„Þetta er í alvöru móðir Gretu Thunberg. Gæti ekki skáldað þetta.“
This is actually Greta Thunberg's mother. Couldn't make it up.pic.twitter.com/J6OOlic3jh
— Tom Harwood (@tomhfh) April 24, 2019
Þessi fjölskyldutengsl hafa komið mörgum á óvart en Greta hefur vakið heimsathygli fyrir vikuleg mótmæli sín til þess að vekja athygli á aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Á hverjum föstudegi hefur hún farið úr skóla til þess að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi og hafa ungmenni um allan heim fylgt hennar fordæmi og hafa samskonar mótmæli farið fram hér á landi undanfarnar vikur. Þá hefur hún verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.
Það er þó ekki bara móðir Gretu sem hefur getið sér gott orð í listum en faðir hennar, Svante Thunberg, er leikari og rithöfundur og hefur staðið þétt við bakið á dóttur sinni í aðgerðum hennar. Svante og Malena hafa verið gift frá árinu 2004 og eiga dæturnar Gretu og Beatu.
Framlag Svía árið 2009 komst áfram í úrslit og var það fjórða inn í úrslitakeppnina úr sínum riðli. Á úrslitakvöldinu hlaut lagið 33 stig og hafnaði í 21. sæti af 25.