Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 21:00 Aarohi Pandit er 23 ára atvinnuflugmaður sem hyggst fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn. Vísir/Egill 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Aarohi Pandit lagði af stað frá Indlandi þann 30. júlí í fyrra og fimmtíu og einum degi síðar var hún komin til Grænlands og hafði lokið fyrri hluta ferðarinnar. Hún hefur undanfarnar vikur verið við undirbúning í Vestmannaeyjum en er stödd í Reykjavík þessa stundina og hyggst halda áfram til Grænlands síðar í vikunni. „Ég stoppaði á 27 stöðum í 17 löndum. Ég varð að stoppa eftir fyrri hlutann hérna og svo er seinni hlutinn frá Norðurslóðum og aftur heim,“ segir Aarohi. Ferðin til baka til Indlands ætti að taka um 45 daga. „Í upphafi ferðar hafði ég aðstoðarflugmann með mér en hún varð að fara úr í Skotlandi vegna leggsins yfir Atlantshafið. Þar verð ég að fljúga ein því ég verð að hafa björgunarbát í sæti aðstoðarflugmannsins. Leiðina yfir Atlantshafið og annars staðar yfir sjó verður að fljúga sóló,“ segir Aarohi en hún er ein aðeins fjögurra Indverja sem hefur réttindi til að fljúga vél sem þessari. „Það er alveg magnað að fljúga svona vél. Ég er atvinnuflugmaður í Múmbaí og þetta er minnsta flugvél sem ég hef flogið.“ Ef allt gengur eftir er hún líkleg til að slá heimsmet. „Þessi flugvél mun slá heimsmet fyrir flug umhverfis jörðina með áhöfn sem er bara konur. Ég á líka met fyrir að fljúga ein yfir Atlantshafið, ég er fyrsta indverska konan sem flýgur ein yfir Atlantshafið í svona léttri flugvél,“ útskýrir Aarohi sem hlakkar til að halda för sinni áfram. Ferðalagið er hluti af verkefni sem tengist valdeflingu kvenna sem kallast einfaldlega Women Empowerment eða WE. „Ég vil að allar stelpur eigi sér stóra drauma, leggi hart að sér og nái markmiðum sínum.“ Fréttir af flugi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Aarohi Pandit lagði af stað frá Indlandi þann 30. júlí í fyrra og fimmtíu og einum degi síðar var hún komin til Grænlands og hafði lokið fyrri hluta ferðarinnar. Hún hefur undanfarnar vikur verið við undirbúning í Vestmannaeyjum en er stödd í Reykjavík þessa stundina og hyggst halda áfram til Grænlands síðar í vikunni. „Ég stoppaði á 27 stöðum í 17 löndum. Ég varð að stoppa eftir fyrri hlutann hérna og svo er seinni hlutinn frá Norðurslóðum og aftur heim,“ segir Aarohi. Ferðin til baka til Indlands ætti að taka um 45 daga. „Í upphafi ferðar hafði ég aðstoðarflugmann með mér en hún varð að fara úr í Skotlandi vegna leggsins yfir Atlantshafið. Þar verð ég að fljúga ein því ég verð að hafa björgunarbát í sæti aðstoðarflugmannsins. Leiðina yfir Atlantshafið og annars staðar yfir sjó verður að fljúga sóló,“ segir Aarohi en hún er ein aðeins fjögurra Indverja sem hefur réttindi til að fljúga vél sem þessari. „Það er alveg magnað að fljúga svona vél. Ég er atvinnuflugmaður í Múmbaí og þetta er minnsta flugvél sem ég hef flogið.“ Ef allt gengur eftir er hún líkleg til að slá heimsmet. „Þessi flugvél mun slá heimsmet fyrir flug umhverfis jörðina með áhöfn sem er bara konur. Ég á líka met fyrir að fljúga ein yfir Atlantshafið, ég er fyrsta indverska konan sem flýgur ein yfir Atlantshafið í svona léttri flugvél,“ útskýrir Aarohi sem hlakkar til að halda för sinni áfram. Ferðalagið er hluti af verkefni sem tengist valdeflingu kvenna sem kallast einfaldlega Women Empowerment eða WE. „Ég vil að allar stelpur eigi sér stóra drauma, leggi hart að sér og nái markmiðum sínum.“
Fréttir af flugi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent