Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 19:20 Söngvararnir tveir fyrir fyrstu æfingu sveitarinnar í Ísrael í gær. Andreas Putting/EBU Klemens Nikulásson Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara, segjast finna fyrir aðskilnaðarstefnu sem að ríki í Ísrael og Palestínu. Þetta sögðu þeir í viðtali við Eurovision-miðilinn wiwibloggs í gær. Þeir eru staddir í Tel Aviv um þessar mundir, þar sem þeir taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum á báðum áttum með þátttöku okkar í Eurovision en mér finnst að sem þátttakendur höfum við valdið til þess að benda á fáránleikann við að halda keppni sem þessa, sem er falleg og stofnuð í anda einingar og friðar, og hafa hana í landi sem er örum sett vegna átaka og sundrungar,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, í samtali við wiwibloggs. „Í gær fórum við til Hebron, sem er palestínsk borg. Við vorum með palestínskan leiðsögumann sem fór með okkur um svæðið. Þarna eru götur sem við skoðuðum, svokallaðar „draugagötur,“ þar sem öllum palestínskum rekstri hefur verið hætt. Aðskilnaðarstefnan er greinileg, því Palestínufólki er ekki hleypt inn í þessar draugagötur,“ sagði Klemens Nikulásson Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar. Matthías bætti því við að hernám Ísraela í Palestínu hefði fleiri en eina birtingarmynd og benti því til stuðnings á ástandið á Gaza-ströndinni. Í fyrradag var hundruðum eldflauga skotið á milli landamæra Palestínu og Ísraels. Alls létust þrír í árásunum, einn ísraelskur borgari og tveir palestínskir. „Þessi pólitíski raunveruleiki er mjög ósamhljóða og fáránlegur. Aðskilnaðurinn í Hebron var deginum ljósari,“ sagði Matthías. Klemens sagði Hatara trúa því að sveitin sé fær um að notfæra sér dagskrárvaldið sem fæst með þátttöku í Eurovision til þess að beina athygli fólks að ástandinu í Ísrael og Palestínu. Viðtalið við söngvarana tvo má sjá hér að neðan. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Klemens Nikulásson Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara, segjast finna fyrir aðskilnaðarstefnu sem að ríki í Ísrael og Palestínu. Þetta sögðu þeir í viðtali við Eurovision-miðilinn wiwibloggs í gær. Þeir eru staddir í Tel Aviv um þessar mundir, þar sem þeir taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum á báðum áttum með þátttöku okkar í Eurovision en mér finnst að sem þátttakendur höfum við valdið til þess að benda á fáránleikann við að halda keppni sem þessa, sem er falleg og stofnuð í anda einingar og friðar, og hafa hana í landi sem er örum sett vegna átaka og sundrungar,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, í samtali við wiwibloggs. „Í gær fórum við til Hebron, sem er palestínsk borg. Við vorum með palestínskan leiðsögumann sem fór með okkur um svæðið. Þarna eru götur sem við skoðuðum, svokallaðar „draugagötur,“ þar sem öllum palestínskum rekstri hefur verið hætt. Aðskilnaðarstefnan er greinileg, því Palestínufólki er ekki hleypt inn í þessar draugagötur,“ sagði Klemens Nikulásson Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar. Matthías bætti því við að hernám Ísraela í Palestínu hefði fleiri en eina birtingarmynd og benti því til stuðnings á ástandið á Gaza-ströndinni. Í fyrradag var hundruðum eldflauga skotið á milli landamæra Palestínu og Ísraels. Alls létust þrír í árásunum, einn ísraelskur borgari og tveir palestínskir. „Þessi pólitíski raunveruleiki er mjög ósamhljóða og fáránlegur. Aðskilnaðurinn í Hebron var deginum ljósari,“ sagði Matthías. Klemens sagði Hatara trúa því að sveitin sé fær um að notfæra sér dagskrárvaldið sem fæst með þátttöku í Eurovision til þess að beina athygli fólks að ástandinu í Ísrael og Palestínu. Viðtalið við söngvarana tvo má sjá hér að neðan.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19
Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09
Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57