Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2019 10:58 Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. AP/Bernat Armangue Yfirvöld Norður-Kóreu segja árásina á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverk. Þau krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað FBI og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Tvær alþjóðlegar handtökuskipanir hafa verið gefnar út vegna málsins.Sjá einnig: Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessiÍ fyrstu yfirlýsingu Norður-Kóreu vegna málsins, sem birt var á vef KCNA, fjölmiðils Norður-Kóreu í gær, segir að um „alvarlega hryðjuverkaárás“ sé að ræða og er því einnig haldið fram að starfsmenn sendiráðsins hafi verið pyntaðir.Þá er haft eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að ríkið búist við því að Spánverjar rannsaki málið, finni sökudólgana og þá sem eiga að halda í strengi þeirra.El País í Madríd hefur heimildir fyrir því að minnst tveir árásarmannanna tengist Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með einhverjum hætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir þó að árásin komi Bandaríkjunum ekkert við.Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að Adrian Hong Chang. Sá maður er 35 ára gamall og rekur uppruna sinn til Norður-Kóreu. Hann býr þó í Bandaríkjunum en er ríkisborgari Mexíkó. Heimildarmenn El País segir hann vara málaliða og verið er að rannsaka hvort hann hafi komið að öðrum aðgerðum gegn Norður-Kóreu. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja árásina á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverk. Þau krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað FBI og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Tvær alþjóðlegar handtökuskipanir hafa verið gefnar út vegna málsins.Sjá einnig: Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessiÍ fyrstu yfirlýsingu Norður-Kóreu vegna málsins, sem birt var á vef KCNA, fjölmiðils Norður-Kóreu í gær, segir að um „alvarlega hryðjuverkaárás“ sé að ræða og er því einnig haldið fram að starfsmenn sendiráðsins hafi verið pyntaðir.Þá er haft eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að ríkið búist við því að Spánverjar rannsaki málið, finni sökudólgana og þá sem eiga að halda í strengi þeirra.El País í Madríd hefur heimildir fyrir því að minnst tveir árásarmannanna tengist Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með einhverjum hætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir þó að árásin komi Bandaríkjunum ekkert við.Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að Adrian Hong Chang. Sá maður er 35 ára gamall og rekur uppruna sinn til Norður-Kóreu. Hann býr þó í Bandaríkjunum en er ríkisborgari Mexíkó. Heimildarmenn El País segir hann vara málaliða og verið er að rannsaka hvort hann hafi komið að öðrum aðgerðum gegn Norður-Kóreu.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18
Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43
Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent