Sport

Fékk spjót í gegnum sig en lifði af

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Godwin á æfingu.
Godwin á æfingu. mynd/georgia háskólinn
Spretthlauparinn Elija Godwin er einn heppnasti maður ársins en hann lifði á ótrúlegan hátt af svakalegt slys á frjálsíþróttavelli Georgia-háskólans.

Godwin er einn efnilegasti hlaupari Bandaríkjanna og búist við miklu af honum í framtíðinni. Hann var æfa spretti aftur á bak er hann fær spjót í bakið. Spjótið fór beint í gegnum hann og stóð út úr bringunni.

Hann var fluttur beint á spítala og eftir aðgerð kom í ljós að hann slapp ótrúlega vel. Hann var með samfallið lunga en önnur líffæri sluppu.

Godwin er nú á góðum batavegi og er búist við því að hann nái fullum bata. Ekki er loku fyrir það skotið að hann geti tekið þátt í spretthlaupum næsta vetur. Algjörlega með ólíkindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×