyrstu tveimur umferðunum árið eftir:(Í nútíma fótbolta 1977-2019) Valur 2019 - ??? KR 2012 - 4. sæti í lok móts Breiðablik 2011 - 6. sæti KR 2004 - 6. sæti ÍA 2002 - 5. sæti ÍA 1997 - 2. sæti Fram 1991 - 2. sæti KA 1990 - 8. sæti Valur 1988 - 2. sæti Valur 1986 - 2. sæti Víkingur 1983 - 7. sæti ÍBV 1980 - 6. sæti Valur 1979 - 3. sæti Valur 1977 - 2. sæti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Valsmenn eru fyrstu Íslandsmeistararnir í sjö ár sem ná ekki að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum. Þeir þurfa nú að endurskrifa söguna ætli þeir að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Valsliðið tapaði 1-0 fyrir KA á Akureyri í gær og slapp með 3-3 jafntefli á móti Víkingum á heimavelli í fyrstu umferð. Í viðbót við það þá datt Valsliðið einnig út úr 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna Íslandsmeistara sem náðu ekki að vinna leik í tveimur fyrstu umferðunum. KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu tveimur umferðunum í titilvörn sinni fyrir sjö árum og sat í 8. sæti deildarinnar með markatöluna 4-5 eftir tvær umferðir. KR-ingar enduðu síðan í fjórða sæti. Ári áður, sumarið 2011, þá fengu ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks ekkert stig í fyrstu tveimur umferðunum og sátu á botni deildarinnar eftir þessar tvær umferðir með markatöluna 3-7. Blikar enduðu í sjötta sætinu í deildinni um haustið 20 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er Valur fjórtánda Íslandsmeistaraliðið sem nær ekki að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum í titilvörn sinni frá því að deildin varð fyrst skipuð tíu liðum árið 1977. Það vekur vissulega athygli að engir meistarar sem hafa byrjað svona illa hafa staðið uppi sem Íslandsmeistarar um haustið. Það er því ljóst að Valsmenn geta skrifað söguna takist þeim að reka af sér slyðruorðið og vinna titilinn.Íslandsmeistararlið án sigurs í fyrstu tveimur umferðunum árið eftir:(Í nútíma fótbolta 1977-2019) Valur 2019 - ??? KR 2012 - 4. sæti í lok móts Breiðablik 2011 - 6. sæti KR 2004 - 6. sæti ÍA 2002 - 5. sæti ÍA 1997 - 2. sæti Fram 1991 - 2. sæti KA 1990 - 8. sæti Valur 1988 - 2. sæti Valur 1986 - 2. sæti Víkingur 1983 - 7. sæti ÍBV 1980 - 6. sæti Valur 1979 - 3. sæti Valur 1977 - 2. sæti
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira