BBC hefur eftir talsmanni kjörstjórnar að nýjustu tölur bendi til að AKP hafi sömuleiðis misst meirihluta í stærstu borg landsins, Istanbul.
Bandalag flokka undir forystu AKP hlaut rúmlega 51 prósent atkvæða á landsvísu í sveitarstjórnarkosningunum samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn.
Erdogan sagði fyrir kosningarnar að þær snerust um það landið og flokkurinn „komist lífs af“. Margir hafa litið á kosningarnar sem atkvæðagreiðslu um Erdogan og stjórn hans. Alls voru um 57 milljónir manna á kjörskrá.
Mansur Yavas, fulltrúi Þjóðarflokksins (CHP), vann sigur í höfuðborginni Ankara, en flokkurinn berst fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju, öfugt við AKP. Í Istanbul stefnir í sigur Ekrem Imamoglu, borgarstjóraefni CHP, en þar er naumt á munum og á enn eftir að telja öll atkvæði.