Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2019 08:00 Skordýr leika lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. vísir/getty Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. Sverdrup-Thygeson segir skordýr vera límið í náttúrunni og enginn vafi leiki á því að bæði fjöldi þeirra og fjölbreytileiki fara minnkandi. Hún segir það aðeins tímaspursmál hvenær afleiðingarnar komi í ljós verði ekkert að gert enda leiki skordýr lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. Í gær kom út ný skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa. Skýrslan er sláandi en þar kemur meðal annars fram að allt að milljón tegundir lífvera séu í útrýmingarhættu á næstu áratugum vegna ágangs mannsins á náttúruna. Þá er aldauði lífvera margfalt meiri nú en meðaltal síðustu tíu milljón ára og er ein af hverjum fjórum tegundum í hættu. Skordýr eru stoðirnar undir matnum og vatninu sem mannkynið reiðir sig á. Sverdrup-Thygeson segir að fyrsta skrefið í því að bjarga þessum litlu lífverum sé að fá fólk til þess að meta þær að verðleikum. Tölfræðin sýnir að á meðan mennirnir eru helmingi fleiri en þeir voru fyrir 40 árum þá hefur fjölda skordýra fækkað um helming á sama tíma. Sverdrup-Thygeson segir þetta dramatíska breytingu. „Það eru enn mörg smáatriði sem þarf að skoða en ég hef lesið nánast allar rannsóknir um þetta sem til eru á ensku og ég hef ekki enn rekist á neina þar sem helstu skilaboð skordýrafræðinga eru hnignun margra skordýrategunda,“ segir Sverdrup-Thygeson. Hún segir eyðileggingu náttúrulegs umhverfis til þess að rækta land meginástæðu þessarar þróunar. „Þegar þú setur síðan öll eiturefnin og loftslagsbreytingar í jöfnuna þá getum við sagt að það sé ekki mjög gott að vera skordýr í dag. Ég get vel skilið það að fólk hafi ekki áhuga á að bjarga skordýrum skordýranna vegna en maðurinn þarf að átta sig á því að þetta mun hafa áhrif á hann. Við þurfum að bjarga skordýrum, og ef það er ekki þeirra vegna, þá vegna okkar sjálfra. Það verður einfaldlega mun erfiðara en það er í dag að fá nægan mat og ferskvatn til að fæða allt mannkyn ef skordýranna nýtur ekki við. Það ætti að vera mikil hvatning til þess að gera eitthvað á meðan við höfum enn tíma til þess,“ segir Sverdrup-Thygeson. Dýr Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01 Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. Sverdrup-Thygeson segir skordýr vera límið í náttúrunni og enginn vafi leiki á því að bæði fjöldi þeirra og fjölbreytileiki fara minnkandi. Hún segir það aðeins tímaspursmál hvenær afleiðingarnar komi í ljós verði ekkert að gert enda leiki skordýr lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. Í gær kom út ný skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa. Skýrslan er sláandi en þar kemur meðal annars fram að allt að milljón tegundir lífvera séu í útrýmingarhættu á næstu áratugum vegna ágangs mannsins á náttúruna. Þá er aldauði lífvera margfalt meiri nú en meðaltal síðustu tíu milljón ára og er ein af hverjum fjórum tegundum í hættu. Skordýr eru stoðirnar undir matnum og vatninu sem mannkynið reiðir sig á. Sverdrup-Thygeson segir að fyrsta skrefið í því að bjarga þessum litlu lífverum sé að fá fólk til þess að meta þær að verðleikum. Tölfræðin sýnir að á meðan mennirnir eru helmingi fleiri en þeir voru fyrir 40 árum þá hefur fjölda skordýra fækkað um helming á sama tíma. Sverdrup-Thygeson segir þetta dramatíska breytingu. „Það eru enn mörg smáatriði sem þarf að skoða en ég hef lesið nánast allar rannsóknir um þetta sem til eru á ensku og ég hef ekki enn rekist á neina þar sem helstu skilaboð skordýrafræðinga eru hnignun margra skordýrategunda,“ segir Sverdrup-Thygeson. Hún segir eyðileggingu náttúrulegs umhverfis til þess að rækta land meginástæðu þessarar þróunar. „Þegar þú setur síðan öll eiturefnin og loftslagsbreytingar í jöfnuna þá getum við sagt að það sé ekki mjög gott að vera skordýr í dag. Ég get vel skilið það að fólk hafi ekki áhuga á að bjarga skordýrum skordýranna vegna en maðurinn þarf að átta sig á því að þetta mun hafa áhrif á hann. Við þurfum að bjarga skordýrum, og ef það er ekki þeirra vegna, þá vegna okkar sjálfra. Það verður einfaldlega mun erfiðara en það er í dag að fá nægan mat og ferskvatn til að fæða allt mannkyn ef skordýranna nýtur ekki við. Það ætti að vera mikil hvatning til þess að gera eitthvað á meðan við höfum enn tíma til þess,“ segir Sverdrup-Thygeson.
Dýr Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01 Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48
Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01
Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35