Slær allt út sem ég hef áður kynnst Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 09:00 Path of Miracles er vandasamt í flutningi en samt ekki erfitt áheyrnar, að sögn Hildigunnar Rúnarsdóttur. Kórverkið Path of Miracles eftir Joby Talbot er tónlistarferðalag um Jakobsveginn, þekktustu leið pílagríma í Evrópu. Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld er einn af söngfuglunum í Hljómeyki sem ætlar að flytja það í fyrsta sinn á Íslandi að kvöldi sumardagsins fyrsta í Landakotskirkju klukkan 21. Hún segir það vandasamt í flutningi en samt ekki erfitt áheyrnar. „Þó verkið sé samið árið 2005 er það ekki eitthvert svakalegt nútímaverk sem enginn getur hlustað á. Það er alls ekki þannig,“ fullyrðir hún. Sjálf telst Hildigunnur ábyrg fyrir því að Path of Miracles var tekið til æfinga. „Ég sá fyrst á þetta stykki minnst fyrir fáum árum á fésbók, þar var tónlistarfólk í klassískum hópi spurt hvaða tónverk það mundi taka með sér á eyðieyju. Flestir sögðu Mozart Requiem eða h-moll messuna eftir Bach en einn svaraði Path of Miracles og þar með var forvitni mín vakin. Ég fann verkið sungið af kór sem flutti það undirleikslaust. Ég varð strax hrifin og er búin að mæla með því síðan. Nú erum við búin að safna nægum kjarki.“ Hljómeyki syngur oft undirleikslaust en Hildigunnur segir smá slagverk verða með nú sem Frank Aarnink sjái um. „Þetta er klukkutíma stykki en slær allt út sem ég hef áður kynnst. Það skiptist í 17 raddir mest sem þýðir að söngfólkið verður að standa klárt á sínu. En þetta er ofboðslega áhrifarík tónlist.“ Á þeirri klukkustund sem flutningur Path of Miracles tekur feta áheyrendur Jakobsveginn gegnum fjórar þekktustu vörður hans, borgirnar Roncevalles, Burgos, León og Santiago de Compostela. Þeir heyra nokkur þeirra tungumála sem mæta pílagrímum nútímans og enn önnur sem urðu á vegi pílagríma fyrri alda. Margir Íslendingar hafa gengið þessa leið. Hildigunnur kveðst ekki vera í þeim hópi. „Ég hugsa að ég fari hann nú aldrei allan, er ekki svo mikill göngugarpur, en það væri áhugavert að ganga hluta af honum og enda í Santiago. Ég er nú bara að fara til Spánar í fyrsta skipti á ævi minni núna eftir einn og hálfan mánuð. Það er kannski byrjunin.“ Hildigunnur segir Hljómeyki hafa æft í Kristskirkju á annan í páskum og lýkur lofsorði á hljómburðinn. „Svo verðum við í Skálholti á laugardaginn klukkan 16,“ tekur hún fram. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kórverkið Path of Miracles eftir Joby Talbot er tónlistarferðalag um Jakobsveginn, þekktustu leið pílagríma í Evrópu. Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld er einn af söngfuglunum í Hljómeyki sem ætlar að flytja það í fyrsta sinn á Íslandi að kvöldi sumardagsins fyrsta í Landakotskirkju klukkan 21. Hún segir það vandasamt í flutningi en samt ekki erfitt áheyrnar. „Þó verkið sé samið árið 2005 er það ekki eitthvert svakalegt nútímaverk sem enginn getur hlustað á. Það er alls ekki þannig,“ fullyrðir hún. Sjálf telst Hildigunnur ábyrg fyrir því að Path of Miracles var tekið til æfinga. „Ég sá fyrst á þetta stykki minnst fyrir fáum árum á fésbók, þar var tónlistarfólk í klassískum hópi spurt hvaða tónverk það mundi taka með sér á eyðieyju. Flestir sögðu Mozart Requiem eða h-moll messuna eftir Bach en einn svaraði Path of Miracles og þar með var forvitni mín vakin. Ég fann verkið sungið af kór sem flutti það undirleikslaust. Ég varð strax hrifin og er búin að mæla með því síðan. Nú erum við búin að safna nægum kjarki.“ Hljómeyki syngur oft undirleikslaust en Hildigunnur segir smá slagverk verða með nú sem Frank Aarnink sjái um. „Þetta er klukkutíma stykki en slær allt út sem ég hef áður kynnst. Það skiptist í 17 raddir mest sem þýðir að söngfólkið verður að standa klárt á sínu. En þetta er ofboðslega áhrifarík tónlist.“ Á þeirri klukkustund sem flutningur Path of Miracles tekur feta áheyrendur Jakobsveginn gegnum fjórar þekktustu vörður hans, borgirnar Roncevalles, Burgos, León og Santiago de Compostela. Þeir heyra nokkur þeirra tungumála sem mæta pílagrímum nútímans og enn önnur sem urðu á vegi pílagríma fyrri alda. Margir Íslendingar hafa gengið þessa leið. Hildigunnur kveðst ekki vera í þeim hópi. „Ég hugsa að ég fari hann nú aldrei allan, er ekki svo mikill göngugarpur, en það væri áhugavert að ganga hluta af honum og enda í Santiago. Ég er nú bara að fara til Spánar í fyrsta skipti á ævi minni núna eftir einn og hálfan mánuð. Það er kannski byrjunin.“ Hildigunnur segir Hljómeyki hafa æft í Kristskirkju á annan í páskum og lýkur lofsorði á hljómburðinn. „Svo verðum við í Skálholti á laugardaginn klukkan 16,“ tekur hún fram.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira