Strandaglópur sem pantaði þó aldrei með SAS Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 09:00 Þúsundir ferðalanga eru í vandræðum vegna verkfalls flugmanna SAS, til að mynda þessi hópur á Gardemoen í Osló. EPA/OLE BERG RUSTEN Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn. Búið er að fella niður um 70% af öllum ferðum flugfélagsins en SAS áætlar að vinnustöðvunin kunni að hafa áhrif á rúmlega 170 þúsund farþega um helgina. Einn þessara farþega er Gunnar Ingi Magnússon, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann var ásamt kærustu sinni á heimleið frá Spáni, með viðkomu í Brussel, en endaði nokkuð óvænt á Heathrow-flugvelli í Lundúnum vegna verkfallsins - þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni bókað flug með SAS. „Ég held að ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á Heathrow, það er allt troðið,“ segir Gunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að ætlunin hafi verið að fljúga með Brussel Airlines frá Bilbao til Kaupmannahafnar með stuttu stoppi í Brussel. Þegar til Belgíu var komið í gærkvöldi hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð að vélin áfram til Kaupmannahafnar væri fullbókuð. Honum var því komið fyrir á hóteli í Brussel og útvegað annað flug sem fara átti í morgun. Sú flugferð var hins vegar með SAS.Gunnar Ingi Magnússon.Vonar að tengdó hagi sér „Upp úr miðnætti fáum við svo SMS um að búið sé að fella niður flugið okkar með SAS frá Brussel til Kaupmannahafnar,“ segir Gunnar og bætir við að leit þeirra að flugi til Danmerkur hafi ekki neinn árangur borið. „Allt flug var uppbókað, væntanlega vegna þess að allir voru að reyna að bjarga sér í næstu ferð eftir aflýsingar SAS.“ Það kom sér illa að sögn Gunnars. Hann hafi ætlað sér að taka á móti gestum í dag, sem höfðu í hyggju að gista í íbúð hans í Kaupmannahöfn. „Nú eru þau hins vegar eftirlitslaus í íbúðinni, ég efast samt um að tengdó sé búinn að rústa einhverju,“ segir Gunnar léttur í bragði. Hann segist því hafa hringt beint í skrifstofu Brussel Airlines sem í fyrstu sagðist lítið geta liðsinnt honum. „Eftir að hafa hnakkrifist í um hálftíma fann starfsmaður flugfélagsins hins vegar, greinilega fyrir algjöra tilviljun, flug fyrir okkur heim,“ segir Gunnar. Það hafi verið með British Airways í gegnum Lundúnir eldsnemma í morgun. Þrátt fyrir lítinn svefn segist Gunnar hafa stokkið á tilboðið. „Það sem átti að vera hugguleg nótt á hótelherbergi endaði í katastrófu og svefnleysi. Við lifum með því,“ segir Gunnar.Fjölmörg flug hafa verið felld niður til Kastrup í dag, þar sem þessi tilkynningaskjár tók á móti ferðalöngum.EPA/Philip DavaliTilbúnir í langt verkfall Þau voru því komin á Heathrow á sjötta tímanum í morgun og segir Gunnar ljóst að fleiri séu í sömu stöðu og þau. Flugvöllunni sé sneisafullur af fólki, þar með talið heilum haug af Dönum sem eru reyna að bjarga sér heim. Það gæti þó gengið brösulega að sögn Gunnars enda hafi þeim reynst erfitt að finna flug til Danmerkur. Gunnar sér þó fram á að komast til Kaupmannahafnar í dag, til stendur að flugið hans taki á loft frá Heathrow núna á tíunda tímanum. Þrátt fyrir langt ferðalag og óvæntar hremmingar segist Gunnar nokkuð brattur. „Ég bókaði ekki einu sinni flug með SAS en lenti samt í þeim. Það er frekar fyndið.“ SAS segist í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í dag vonast til að hægt verði að hefja samningaviðræður við flugmenn sem allra fyrst. Launakröfur þeirra séu hins vegar ennþá of háar, en þeir krefast um 13% launahækkunar. Flugmennirnir segja það skýrast af óæskilegum vinnuskilyrðum þeirra. Verði þau ekki löguð séu þeir tilbúnir í langt verkfall. Fréttir af flugi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn. Búið er að fella niður um 70% af öllum ferðum flugfélagsins en SAS áætlar að vinnustöðvunin kunni að hafa áhrif á rúmlega 170 þúsund farþega um helgina. Einn þessara farþega er Gunnar Ingi Magnússon, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann var ásamt kærustu sinni á heimleið frá Spáni, með viðkomu í Brussel, en endaði nokkuð óvænt á Heathrow-flugvelli í Lundúnum vegna verkfallsins - þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni bókað flug með SAS. „Ég held að ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á Heathrow, það er allt troðið,“ segir Gunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að ætlunin hafi verið að fljúga með Brussel Airlines frá Bilbao til Kaupmannahafnar með stuttu stoppi í Brussel. Þegar til Belgíu var komið í gærkvöldi hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð að vélin áfram til Kaupmannahafnar væri fullbókuð. Honum var því komið fyrir á hóteli í Brussel og útvegað annað flug sem fara átti í morgun. Sú flugferð var hins vegar með SAS.Gunnar Ingi Magnússon.Vonar að tengdó hagi sér „Upp úr miðnætti fáum við svo SMS um að búið sé að fella niður flugið okkar með SAS frá Brussel til Kaupmannahafnar,“ segir Gunnar og bætir við að leit þeirra að flugi til Danmerkur hafi ekki neinn árangur borið. „Allt flug var uppbókað, væntanlega vegna þess að allir voru að reyna að bjarga sér í næstu ferð eftir aflýsingar SAS.“ Það kom sér illa að sögn Gunnars. Hann hafi ætlað sér að taka á móti gestum í dag, sem höfðu í hyggju að gista í íbúð hans í Kaupmannahöfn. „Nú eru þau hins vegar eftirlitslaus í íbúðinni, ég efast samt um að tengdó sé búinn að rústa einhverju,“ segir Gunnar léttur í bragði. Hann segist því hafa hringt beint í skrifstofu Brussel Airlines sem í fyrstu sagðist lítið geta liðsinnt honum. „Eftir að hafa hnakkrifist í um hálftíma fann starfsmaður flugfélagsins hins vegar, greinilega fyrir algjöra tilviljun, flug fyrir okkur heim,“ segir Gunnar. Það hafi verið með British Airways í gegnum Lundúnir eldsnemma í morgun. Þrátt fyrir lítinn svefn segist Gunnar hafa stokkið á tilboðið. „Það sem átti að vera hugguleg nótt á hótelherbergi endaði í katastrófu og svefnleysi. Við lifum með því,“ segir Gunnar.Fjölmörg flug hafa verið felld niður til Kastrup í dag, þar sem þessi tilkynningaskjár tók á móti ferðalöngum.EPA/Philip DavaliTilbúnir í langt verkfall Þau voru því komin á Heathrow á sjötta tímanum í morgun og segir Gunnar ljóst að fleiri séu í sömu stöðu og þau. Flugvöllunni sé sneisafullur af fólki, þar með talið heilum haug af Dönum sem eru reyna að bjarga sér heim. Það gæti þó gengið brösulega að sögn Gunnars enda hafi þeim reynst erfitt að finna flug til Danmerkur. Gunnar sér þó fram á að komast til Kaupmannahafnar í dag, til stendur að flugið hans taki á loft frá Heathrow núna á tíunda tímanum. Þrátt fyrir langt ferðalag og óvæntar hremmingar segist Gunnar nokkuð brattur. „Ég bókaði ekki einu sinni flug með SAS en lenti samt í þeim. Það er frekar fyndið.“ SAS segist í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í dag vonast til að hægt verði að hefja samningaviðræður við flugmenn sem allra fyrst. Launakröfur þeirra séu hins vegar ennþá of háar, en þeir krefast um 13% launahækkunar. Flugmennirnir segja það skýrast af óæskilegum vinnuskilyrðum þeirra. Verði þau ekki löguð séu þeir tilbúnir í langt verkfall.
Fréttir af flugi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira