Ólafía Þórunn keyrði sig út og varð að taka sér pásu frá golfinu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2019 11:30 Ólafía Þórunn var gestur í Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. október 1992 í Reykjavík. Hún er yngst fimm systkina og var snemma farin að munda golfkylfur og hefur ekki lagt þær frá sér síðan. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014 og var hún síðan fyrst allra Íslendinga til að keppa á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð í heimi þegar kemur að golfi. Auðunn Blöndal hitti Ólafíu í Atvinnumönnunum okkar á dögunum og var þátturinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hitti hana bæði í Flórída og í Arizona og fékk að fylgjast með henni æfa fyrir komandi mót. Í þættinum kom í ljós að Ólafía eltir einfaldlega góða veðrið til að æfa við bestu aðstæður og hefur golfið sannarlega tekið á hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég keyrði mig algjörlega út og var orðin mjög þreytt andlega og líkamlega,“ segir Ólafía í þættinum og gerðist það undir lok síðasta árs. „Þú byrjar að finna tómatilfinningu innan í þér og sama hvað þú gerir, hún fer aldrei nema þú takir þér pásu í ákveðið langan tíma. Það getur alveg tekið nokkur ár að koma sér út úr því til fulls. Ég var að gera allt of mikið í einu og segja já við allt of mörgum verkefnum. Ég skildi ekki af hverju ég væri alltaf svona þreytt. Svo fór ég í blóðprufu og þær voru ekki góðar og læknarnir skildu ekki af hverju.“ „Hún var ekki jafn ánægð undir lok síðasta árs. Hún var aðeins þreyttari og gleðin var minni og brosti ekki jafn mikið,“ segir Thomas Bojanowski, unnusti hennar. „Þetta var bara andleg þreyta. Golf er svo andleg íþrótt og þetta var ekki alveg að gera sig. Þetta var að gerast á versta tíma og ég var undir þvílíkri pressu að reyna halda kortinu mínu. Ég var í úrtökumóti og þú ert orðinn það tómur að innan að þér er bara alveg sama, það er ekki gott. Ég spilaði ekkert golf frá því í nóvember til byrjun janúar. Mér líður alveg vel í dag og mun betur en mér leið í nóvember.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. október 1992 í Reykjavík. Hún er yngst fimm systkina og var snemma farin að munda golfkylfur og hefur ekki lagt þær frá sér síðan. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014 og var hún síðan fyrst allra Íslendinga til að keppa á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð í heimi þegar kemur að golfi. Auðunn Blöndal hitti Ólafíu í Atvinnumönnunum okkar á dögunum og var þátturinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hitti hana bæði í Flórída og í Arizona og fékk að fylgjast með henni æfa fyrir komandi mót. Í þættinum kom í ljós að Ólafía eltir einfaldlega góða veðrið til að æfa við bestu aðstæður og hefur golfið sannarlega tekið á hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég keyrði mig algjörlega út og var orðin mjög þreytt andlega og líkamlega,“ segir Ólafía í þættinum og gerðist það undir lok síðasta árs. „Þú byrjar að finna tómatilfinningu innan í þér og sama hvað þú gerir, hún fer aldrei nema þú takir þér pásu í ákveðið langan tíma. Það getur alveg tekið nokkur ár að koma sér út úr því til fulls. Ég var að gera allt of mikið í einu og segja já við allt of mörgum verkefnum. Ég skildi ekki af hverju ég væri alltaf svona þreytt. Svo fór ég í blóðprufu og þær voru ekki góðar og læknarnir skildu ekki af hverju.“ „Hún var ekki jafn ánægð undir lok síðasta árs. Hún var aðeins þreyttari og gleðin var minni og brosti ekki jafn mikið,“ segir Thomas Bojanowski, unnusti hennar. „Þetta var bara andleg þreyta. Golf er svo andleg íþrótt og þetta var ekki alveg að gera sig. Þetta var að gerast á versta tíma og ég var undir þvílíkri pressu að reyna halda kortinu mínu. Ég var í úrtökumóti og þú ert orðinn það tómur að innan að þér er bara alveg sama, það er ekki gott. Ég spilaði ekkert golf frá því í nóvember til byrjun janúar. Mér líður alveg vel í dag og mun betur en mér leið í nóvember.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira