Viðhafnarsprenging í Dýrafirði á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2019 17:15 Byrjað var að grafa frá jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar í júlí 2017. Fjær sést í Mjólkárvirkjun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Boðað hefur verið til mannfagnaðar í Dýrafirði á morgun í tilefni þess að þá verður slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Áformað er að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra rjúfi síðasta haftið með sérstakri viðhafnarsprengingu klukkan 14.30. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð á Íslandi gengið jafn vel og þessi. Fyrsta sprenging var þann 14. september 2017 og tók því aðeins nítján mánuði að bora þessa 5.300 metra. Engar alvarlegar tafir hafa orðið á verktíma og hvorki vatnsæðar né erfitt berg truflað verkið. Þá var sett Íslandsmet í gangnagreftri í byrjun ársins þegar bormönnum tókst að grafa 111 metra á einni viku.Frá Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöng leysa af þennan erfiða fjallveg.Vísir/Egill.Verktakarnir Suðurverk og Metrostav bjóða til hátíðarhaldanna og er áhugasömum bent á að mæta á bílastæði við Kjaranstaði innan við Dýrafjarðarbrú klukkan 12.45. Stór rúta mun ferja fólk þaðan inn á vinnusvæðið. Einnig munu tvær rútur flytja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka, að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Fólki er bent á að taka mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði. Tekið er fram að ekki sé stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið. Formleg dagskrá hefst klukkan 14 með ávörpum. Karlakórinn Ernir flytur 2-3 lög áður en ráðherra sprengir. Síðan verður gestum boðið á að fara með smárútum inn í jarðgöngin að gegnumbrotinu en þar verða kaffiveitingar í útskoti. Þar gefst fólki jafnframt kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum. Gert er ráð fyrir að smárútur ferji fólk út úr göngum klukkan 15.30 og í stærri rútur og klukkan 17 verður síðasti útmokstur verktaka. Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Boðað hefur verið til mannfagnaðar í Dýrafirði á morgun í tilefni þess að þá verður slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Áformað er að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra rjúfi síðasta haftið með sérstakri viðhafnarsprengingu klukkan 14.30. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð á Íslandi gengið jafn vel og þessi. Fyrsta sprenging var þann 14. september 2017 og tók því aðeins nítján mánuði að bora þessa 5.300 metra. Engar alvarlegar tafir hafa orðið á verktíma og hvorki vatnsæðar né erfitt berg truflað verkið. Þá var sett Íslandsmet í gangnagreftri í byrjun ársins þegar bormönnum tókst að grafa 111 metra á einni viku.Frá Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöng leysa af þennan erfiða fjallveg.Vísir/Egill.Verktakarnir Suðurverk og Metrostav bjóða til hátíðarhaldanna og er áhugasömum bent á að mæta á bílastæði við Kjaranstaði innan við Dýrafjarðarbrú klukkan 12.45. Stór rúta mun ferja fólk þaðan inn á vinnusvæðið. Einnig munu tvær rútur flytja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka, að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Fólki er bent á að taka mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði. Tekið er fram að ekki sé stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið. Formleg dagskrá hefst klukkan 14 með ávörpum. Karlakórinn Ernir flytur 2-3 lög áður en ráðherra sprengir. Síðan verður gestum boðið á að fara með smárútum inn í jarðgöngin að gegnumbrotinu en þar verða kaffiveitingar í útskoti. Þar gefst fólki jafnframt kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum. Gert er ráð fyrir að smárútur ferji fólk út úr göngum klukkan 15.30 og í stærri rútur og klukkan 17 verður síðasti útmokstur verktaka.
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45