Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Sylvía Hall skrifar 1. apríl 2019 18:15 Einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur og þjónar hjá WOW air fá ekki atvinnuleysisbætur séu þeir í fullu námi. WOW air Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. Verandi í námi eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysisbótum en hafa verið of tekjuháir til þess að geta leitað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Starfsmennirnir hafa leitað til Vinnumálastofnunar og óskað eftir því að undanþága verði gerð til þess að koma til móts við þá sem sjá fram á mikið tekjutap vegna atvinnumissis en eins og kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi þann 28. mars síðastliðinn, aðeins þremur dögum fyrir mánaðamót. Starfsmönnunum hafa borist þau svör að ekki verði hægt að veita undanþágu frá reglunum. Ef einstaklingur er í 10 til 20 einingum þarf að gera skerðingarsamning sem þarfnast staðfestingu frá háskóla. 11 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 37% en 20 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 66%. Þeir einstaklingar sem eru í meira en 20 einingum geta ekki komið inn á atvinnuleysisskrá án þess að skrá sig úr áföngum en fullt nám á hverri önn eru 30 einingar.Dæmi um að flugfreyjur hafi sagt úr námi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það rétt að fjöldi starfsmanna WOW air hafi leitað til þeirra á síðustu dögum, þar á meðal námsmenn. Staðan sem nú sé komin upp er nánast fordæmalaus enda rúmlega þúsund manns sem misstu vinnuna á einu bretti. Hún segir þó lögin vera skýr um málefni námsmanna en líkt og áður kom fram geta einstaklingar í fullu námi ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Hún hvetur þó fólk til þess að leita til ráðgjafa vinnumálastofnunnar þurfi það á aðstoð að halda en ljóst er að stór hópur námsmanna, sem áður störfuðu hjá WOW air, verði tekjulausir um næstu mánaðamót. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hún viti um einstaka félagsmenn sem hafi neyðst til að skrá sig úr námi til að eiga rétt á úrræði. Hún segir einhverja tugi félagsmenn falla á milli þilja, það er að eiga annað hvort ekki rétt á atvinnuleysisbótum eða námsláni, sökum þess að vera í fullu námi meðfram fullu starfi. „Það er grafalvarlegt þegar kemur upp sú staða að ekkert sé til staðar í kerfinu sem grípur námsmann í þessari stöðu,“ segir Berglind. WOW Air Tengdar fréttir Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16 Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. Verandi í námi eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysisbótum en hafa verið of tekjuháir til þess að geta leitað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Starfsmennirnir hafa leitað til Vinnumálastofnunar og óskað eftir því að undanþága verði gerð til þess að koma til móts við þá sem sjá fram á mikið tekjutap vegna atvinnumissis en eins og kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi þann 28. mars síðastliðinn, aðeins þremur dögum fyrir mánaðamót. Starfsmönnunum hafa borist þau svör að ekki verði hægt að veita undanþágu frá reglunum. Ef einstaklingur er í 10 til 20 einingum þarf að gera skerðingarsamning sem þarfnast staðfestingu frá háskóla. 11 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 37% en 20 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 66%. Þeir einstaklingar sem eru í meira en 20 einingum geta ekki komið inn á atvinnuleysisskrá án þess að skrá sig úr áföngum en fullt nám á hverri önn eru 30 einingar.Dæmi um að flugfreyjur hafi sagt úr námi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það rétt að fjöldi starfsmanna WOW air hafi leitað til þeirra á síðustu dögum, þar á meðal námsmenn. Staðan sem nú sé komin upp er nánast fordæmalaus enda rúmlega þúsund manns sem misstu vinnuna á einu bretti. Hún segir þó lögin vera skýr um málefni námsmanna en líkt og áður kom fram geta einstaklingar í fullu námi ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Hún hvetur þó fólk til þess að leita til ráðgjafa vinnumálastofnunnar þurfi það á aðstoð að halda en ljóst er að stór hópur námsmanna, sem áður störfuðu hjá WOW air, verði tekjulausir um næstu mánaðamót. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hún viti um einstaka félagsmenn sem hafi neyðst til að skrá sig úr námi til að eiga rétt á úrræði. Hún segir einhverja tugi félagsmenn falla á milli þilja, það er að eiga annað hvort ekki rétt á atvinnuleysisbótum eða námsláni, sökum þess að vera í fullu námi meðfram fullu starfi. „Það er grafalvarlegt þegar kemur upp sú staða að ekkert sé til staðar í kerfinu sem grípur námsmann í þessari stöðu,“ segir Berglind.
WOW Air Tengdar fréttir Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16 Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16
Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33