Íslandsmeistarar Vals og Víkingur eigast við í opnunarleiknum 26. apríl, eftir átta daga. Það var því ekki seinna vænna að Pepsi Max Mörkin færu að keyra upp stemninguna fyrir deildinni og var auglýsing fyrir þáttinn frumsýnd í kvöld.
Þar fer Hörður Magnússon, þáttastjórnandi, með leiksigur í frábærri auglýsingu. Sjón er sögu ríkari og má sjá auglýsinguna hér að neðan.
Fyrsti þáttur Pepsi Max Markanna, upphitunarþátturinn, er á dagskrá á Stöð 2 Sport 25. apríl klukkan 21:15.
Hver ætlar að vera með @HoddiMagnusson í sumar? #pepsimaxmorkin#pepsimaxdeildinpic.twitter.com/lCng8NANjB
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) April 18, 2019