Framkvæmdir við byggingu kirkjunnar hófust á tólftu öld og lauk ekki fyrr en á þeirri fjórtándu. Ljóst má vera að ómetanleg verðmæti hafa orðið eldinum að bráð, þó að tekist hafi að bjarga listaverkasafni kirkjunnar.
Kirkjuspíran, sem reist var á árunum 1220 til 1230, hrundi fyrr í kvöld, þakið féll saman og hefur Reuters greint frá því að eldurinn hafi breiðst út til annars kirkjuturnsins.
Að neðan má sjá nokkrar myndir af brunanum.







