Banna reykingar í Disney-görðum Elín Albertsdóttir skrifar 2. apríl 2019 12:00 Það er alltaf mikið um dýrðir í Disney-garðinum í Orlando og skemmtilegar fígúrur á ferðinni. Þeir verða færri og færri staðirnir þar sem reykingafólk getur dregið að sér smók utandyra. 1. maí fækkar þeim stöðum í Bandaríkjunum þar sem má reykja, meðal þeirra eru Disney-garðarnir. Margir Íslendingar heimsækja Disney-garða og þess vegna er gott að vera með reglurnar á hreinu. Disney-garðar í Flórída og í Kaliforníu-verða reyklausir þann 1. maí. „Við viljum að fjölskyldur komi í garðana og upplifi ánægjulega heimsókn,“ segir Liz Jaeger, talsmaður Disney, í samtali við The New York Times. „Starfsmenn munu biðja reykjandi gesti að yfirgefa garðinn en þeim er uppálagt að framfylgja banninu,“ segir hún. „Garðarnir eiga að vera reyklausir.“ Gestir sem vilja reykja á eignum Walt Disney verða að fara út fyrir öryggissvæðið á sérstaklega merkta staði til þess. Þetta á bæði við um skemmti- og vatnagarða Disney. „Við gerum allt til að gera garðana skemmtilega að heimsækja og þar á meðal viljum við að börn og fullorðnir geti gengið án þess að verða fyrir óbeinum reykingum.“ Reykingabannið nær einnig til þeirra sem nota rafrettur og veip. Reykingabannið á eingöngu við Disney-garða í Bandaríkjunum. Bannið gildir því ekki í Disney-görðum í Frakklandi, Kína og í Japan.Söngkonan Ariana Grande gefur hér Mikka mús koss við kastala Öskubusku í Orlando-garðinum.Gestir sem reykja í óleyfi á herbergjum hótela í garðinum, á svölum eða veröndum eiga á hættu að verða sektaðir um 250-500 dali. Þurrís sem notaður eru til að halda drykkjum köldum verður sömuleiðis bannaður. Gestir sem koma með drykkjarföng með sér í kæliboxum fá klaka inni í garðinum. Árið 2015 varð Disney stærsta Hollywood-stúdíóið til að fjarlægja reykingar úr kvikmyndum sem ætlaðar eru yngri áhorfendum. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að Disney myndi banna reykingar í kvikmyndum Marvel Studios, Lucas Film, Pixar og Disney.Engir stórir barnavagnar Einnig verða teknar upp nýjar reglur varðandi barnavagna sem koma inn á svæðið. Þeir mega ekki vera stærri en 79x132 cm. Foreldrar ungra barna með stóra vagna þurfa að leggja eigin vagni og leigja minni barnavagn eða -kerru í garðinum. Walt Disney-fyrirtækið er eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum heims. Það var stofnað árið 1923 af bræðrunum Walt og Roy Disney. Fyrir utan kvikmyndaverin á fyrirtækið ellefu skemmtigarða ásamt nokkrum sjónvarpsstöðvum. Walt Disney World í Orlando í Flórída var opnaður 1965 en Disneyland í Kaliforníu tíu árum fyrr. Disney-garðarnir eru gríðarvinsælir ævintýraheimar sem meira en 50 milljónir manna heimsækja árlega og eru þeir þar af leiðandi mest sóttu skemmtigarðar í heimi. Garðurinn í Flórída hefur vaxið hratt og svæðið í dag er tvisvar sinnum stærra en Manhattan í New York. Til gamans má geta þess að á hverjum degi eru steiktir yfir 10 milljón hamborgarar og afgreiddar um 6 milljón pylsur í garðinum. Á hverju ári drekka gestir 13 milljónir flaska af vatni og 75 milljónir Coca-Cola drykkja. Starfsmenn Walt Disney í Bandaríkjunum eru yfir 70 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Þeir verða færri og færri staðirnir þar sem reykingafólk getur dregið að sér smók utandyra. 1. maí fækkar þeim stöðum í Bandaríkjunum þar sem má reykja, meðal þeirra eru Disney-garðarnir. Margir Íslendingar heimsækja Disney-garða og þess vegna er gott að vera með reglurnar á hreinu. Disney-garðar í Flórída og í Kaliforníu-verða reyklausir þann 1. maí. „Við viljum að fjölskyldur komi í garðana og upplifi ánægjulega heimsókn,“ segir Liz Jaeger, talsmaður Disney, í samtali við The New York Times. „Starfsmenn munu biðja reykjandi gesti að yfirgefa garðinn en þeim er uppálagt að framfylgja banninu,“ segir hún. „Garðarnir eiga að vera reyklausir.“ Gestir sem vilja reykja á eignum Walt Disney verða að fara út fyrir öryggissvæðið á sérstaklega merkta staði til þess. Þetta á bæði við um skemmti- og vatnagarða Disney. „Við gerum allt til að gera garðana skemmtilega að heimsækja og þar á meðal viljum við að börn og fullorðnir geti gengið án þess að verða fyrir óbeinum reykingum.“ Reykingabannið nær einnig til þeirra sem nota rafrettur og veip. Reykingabannið á eingöngu við Disney-garða í Bandaríkjunum. Bannið gildir því ekki í Disney-görðum í Frakklandi, Kína og í Japan.Söngkonan Ariana Grande gefur hér Mikka mús koss við kastala Öskubusku í Orlando-garðinum.Gestir sem reykja í óleyfi á herbergjum hótela í garðinum, á svölum eða veröndum eiga á hættu að verða sektaðir um 250-500 dali. Þurrís sem notaður eru til að halda drykkjum köldum verður sömuleiðis bannaður. Gestir sem koma með drykkjarföng með sér í kæliboxum fá klaka inni í garðinum. Árið 2015 varð Disney stærsta Hollywood-stúdíóið til að fjarlægja reykingar úr kvikmyndum sem ætlaðar eru yngri áhorfendum. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að Disney myndi banna reykingar í kvikmyndum Marvel Studios, Lucas Film, Pixar og Disney.Engir stórir barnavagnar Einnig verða teknar upp nýjar reglur varðandi barnavagna sem koma inn á svæðið. Þeir mega ekki vera stærri en 79x132 cm. Foreldrar ungra barna með stóra vagna þurfa að leggja eigin vagni og leigja minni barnavagn eða -kerru í garðinum. Walt Disney-fyrirtækið er eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum heims. Það var stofnað árið 1923 af bræðrunum Walt og Roy Disney. Fyrir utan kvikmyndaverin á fyrirtækið ellefu skemmtigarða ásamt nokkrum sjónvarpsstöðvum. Walt Disney World í Orlando í Flórída var opnaður 1965 en Disneyland í Kaliforníu tíu árum fyrr. Disney-garðarnir eru gríðarvinsælir ævintýraheimar sem meira en 50 milljónir manna heimsækja árlega og eru þeir þar af leiðandi mest sóttu skemmtigarðar í heimi. Garðurinn í Flórída hefur vaxið hratt og svæðið í dag er tvisvar sinnum stærra en Manhattan í New York. Til gamans má geta þess að á hverjum degi eru steiktir yfir 10 milljón hamborgarar og afgreiddar um 6 milljón pylsur í garðinum. Á hverju ári drekka gestir 13 milljónir flaska af vatni og 75 milljónir Coca-Cola drykkja. Starfsmenn Walt Disney í Bandaríkjunum eru yfir 70 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira