Markmiðið var alltaf að komast af örorkubótum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2019 10:30 Hlynur fæddist með tíu prósent sjón. Hlynur Þór Agnarsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Fjölskyldan flutti þó á Kirkjubæjarklaustur fljótlega þar sem Hlynur er alinn upp. „Ég útskrifast í raun heilbrigður af spítalanum en þegar ég er tveggja mánaða gruna mömmu og pabba að ég sé með eitthvað tengt sjóninni. Ég horfi ekki alveg á hluti og er meira að horfa í gegnum þá og þeim finnst eins og ég sjái allt í móðu,“ segir Hlynur í Íslandi í dag í gær en læknirinn grunaði að Hlynur væri með bráðagláku og var hann því sendur til Reykjavíkur. „Þar greinist ég með þennan albínisma,“ segir Hlynur og þá kom í ljós að hann væri aðeins með tíu prósent sjón. Foreldrum var samt sem áður ráðlagt að ofvernda hann ekki. „Ekki setja mig í einhverja sápukúlu. Ég fékk alveg að hlaupa á veggi og fékk að detta. Mamma sagði að ég hefði komið á korters fresti inn með skurði og skrámur. Ég stóð alltaf upp og hélt áfram, ég var bara eins og hinir krakkarnir.“ Hann segist vera heppinn að hafa alist upp úti á landi í litlu samfélagi.Ekkert einelti „Ég man ekki eftir neinu einelti eða stríðni sem virkilega beit. Ég hefði fótbolta, körfubolta og frjálsar og gerði bara allt sem mig langaði til að gera. Ég fékk frelsi og traust frá foreldrum mínum til að gera það.“ Hlynur segir að móðir sín hafi sífellt haft áhyggjur af sér. „Þetta var bara ákvörðun sem þau tóku, að leyfa honum bara að spjara sig og ég er mjög þakklátur fyrir það í dag.“ Hann segir að þegar í menntaskóla var komið hafi feluleikurinn byrjað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands. „Þarna ert þú kominn á unglingsaldurinn og það skipti mig rosalega miklu máli að fólk væri ekki að spá í því hvort ég væri með sjónskerðingu. Það var nóg að vera skjannahvítur með skjannahvítt hár, þó að flestir myndu halda að það myndi smellpassa inn í Versló,“ segir Hlynur sem er 75 % öryrki. „Ég þigg ekki bætur lengur því ég er að vinna. Á námsárunum var ég að þiggja bætur og mér fannst ákveðin skömm í því. Þörfin fyrir því að vera eins og allir hinir er svo rosalega mikil og það sem stjórnaði mér þarna. Mitt helsta markmið í lífinu var að losna af bótum.“ Í dag á Hlynur konu og einn dreng og lífið leikur við hann eins og sjá má hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira
Hlynur Þór Agnarsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Fjölskyldan flutti þó á Kirkjubæjarklaustur fljótlega þar sem Hlynur er alinn upp. „Ég útskrifast í raun heilbrigður af spítalanum en þegar ég er tveggja mánaða gruna mömmu og pabba að ég sé með eitthvað tengt sjóninni. Ég horfi ekki alveg á hluti og er meira að horfa í gegnum þá og þeim finnst eins og ég sjái allt í móðu,“ segir Hlynur í Íslandi í dag í gær en læknirinn grunaði að Hlynur væri með bráðagláku og var hann því sendur til Reykjavíkur. „Þar greinist ég með þennan albínisma,“ segir Hlynur og þá kom í ljós að hann væri aðeins með tíu prósent sjón. Foreldrum var samt sem áður ráðlagt að ofvernda hann ekki. „Ekki setja mig í einhverja sápukúlu. Ég fékk alveg að hlaupa á veggi og fékk að detta. Mamma sagði að ég hefði komið á korters fresti inn með skurði og skrámur. Ég stóð alltaf upp og hélt áfram, ég var bara eins og hinir krakkarnir.“ Hann segist vera heppinn að hafa alist upp úti á landi í litlu samfélagi.Ekkert einelti „Ég man ekki eftir neinu einelti eða stríðni sem virkilega beit. Ég hefði fótbolta, körfubolta og frjálsar og gerði bara allt sem mig langaði til að gera. Ég fékk frelsi og traust frá foreldrum mínum til að gera það.“ Hlynur segir að móðir sín hafi sífellt haft áhyggjur af sér. „Þetta var bara ákvörðun sem þau tóku, að leyfa honum bara að spjara sig og ég er mjög þakklátur fyrir það í dag.“ Hann segir að þegar í menntaskóla var komið hafi feluleikurinn byrjað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands. „Þarna ert þú kominn á unglingsaldurinn og það skipti mig rosalega miklu máli að fólk væri ekki að spá í því hvort ég væri með sjónskerðingu. Það var nóg að vera skjannahvítur með skjannahvítt hár, þó að flestir myndu halda að það myndi smellpassa inn í Versló,“ segir Hlynur sem er 75 % öryrki. „Ég þigg ekki bætur lengur því ég er að vinna. Á námsárunum var ég að þiggja bætur og mér fannst ákveðin skömm í því. Þörfin fyrir því að vera eins og allir hinir er svo rosalega mikil og það sem stjórnaði mér þarna. Mitt helsta markmið í lífinu var að losna af bótum.“ Í dag á Hlynur konu og einn dreng og lífið leikur við hann eins og sjá má hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira