Er mest fyrir okkur gert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 10:15 Gömlu skólabræðurnir Egill, Benedikt Helgi og Rúnar Þór njóta þess að ferðast saman, spjalla saman og spila saman. „Þetta er í fimmta skipti sem við komum vestur að spila, Egill Ólafsson og Benedikt Helgi Benediktsson í hljómsveitinni Rassar sem við stofnuðum á Núpi árið 1969,“ segir Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður, staddur í sínum gamla heimabæ, Ísafirði, þegar ég hringi í hann. Hann segir sömu hljóðfæraskipan hjá Rössum þá og nú. „Ég spila á gítar og bassa og Egill líka. Gerum það til skiptis eins og í gamla daga. Þá var náttúrlega ekkert internet og ekki einu sinni plötuspilari í skólanum, þannig að Egill spilaði allt á gítarinn sem hann kunni og þá spilaði ég á bassann, svo þegar hann var búinn með sín lög spilaði ég á gítarinn og hann tók við bassanum. Þurftum lítið að æfa, bara spila eftir minni. Benedikt var trommuleikari og er enn. Hljómsveitin Cream, með Ginger Baker, Jack Bruce og Eric Clapton, var voða vinsæl þessum tíma og við gerðum mikið af því að stæla hana.“Áttuð þið hljóðfærin sjálfir? „Við fengum lánaðan bassa frá einhverjum Súgfirðingi en Benni bjó á Núpi og var þar með sitt hafurtask, þar á meðal trommur.“ Rúnar Þór segir þá Egil bara hafa verið á Núpi þennan eina vetur. Báðir héldu áfram í tónlist eins og alþjóð veit.Fimmtán ára á Núpi, þar sem Rassar spiluðu mánaðarlega á dansæfingum.En hvað um Benedikt? „Hann fór í lögguna og er nýhættur sem rannsóknarlögreglumaður. Hefur held ég bara trommað með okkur. En það sem er svo merkilegt er hvað vináttan verður mikil á þessu aldri. Menn fara svo nálægt hverjir öðrum, því verða tengslin svo sterk.“ Rassar spiluðu í Húsinu á Ísafirði í gærkveldi en í kvöld eru þeir á Þingeyri. Spurður hvort sveitin gangi að sínum aðdáendum vísum fyrir vestan svarar Rúnar Þór: „Þetta er mest fyrir okkur gert. Við höfum gaman af að ferðast saman, spila saman og kjafta saman. Stoppum á leiðinni á bæ sem ég var í sveit á, á Reykjanesinu.“Er sama fólk þar enn þá? „Nei, en nýtt blóð skiptir engu máli og bærinn er eins. Ég held tryggð við staðinn, var þrjú sumur þar, tíu, ellefu og tólf ára, og leið vel en þurfti að hætta út af hljómsveitabrölti.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er í fimmta skipti sem við komum vestur að spila, Egill Ólafsson og Benedikt Helgi Benediktsson í hljómsveitinni Rassar sem við stofnuðum á Núpi árið 1969,“ segir Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður, staddur í sínum gamla heimabæ, Ísafirði, þegar ég hringi í hann. Hann segir sömu hljóðfæraskipan hjá Rössum þá og nú. „Ég spila á gítar og bassa og Egill líka. Gerum það til skiptis eins og í gamla daga. Þá var náttúrlega ekkert internet og ekki einu sinni plötuspilari í skólanum, þannig að Egill spilaði allt á gítarinn sem hann kunni og þá spilaði ég á bassann, svo þegar hann var búinn með sín lög spilaði ég á gítarinn og hann tók við bassanum. Þurftum lítið að æfa, bara spila eftir minni. Benedikt var trommuleikari og er enn. Hljómsveitin Cream, með Ginger Baker, Jack Bruce og Eric Clapton, var voða vinsæl þessum tíma og við gerðum mikið af því að stæla hana.“Áttuð þið hljóðfærin sjálfir? „Við fengum lánaðan bassa frá einhverjum Súgfirðingi en Benni bjó á Núpi og var þar með sitt hafurtask, þar á meðal trommur.“ Rúnar Þór segir þá Egil bara hafa verið á Núpi þennan eina vetur. Báðir héldu áfram í tónlist eins og alþjóð veit.Fimmtán ára á Núpi, þar sem Rassar spiluðu mánaðarlega á dansæfingum.En hvað um Benedikt? „Hann fór í lögguna og er nýhættur sem rannsóknarlögreglumaður. Hefur held ég bara trommað með okkur. En það sem er svo merkilegt er hvað vináttan verður mikil á þessu aldri. Menn fara svo nálægt hverjir öðrum, því verða tengslin svo sterk.“ Rassar spiluðu í Húsinu á Ísafirði í gærkveldi en í kvöld eru þeir á Þingeyri. Spurður hvort sveitin gangi að sínum aðdáendum vísum fyrir vestan svarar Rúnar Þór: „Þetta er mest fyrir okkur gert. Við höfum gaman af að ferðast saman, spila saman og kjafta saman. Stoppum á leiðinni á bæ sem ég var í sveit á, á Reykjanesinu.“Er sama fólk þar enn þá? „Nei, en nýtt blóð skiptir engu máli og bærinn er eins. Ég held tryggð við staðinn, var þrjú sumur þar, tíu, ellefu og tólf ára, og leið vel en þurfti að hætta út af hljómsveitabrölti.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira