Hætt við að halda Sónar Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2019 16:15 Til stóð að halda sjöundu Sónarhátíðina eftir um þrjár vikur. Hætt hefur verið við að halda tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, sem fram átti að fara dagana 25. til 27. apríl í Hörpu, vegna gjaldþrots WOW air. Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. Grapevine greindi fyrst frá ákvörðuninni, sem Vísir hefur sömuleiðis fengið staðfesta. Starfsmenn í miðasölu Hörpu, sem Vísir ræddi við á fjórða tímanum, sögðust hins vegar ekkert hafa heyrt af þessum áformum í dag. Enn er hægt að kaupa miða á hátíðina, bæði í Hörpu á netinu. Sem fyrr segir er hátíðin blásin af vegna falls WOW air í liðinni viku. Öllu flugi félagsins var aflýst við gjaldþrotið, sem setti ferðaáætlanir tónleikagesta og tónlistarmanna, sem stíga áttu á stokk á Sónar, úr skorðum. Því hafi verið ákveðið að taka þessa afdrifaríku ákvörðun til að varna því að tónlistarmennirnir fljúgi fýluferð hingað til lands. Ljóst er að ákvörðun um að aflýsa hátíðinni var ekki í kortunum þann 28. mars síðastliðinn, daginn sem WOW air tilkynnti að flugfélagið hefði hætt starfsemi. Þá deildi Sónar Reykjavík færslu á Facebook-síðu sinni þar sem tónleikagestir voru hvattir til að leita réttar síns eftir fall WOW og lauk á orðunum: „Við þökkum fyrir skilninginn og vonumst til að sjá ykkur á Sónar Reykjavík 2019 í apríl.“ Reykjavík Sónar Tónlist Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hætt hefur verið við að halda tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, sem fram átti að fara dagana 25. til 27. apríl í Hörpu, vegna gjaldþrots WOW air. Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. Grapevine greindi fyrst frá ákvörðuninni, sem Vísir hefur sömuleiðis fengið staðfesta. Starfsmenn í miðasölu Hörpu, sem Vísir ræddi við á fjórða tímanum, sögðust hins vegar ekkert hafa heyrt af þessum áformum í dag. Enn er hægt að kaupa miða á hátíðina, bæði í Hörpu á netinu. Sem fyrr segir er hátíðin blásin af vegna falls WOW air í liðinni viku. Öllu flugi félagsins var aflýst við gjaldþrotið, sem setti ferðaáætlanir tónleikagesta og tónlistarmanna, sem stíga áttu á stokk á Sónar, úr skorðum. Því hafi verið ákveðið að taka þessa afdrifaríku ákvörðun til að varna því að tónlistarmennirnir fljúgi fýluferð hingað til lands. Ljóst er að ákvörðun um að aflýsa hátíðinni var ekki í kortunum þann 28. mars síðastliðinn, daginn sem WOW air tilkynnti að flugfélagið hefði hætt starfsemi. Þá deildi Sónar Reykjavík færslu á Facebook-síðu sinni þar sem tónleikagestir voru hvattir til að leita réttar síns eftir fall WOW og lauk á orðunum: „Við þökkum fyrir skilninginn og vonumst til að sjá ykkur á Sónar Reykjavík 2019 í apríl.“
Reykjavík Sónar Tónlist Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira