Ólafía Þórunn keyrði sig út og varð að taka sér pásu frá golfinu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2019 11:30 Ólafía Þórunn var gestur í Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. október 1992 í Reykjavík. Hún er yngst fimm systkina og var snemma farin að munda golfkylfur og hefur ekki lagt þær frá sér síðan. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014 og var hún síðan fyrst allra Íslendinga til að keppa á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð í heimi þegar kemur að golfi. Auðunn Blöndal hitti Ólafíu í Atvinnumönnunum okkar á dögunum og var þátturinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hitti hana bæði í Flórída og í Arizona og fékk að fylgjast með henni æfa fyrir komandi mót. Í þættinum kom í ljós að Ólafía eltir einfaldlega góða veðrið til að æfa við bestu aðstæður og hefur golfið sannarlega tekið á hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég keyrði mig algjörlega út og var orðin mjög þreytt andlega og líkamlega,“ segir Ólafía í þættinum og gerðist það undir lok síðasta árs. „Þú byrjar að finna tómatilfinningu innan í þér og sama hvað þú gerir, hún fer aldrei nema þú takir þér pásu í ákveðið langan tíma. Það getur alveg tekið nokkur ár að koma sér út úr því til fulls. Ég var að gera allt of mikið í einu og segja já við allt of mörgum verkefnum. Ég skildi ekki af hverju ég væri alltaf svona þreytt. Svo fór ég í blóðprufu og þær voru ekki góðar og læknarnir skildu ekki af hverju.“ „Hún var ekki jafn ánægð undir lok síðasta árs. Hún var aðeins þreyttari og gleðin var minni og brosti ekki jafn mikið,“ segir Thomas Bojanowski, unnusti hennar. „Þetta var bara andleg þreyta. Golf er svo andleg íþrótt og þetta var ekki alveg að gera sig. Þetta var að gerast á versta tíma og ég var undir þvílíkri pressu að reyna halda kortinu mínu. Ég var í úrtökumóti og þú ert orðinn það tómur að innan að þér er bara alveg sama, það er ekki gott. Ég spilaði ekkert golf frá því í nóvember til byrjun janúar. Mér líður alveg vel í dag og mun betur en mér leið í nóvember.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. október 1992 í Reykjavík. Hún er yngst fimm systkina og var snemma farin að munda golfkylfur og hefur ekki lagt þær frá sér síðan. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014 og var hún síðan fyrst allra Íslendinga til að keppa á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð í heimi þegar kemur að golfi. Auðunn Blöndal hitti Ólafíu í Atvinnumönnunum okkar á dögunum og var þátturinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hitti hana bæði í Flórída og í Arizona og fékk að fylgjast með henni æfa fyrir komandi mót. Í þættinum kom í ljós að Ólafía eltir einfaldlega góða veðrið til að æfa við bestu aðstæður og hefur golfið sannarlega tekið á hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég keyrði mig algjörlega út og var orðin mjög þreytt andlega og líkamlega,“ segir Ólafía í þættinum og gerðist það undir lok síðasta árs. „Þú byrjar að finna tómatilfinningu innan í þér og sama hvað þú gerir, hún fer aldrei nema þú takir þér pásu í ákveðið langan tíma. Það getur alveg tekið nokkur ár að koma sér út úr því til fulls. Ég var að gera allt of mikið í einu og segja já við allt of mörgum verkefnum. Ég skildi ekki af hverju ég væri alltaf svona þreytt. Svo fór ég í blóðprufu og þær voru ekki góðar og læknarnir skildu ekki af hverju.“ „Hún var ekki jafn ánægð undir lok síðasta árs. Hún var aðeins þreyttari og gleðin var minni og brosti ekki jafn mikið,“ segir Thomas Bojanowski, unnusti hennar. „Þetta var bara andleg þreyta. Golf er svo andleg íþrótt og þetta var ekki alveg að gera sig. Þetta var að gerast á versta tíma og ég var undir þvílíkri pressu að reyna halda kortinu mínu. Ég var í úrtökumóti og þú ert orðinn það tómur að innan að þér er bara alveg sama, það er ekki gott. Ég spilaði ekkert golf frá því í nóvember til byrjun janúar. Mér líður alveg vel í dag og mun betur en mér leið í nóvember.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira