Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. apríl 2019 18:45 Frá aðgerðum í Mehamn í morgun. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn voru samvinnuþýðir að sögn lögreglunnar. VG/Skjáskot Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir að um harmleik sé að ræða sem skekið hafi samfélagið. Lögreglunni í Mehamn barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn um klukkan hálf sex í morgun í húsi í miðbæ Mehamn í norður Noregi. Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp en þær tilraunir báru ekki árangur. „Við fundum mann, Íslending. Hann dó skömmu síðar. Þeir sem gerðu þetta, við vitum ekki hve margir þeir eru, þeir voru farnir úr húsinu í Mehamn,“ segir Tarjei Leinan Mathiesen, talsmaður lögreglunnar í Norður-Noregi, í samtali við fréttastofu. „Um hálftíma síðar fengum við skilaboð um að bíll hefði farið út af veginum á stað sem heitir Gamvik sem er 15 kílómetra frá Mehamn. Þaðan var hringt í lögregluna og eftir smá tíma fundum við tvo menn, sem báðir eru frá Íslandi. Þeir komu út úr húsinu eftir að lögreglan talaði við þá. Þeir lögðust á jörðina, það var engin dramatík í kringum það og við fluttum þá í fangelsið.“Annar mannanna sem grunaður er um borðið birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni eftir morðið. Búið er að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn látni og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáir sig um verknaðinn og biður aðstandendur sína fyrirgefningar. Tarjeij Leinan segir að mennirnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá en þeir hafa báðir verið sakaðir um morðið. „Við höfum ekki enn talað við þá. Við erum að vinna í því að tala við þá í dag eða kannski í fyrramálið,“ segir Leinan.Vel liðnir í bænum Um þrjátíu Íslendingar eru búsettir í Mehamn og Gamvik og í samtali við einn þeirra kom fram að samfélagið væri harmi slegið vegna morðsins. Íbúum hefur verið boðið áfallahjálp og bænastund var haldinn í kirkjunni í Mehamn. Tarjeij tekur undir þetta og segir að samfélagið sé skekið vegna málsins. Hann segir að hópur lögreglumanna, áfallateymi, læknar og prestur hafi unnið við málið í allan dag. Íslendingarnir sem eru 30 á svæðinu séu vel liðnir og hluti af samfelaginu. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. Norska lögreglan handtók tvo Íslendinga vegna morðsins en allir Íslendingarnir eru búsettir á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir að um harmleik sé að ræða sem skekið hafi samfélagið. Lögreglunni í Mehamn barst tilkynning um að maður hefði verið skotinn um klukkan hálf sex í morgun í húsi í miðbæ Mehamn í norður Noregi. Reynt var að endurlífga manninn og veita honum skyndihjálp en þær tilraunir báru ekki árangur. „Við fundum mann, Íslending. Hann dó skömmu síðar. Þeir sem gerðu þetta, við vitum ekki hve margir þeir eru, þeir voru farnir úr húsinu í Mehamn,“ segir Tarjei Leinan Mathiesen, talsmaður lögreglunnar í Norður-Noregi, í samtali við fréttastofu. „Um hálftíma síðar fengum við skilaboð um að bíll hefði farið út af veginum á stað sem heitir Gamvik sem er 15 kílómetra frá Mehamn. Þaðan var hringt í lögregluna og eftir smá tíma fundum við tvo menn, sem báðir eru frá Íslandi. Þeir komu út úr húsinu eftir að lögreglan talaði við þá. Þeir lögðust á jörðina, það var engin dramatík í kringum það og við fluttum þá í fangelsið.“Annar mannanna sem grunaður er um borðið birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni eftir morðið. Búið er að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru hinn látni og annar hinna handteknu hálfbræður en hinir handteknu eru þrjátíu og fimm ára og þrjátíu og tveggja. Annar þeirra sem hefur verið handtekinn birti færslu á Facebook í morgun þar sem hann tjáir sig um verknaðinn og biður aðstandendur sína fyrirgefningar. Tarjeij Leinan segir að mennirnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá en þeir hafa báðir verið sakaðir um morðið. „Við höfum ekki enn talað við þá. Við erum að vinna í því að tala við þá í dag eða kannski í fyrramálið,“ segir Leinan.Vel liðnir í bænum Um þrjátíu Íslendingar eru búsettir í Mehamn og Gamvik og í samtali við einn þeirra kom fram að samfélagið væri harmi slegið vegna morðsins. Íbúum hefur verið boðið áfallahjálp og bænastund var haldinn í kirkjunni í Mehamn. Tarjeij tekur undir þetta og segir að samfélagið sé skekið vegna málsins. Hann segir að hópur lögreglumanna, áfallateymi, læknar og prestur hafi unnið við málið í allan dag. Íslendingarnir sem eru 30 á svæðinu séu vel liðnir og hluti af samfelaginu.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Íslendingur skotinn til bana í Noregi Tveir menn hafa verið handteknir vegna dauða þess þriðja. Þeir eru allir sagðir íslenskir. 27. apríl 2019 13:56