Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2019 14:45 Kafarar leita að líki ungrar stúlku í stöðuvatni nærri Nicosia, höfuðborg Kýpur. AP/Petros Karadjias Lögreglan í Kýpur stendur frammi fyrir harðri gagnrýni vegna meðferðar lögregluþjóna á tilkynningum um týndar erlendar verkakonur þar í landi. Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. Stjórnarandstaðan á Kýpur hefur kallað eftir því að Dómsmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér. Málið hefur vakið mikinn óhugur í Kýpur þar sem fjöldamorð af þessu tagi þykja einstaklega sjaldgæf. Rannsakendur frá Bretlandi, sem sérhæfa sig í fjöldamorðum, munu hjálpa til við rannsókn málsins.Lík þriggja kvenna hafa fundist. Talið er að tvær af konunum sem búið er að finna hafi verið frá Filippseyjum og hurfu þær í maí og í ágúst í fyrra. Önnur þeirra, Marry Rose Riburcio, átti sex ára dóttur sem hvarf á sama tíma en lík hennar hefur ekki fundist. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni gaf maðurinn upp staðsetningu þriðja líksins sem fannst og sagði hann þá konu hafa verið annaðhvort indverska eða frá Nepal.Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Irene Charalambides sagði Reuters að dómstólar Kýpur muni dæma manninn fyrir morðin. Afskiptaleysi yfirvalda þurfi þó að rannsaka. Ekkert hafi verið aðhafst þegar hvörf kvennanna voru tilkynnt og því þurfi dómsmálaráðherrann og yfirmaður lögreglunnar að segja af sér. Í heildina eru 80 mannshvörf óleyst á Kýpur og ná þau aftur til 1990. Lögreglan hefur lýst því yfir að rannsókn muni fara fram á öllum mögulegum verklagsgöllum þeirra vegna hvarfanna og hefur sérstök nefnd verið stofnuð til þess. Hermaðurinn fyrrverandi er 35 ára gamall og hefur nafn hans ekki verið opinberað og er það samkvæmt lögum í Kýpur, þar sem hann hefur ekki verið ákærður enn. Hann fannst í síðustu viku þegar lögregluþjónar fóru yfir netskilaboð Tiburcio og sáu skilaboð þeirra á milli. Hin konan sem var frá Filippseyjum hét Arian Palanas Lozano en lík hennar fannst í sömu námugöngum og lík Tiburcio. Lögreglan leitar einnig Livia Florentina Bunea, frá Rúmeníu, og átta ára dóttur hennar, Alena Natalia Bunea. Þær hurfu í september 2016. Þá er einnig leitað að Maricar Valtez Arquiola sem hvarf í desember 2017. Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögreglan í Kýpur stendur frammi fyrir harðri gagnrýni vegna meðferðar lögregluþjóna á tilkynningum um týndar erlendar verkakonur þar í landi. Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. Stjórnarandstaðan á Kýpur hefur kallað eftir því að Dómsmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér. Málið hefur vakið mikinn óhugur í Kýpur þar sem fjöldamorð af þessu tagi þykja einstaklega sjaldgæf. Rannsakendur frá Bretlandi, sem sérhæfa sig í fjöldamorðum, munu hjálpa til við rannsókn málsins.Lík þriggja kvenna hafa fundist. Talið er að tvær af konunum sem búið er að finna hafi verið frá Filippseyjum og hurfu þær í maí og í ágúst í fyrra. Önnur þeirra, Marry Rose Riburcio, átti sex ára dóttur sem hvarf á sama tíma en lík hennar hefur ekki fundist. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni gaf maðurinn upp staðsetningu þriðja líksins sem fannst og sagði hann þá konu hafa verið annaðhvort indverska eða frá Nepal.Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Irene Charalambides sagði Reuters að dómstólar Kýpur muni dæma manninn fyrir morðin. Afskiptaleysi yfirvalda þurfi þó að rannsaka. Ekkert hafi verið aðhafst þegar hvörf kvennanna voru tilkynnt og því þurfi dómsmálaráðherrann og yfirmaður lögreglunnar að segja af sér. Í heildina eru 80 mannshvörf óleyst á Kýpur og ná þau aftur til 1990. Lögreglan hefur lýst því yfir að rannsókn muni fara fram á öllum mögulegum verklagsgöllum þeirra vegna hvarfanna og hefur sérstök nefnd verið stofnuð til þess. Hermaðurinn fyrrverandi er 35 ára gamall og hefur nafn hans ekki verið opinberað og er það samkvæmt lögum í Kýpur, þar sem hann hefur ekki verið ákærður enn. Hann fannst í síðustu viku þegar lögregluþjónar fóru yfir netskilaboð Tiburcio og sáu skilaboð þeirra á milli. Hin konan sem var frá Filippseyjum hét Arian Palanas Lozano en lík hennar fannst í sömu námugöngum og lík Tiburcio. Lögreglan leitar einnig Livia Florentina Bunea, frá Rúmeníu, og átta ára dóttur hennar, Alena Natalia Bunea. Þær hurfu í september 2016. Þá er einnig leitað að Maricar Valtez Arquiola sem hvarf í desember 2017.
Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00