Allir klárir fyrir aldamótatónleikana og Hreimur ætlar að aflita á sér hárið Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2019 10:30 Gunnar, Birgitta og Hreimur verða öll á sviðinu. Í lok mánaðarins ætla vinsælustu hljómsveitir landsins í kringum aldamótin að koma saman á tónleikum 26. apríl og upplifa aftur stemninguna sem myndaðist fyrir um tveimur áratugum síðan. Kjartan Atli Kjartansson hitti þau Hreim Örn Heimisson, úr Landi og sonum, Gunnar Ólason úr Skítamóral og sjálfa Birgittu Haukdal úr Írafári í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og rifjaði upp skemmtilega tíma frá þessum árum. „Þetta var algjör partítími. Aldamótagiggið var eitt af mínum fyrstu giggum, á Grundafirði og það var geðveikt,“ segir Birgitta Haukdal. Eftir að þessar þrjár hljómsveitir stigu af sviðinu kom enginn í staðinn inn í stveitaballamenninguna. „Það kom bara eitthvað öðruvísi inn, öðruvísi tónlist. Það hefur komið út mjög mikið af íslenskri tónlist og böndum en ekki svona týpísk íslensk sveitaballabönd.“ „Íslendingar urðu í raun bara og svöl fyrir poppstjörnur. Það er enginn poppstjarna með fólk gangandi á eftir þeim í eftirdragi í dag. Það var bara miklu meira tómarúm fyrir þetta þarna. Í dag er svo margt annað til að ná athygli fólks eins og samfélagsmiðlar og annað,“ segir Hreimur. Í kringum aldamótin var Hreimur valinn kynþokkafyllsta poppstjarna landsins tvö ár í röð.Birgitta, Hreimur og Gunni Óla á sínum tíma.„Ég var ekkert rosalega stoltur af þessu þarna og fannst þetta frekar kjánalegt. Í dag finnst mér þetta geðveikt. Að dóttir mín, sem er að fara fermast finni einhvern verðlaunagrip og spyr hvað þetta sé. Þetta er bara gamli, tvö ár í röð babí, tvö ár í röð. Ég er mjög stoltur af þessu í dag,“ segir Hreimur léttur. Þau segja öll að börnin þeirra átti sig í raun ekki á því hversu þekktir foreldrar þeirra voru á sínum tíma hér á landi. „Stelpan mín sem er ellefu ára veit kannski aðeins að pabbi er pínu frægur en hin eiga bara eftir að átta sig á þessu,“ segir Gunni Óla og hlær. Sveitirnar ferðuðust víða um landið á þessum tíma og þurftu því góða rútu. Skítamórall fékk rútu senda frá Þýskalandi sem var áður í notkun hjá þýsku stórsveitinni Ramstein. „Við keyptum notaða rútu sem Ramstein hafði túrað í. Við létum innrétta þetta fyrir okkur. Þrettán kojur, koníaksstofa og sjónvarpsherbergi. Við bjuggum bara í þessu nánast allar helgar og það varð að fara svolítið vel um menn,“ segir Gunni Óla. Uppselt varð strax á aldamótatónleika þeirra mjög fljótt og var strax bætt við aukatónleikum. Hreimur ætlar að fara alla leið og aflita á sér hárið fyrir tónleikana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Í lok mánaðarins ætla vinsælustu hljómsveitir landsins í kringum aldamótin að koma saman á tónleikum 26. apríl og upplifa aftur stemninguna sem myndaðist fyrir um tveimur áratugum síðan. Kjartan Atli Kjartansson hitti þau Hreim Örn Heimisson, úr Landi og sonum, Gunnar Ólason úr Skítamóral og sjálfa Birgittu Haukdal úr Írafári í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og rifjaði upp skemmtilega tíma frá þessum árum. „Þetta var algjör partítími. Aldamótagiggið var eitt af mínum fyrstu giggum, á Grundafirði og það var geðveikt,“ segir Birgitta Haukdal. Eftir að þessar þrjár hljómsveitir stigu af sviðinu kom enginn í staðinn inn í stveitaballamenninguna. „Það kom bara eitthvað öðruvísi inn, öðruvísi tónlist. Það hefur komið út mjög mikið af íslenskri tónlist og böndum en ekki svona týpísk íslensk sveitaballabönd.“ „Íslendingar urðu í raun bara og svöl fyrir poppstjörnur. Það er enginn poppstjarna með fólk gangandi á eftir þeim í eftirdragi í dag. Það var bara miklu meira tómarúm fyrir þetta þarna. Í dag er svo margt annað til að ná athygli fólks eins og samfélagsmiðlar og annað,“ segir Hreimur. Í kringum aldamótin var Hreimur valinn kynþokkafyllsta poppstjarna landsins tvö ár í röð.Birgitta, Hreimur og Gunni Óla á sínum tíma.„Ég var ekkert rosalega stoltur af þessu þarna og fannst þetta frekar kjánalegt. Í dag finnst mér þetta geðveikt. Að dóttir mín, sem er að fara fermast finni einhvern verðlaunagrip og spyr hvað þetta sé. Þetta er bara gamli, tvö ár í röð babí, tvö ár í röð. Ég er mjög stoltur af þessu í dag,“ segir Hreimur léttur. Þau segja öll að börnin þeirra átti sig í raun ekki á því hversu þekktir foreldrar þeirra voru á sínum tíma hér á landi. „Stelpan mín sem er ellefu ára veit kannski aðeins að pabbi er pínu frægur en hin eiga bara eftir að átta sig á þessu,“ segir Gunni Óla og hlær. Sveitirnar ferðuðust víða um landið á þessum tíma og þurftu því góða rútu. Skítamórall fékk rútu senda frá Þýskalandi sem var áður í notkun hjá þýsku stórsveitinni Ramstein. „Við keyptum notaða rútu sem Ramstein hafði túrað í. Við létum innrétta þetta fyrir okkur. Þrettán kojur, koníaksstofa og sjónvarpsherbergi. Við bjuggum bara í þessu nánast allar helgar og það varð að fara svolítið vel um menn,“ segir Gunni Óla. Uppselt varð strax á aldamótatónleika þeirra mjög fljótt og var strax bætt við aukatónleikum. Hreimur ætlar að fara alla leið og aflita á sér hárið fyrir tónleikana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira