Salmar vill greiða út 36 milljarða arð Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 09:45 Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax og Ólafur Ísleifsson, sem á sæti í atvinnuveganefnd á eldisslóðum í Noregi. Norski laxeldisrisinn Salmar hyggst greiða hluthöfum út arð sem nemur rúmlega 36 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar en þar er jafnframt bent á að Salmar sé meirihlutaeigandi í stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi eða Arnarlaxi. Þar segir jafnframt að Arnarlax sé með laxeldiskvóta sem nemur 22 þúsund tonnum. Þau verðmæti hefur Salmar augastað á en sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi. Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem fjallað hefur ítarlega um laxeldisfyrirtæki og viðskipti þeim tengdum, skrifar: „Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi með laxeldiskvóta upp á 22 þúsund tonn. Það eru í reynd þessi verðmæti sem Salmar falast eftir þar sem sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi,“ segir Ingi Freyr. Og hann heldur áfram: „Í Noregi myndu þessir fjármunir renna til norska ríkisins en á Íslandi þá kosta laxeldisleyfin ekki neitt þannig að íslenska ríkið fær enga fjármuni fyrir leyfin. Fjárfestarnir í laxeldisfyrirtækjunum geta hins vegar selt hlutabréf sín í fyrirtækjunum fyrir háar fjárhæðir þar sem laxeldiskvóti gengur kaupum og sölum fyrir hátt verð í öðrum löndum eins og Noregi.“ Vísir greindi frá því í febrúar að Salmar jók hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna. Þá var fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. Þá lá fyrir að stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hafði fengið rausnarlegt tilboð í sinn hlut en hann ákvað að selja ekki hlutabréf sín. Hann horfir til þess að þau hækki enn í verði. Fiskeldi Noregur Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af verndunarsinnum á Bíldudal Heimsfrumsýning á Artifishal í kvöld. 10. apríl 2019 13:09 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norski laxeldisrisinn Salmar hyggst greiða hluthöfum út arð sem nemur rúmlega 36 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar en þar er jafnframt bent á að Salmar sé meirihlutaeigandi í stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi eða Arnarlaxi. Þar segir jafnframt að Arnarlax sé með laxeldiskvóta sem nemur 22 þúsund tonnum. Þau verðmæti hefur Salmar augastað á en sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi. Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem fjallað hefur ítarlega um laxeldisfyrirtæki og viðskipti þeim tengdum, skrifar: „Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi með laxeldiskvóta upp á 22 þúsund tonn. Það eru í reynd þessi verðmæti sem Salmar falast eftir þar sem sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi,“ segir Ingi Freyr. Og hann heldur áfram: „Í Noregi myndu þessir fjármunir renna til norska ríkisins en á Íslandi þá kosta laxeldisleyfin ekki neitt þannig að íslenska ríkið fær enga fjármuni fyrir leyfin. Fjárfestarnir í laxeldisfyrirtækjunum geta hins vegar selt hlutabréf sín í fyrirtækjunum fyrir háar fjárhæðir þar sem laxeldiskvóti gengur kaupum og sölum fyrir hátt verð í öðrum löndum eins og Noregi.“ Vísir greindi frá því í febrúar að Salmar jók hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna. Þá var fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. Þá lá fyrir að stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hafði fengið rausnarlegt tilboð í sinn hlut en hann ákvað að selja ekki hlutabréf sín. Hann horfir til þess að þau hækki enn í verði.
Fiskeldi Noregur Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af verndunarsinnum á Bíldudal Heimsfrumsýning á Artifishal í kvöld. 10. apríl 2019 13:09 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af verndunarsinnum á Bíldudal Heimsfrumsýning á Artifishal í kvöld. 10. apríl 2019 13:09
Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20