Allt fyrir umhverfið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 10:59 Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni og sennilega kæmumst við ekki við langt án þess.. En þrátt fyrir að geta lítið gert án þess, leiðum við sjaldan hugann að því. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum einfaldlega að rafmagni sem sjálsögðum hlut sem á að vera til staðar þar sem við erum hverju sinni, þegar okkur hentar - alltaf. Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi og þá veltir maður fyrir sér – hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins?GRÆNT Í GEGN Við sem búum á Íslandi erum heppin að hafa gott, öruggt og stöðugt aðgengi að rafmagni sem framleitt er á umhverfisvænni hátt en gengur og gerist víðsvegar um heiminn. Við sækjum líka heitt vatn eftir þörfum en þurfum að leiða hugann að því að orkuauðlindir eru verðmætar og ekki óþrjótandi. Við hjá Orku náttúrunnar leggjum áherslu á að tryggja viðskiptavinum okkar aðgengi að rafmagni sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Enn fremur hefur ON tekið frumkvæði á Íslandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, meðal annars með því að opna hringveginn með um 50 hlöðum. Það er samfélagslega ábyrgt að fyrirtæki setji sér skýr markmið í umhverfis- og loftlagsmálum og stuðli þannig að frekari framþróun í málaflokkunum. Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisspor við orkuvinnslu og hjálpa viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.SPORLAUS VINNSLAVið höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu og notum þrjár meginleiðir að því marki. Fyrst ber að nefna þá leið að þróa lausnir til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar og þar með minnka áhrif á hverja framleidda einingu. Í öðru lagi hefur vísindafólk okkar þróað aðferð til að binda koltvísýring í grjót, en þessi tækni býður upp á mikla möguleika sem eru í stöðugri þróun. Í þriðja lagi með hagnýtingu þess koltvísýrings sem losnar við orkuframleiðslu með jarðvarma. Þannig mun skapast vettvangur til nýsköpunar og tækifæri fyrir hátækniiðnað í Jarðhitagarði ON í Ölfusi.BÆTUM ANDRÚMSLOFTIÐ – SAMANÞað skiptir okkur öllu máli að vera leiðandi í framleiðslu umhverfisvænnar orku hér á landi og ætlar ON að halda þeirri vegferð áfram með sitt öfluga vísindafólk fremst í flokki. Við ætlum einnig að leggja okkar af mörkum til að auka veg og vanda umhverfisvænna bíla, meðal annars með því að þétta hlöðunetið enn frekar og auka fræðslu um orkuskiptin og umhverfisvænan lífsstíl. Þegar allt kemur til alls er þessi orka náttúrunnar, sem við berum ábyrgð á, grundvöllur lífsgæða okkar.Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni og sennilega kæmumst við ekki við langt án þess.. En þrátt fyrir að geta lítið gert án þess, leiðum við sjaldan hugann að því. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum einfaldlega að rafmagni sem sjálsögðum hlut sem á að vera til staðar þar sem við erum hverju sinni, þegar okkur hentar - alltaf. Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi og þá veltir maður fyrir sér – hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins?GRÆNT Í GEGN Við sem búum á Íslandi erum heppin að hafa gott, öruggt og stöðugt aðgengi að rafmagni sem framleitt er á umhverfisvænni hátt en gengur og gerist víðsvegar um heiminn. Við sækjum líka heitt vatn eftir þörfum en þurfum að leiða hugann að því að orkuauðlindir eru verðmætar og ekki óþrjótandi. Við hjá Orku náttúrunnar leggjum áherslu á að tryggja viðskiptavinum okkar aðgengi að rafmagni sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Enn fremur hefur ON tekið frumkvæði á Íslandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, meðal annars með því að opna hringveginn með um 50 hlöðum. Það er samfélagslega ábyrgt að fyrirtæki setji sér skýr markmið í umhverfis- og loftlagsmálum og stuðli þannig að frekari framþróun í málaflokkunum. Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisspor við orkuvinnslu og hjálpa viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.SPORLAUS VINNSLAVið höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu og notum þrjár meginleiðir að því marki. Fyrst ber að nefna þá leið að þróa lausnir til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar og þar með minnka áhrif á hverja framleidda einingu. Í öðru lagi hefur vísindafólk okkar þróað aðferð til að binda koltvísýring í grjót, en þessi tækni býður upp á mikla möguleika sem eru í stöðugri þróun. Í þriðja lagi með hagnýtingu þess koltvísýrings sem losnar við orkuframleiðslu með jarðvarma. Þannig mun skapast vettvangur til nýsköpunar og tækifæri fyrir hátækniiðnað í Jarðhitagarði ON í Ölfusi.BÆTUM ANDRÚMSLOFTIÐ – SAMANÞað skiptir okkur öllu máli að vera leiðandi í framleiðslu umhverfisvænnar orku hér á landi og ætlar ON að halda þeirri vegferð áfram með sitt öfluga vísindafólk fremst í flokki. Við ætlum einnig að leggja okkar af mörkum til að auka veg og vanda umhverfisvænna bíla, meðal annars með því að þétta hlöðunetið enn frekar og auka fræðslu um orkuskiptin og umhverfisvænan lífsstíl. Þegar allt kemur til alls er þessi orka náttúrunnar, sem við berum ábyrgð á, grundvöllur lífsgæða okkar.Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar