Forvitin augu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2019 08:00 Sama hvaða skoðun fólk hefur á Julian Assange, útgefanda Wikileaks, þá blasir við að fangelsun hans nýverið og yfirvofandi framsal til Bandaríkjanna er meiriháttar ógn við sjálfstæði og öryggi blaðamanna, ritstjóra og útgefenda vítt og breitt um heiminn. Fari svo að Bretar verði við ósk bandarískra dómsmálayfirvalda um framsal — á grundvelli óljósrar ákæru á hendur Assange um netglæpi — er næsta víst að margra ára átök taki við um gildi og aðferðir blaðamennsku á stafrænni öld, um vernd heimildarmanna og hvernig þeir koma upplýsingum til blaðamanna. Eins og er stendur ekki til að sækja Assange til saka fyrir birtingu trúnaðargagna, heldur er honum gefið að sök að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að hylja stafræna slóð sína er hún kom gögnum í hendur Wikileaks. Þetta eru gögn sem áttu ótvírætt erindi í fjölmiðla og var fyrst greint frá hér á landi. Sú birting sýndi hvernig bandarískir hermenn hlógu er þeir skutu á og drápu hermenn, óbreytta borgara og tvo blaðamenn Reuters úr herþyrlu í Írak árið 2010. Manning sat á bak við lás og slá í sjö ár eftir að hafa verið dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks. Hún hefur á ný verið fangelsuð, að þessu sinni fyrir að neita að tjá sig um glæpi sem Obama Bandaríkjaforseti hafði náðað hana fyrir. Linnulaus barátta bandarískra yfirvalda til að koma Assange á bak við lás og slá er birtingarmynd þeirra eitruðu stjórnmála sem stunduð eru í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þar sem frjálsir fjölmiðlar eru sagðir vera verstu óvinir almennings, eins og Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir. Heiftin er slík að hún þekkir ekki landamæri. Enginn er öruggur ef hann er sagður vinna gegn hagsmunum stjórnvalda. Þannig varðar mál Julian Assange alla blaðamenn, og þar með alla þá sem kjósa að búa í upplýstu og frjálsu samfélagi. Hámarksrefsing fyrir þau brot sem Assange er sakaður um núna er fimm ár. Hins vegar er ekki útilokað, og ætti þar með að vera álitið öruggt, að Assange verði á seinni stigum málsins ákærður fyrir brot á bandarísku njósnalöggjöfinni. Brot sem fela í sér þann möguleika að Assange verði fangelsaður fyrir lífstíð, eða jafnvel tekinn af lífi. Fari það svo að Bretar framselji Assange til Bandaríkjanna, þá mun það verða þeim sem eru við stjórnvölinn þar í landi til ævarandi skammar enda blasir við að málið gegn Assange er knúið áfram af annarlegum pólitískum hvötum og til þess eins að refsa blaðamönnum og heimildarmönnum þeirra. Það er vel við hæfi að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mál Assange verði leyst með þeim hætti sem sæmir siðuðum ríkjum, slíkt væri viðeigandi á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Eins ættu blaðamenn hér á landi að láta mál Assange sig varða, enda tekur það til atriða sem liggja til grundvallar í starfi blaðamanna á 21. öldinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mál Julians Assange Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Sama hvaða skoðun fólk hefur á Julian Assange, útgefanda Wikileaks, þá blasir við að fangelsun hans nýverið og yfirvofandi framsal til Bandaríkjanna er meiriháttar ógn við sjálfstæði og öryggi blaðamanna, ritstjóra og útgefenda vítt og breitt um heiminn. Fari svo að Bretar verði við ósk bandarískra dómsmálayfirvalda um framsal — á grundvelli óljósrar ákæru á hendur Assange um netglæpi — er næsta víst að margra ára átök taki við um gildi og aðferðir blaðamennsku á stafrænni öld, um vernd heimildarmanna og hvernig þeir koma upplýsingum til blaðamanna. Eins og er stendur ekki til að sækja Assange til saka fyrir birtingu trúnaðargagna, heldur er honum gefið að sök að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að hylja stafræna slóð sína er hún kom gögnum í hendur Wikileaks. Þetta eru gögn sem áttu ótvírætt erindi í fjölmiðla og var fyrst greint frá hér á landi. Sú birting sýndi hvernig bandarískir hermenn hlógu er þeir skutu á og drápu hermenn, óbreytta borgara og tvo blaðamenn Reuters úr herþyrlu í Írak árið 2010. Manning sat á bak við lás og slá í sjö ár eftir að hafa verið dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum til Wikileaks. Hún hefur á ný verið fangelsuð, að þessu sinni fyrir að neita að tjá sig um glæpi sem Obama Bandaríkjaforseti hafði náðað hana fyrir. Linnulaus barátta bandarískra yfirvalda til að koma Assange á bak við lás og slá er birtingarmynd þeirra eitruðu stjórnmála sem stunduð eru í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þar sem frjálsir fjölmiðlar eru sagðir vera verstu óvinir almennings, eins og Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir. Heiftin er slík að hún þekkir ekki landamæri. Enginn er öruggur ef hann er sagður vinna gegn hagsmunum stjórnvalda. Þannig varðar mál Julian Assange alla blaðamenn, og þar með alla þá sem kjósa að búa í upplýstu og frjálsu samfélagi. Hámarksrefsing fyrir þau brot sem Assange er sakaður um núna er fimm ár. Hins vegar er ekki útilokað, og ætti þar með að vera álitið öruggt, að Assange verði á seinni stigum málsins ákærður fyrir brot á bandarísku njósnalöggjöfinni. Brot sem fela í sér þann möguleika að Assange verði fangelsaður fyrir lífstíð, eða jafnvel tekinn af lífi. Fari það svo að Bretar framselji Assange til Bandaríkjanna, þá mun það verða þeim sem eru við stjórnvölinn þar í landi til ævarandi skammar enda blasir við að málið gegn Assange er knúið áfram af annarlegum pólitískum hvötum og til þess eins að refsa blaðamönnum og heimildarmönnum þeirra. Það er vel við hæfi að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að mál Assange verði leyst með þeim hætti sem sæmir siðuðum ríkjum, slíkt væri viðeigandi á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Eins ættu blaðamenn hér á landi að láta mál Assange sig varða, enda tekur það til atriða sem liggja til grundvallar í starfi blaðamanna á 21. öldinni.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun