700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Sighvatur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 20:00 Rúmlega 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki bætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. Vinnumálastofnun hefur fengið rúmlega 700 umsóknir frá fyrrverandi starfsfólki WOW air og rúmlega 500 frá starfsfólki annarra fyrirtækja. Forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, býst við fleiri umsóknum frá fólki sem vann hjá WOW. „Við höfum verið að skoða hversu margir hafa hakað við að þeir væru í námi af því að það hefur verið í umræðunni og það eru rúmlega 50, í kringum 7% af þeim sem hafa sótt um,“ segir Unnur.Freyja Rúnarsdóttir hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air í febrúar 2016.Vísir/BaldurFlugliðar lenda á milli Freyja Rúnarsdóttir byrjaði sem flugfreyja hjá WOW air fyrir þremur árum. Hún var ráðin á þeim tíma sem flugfélagið stækkaði. Eftir um ár var henni boðin staða yfirflugfreyju. 10-15% flugliða sem stunduðu nám með starfi hjá WOW lenda á milli í kerfinu og eiga hvorki rétt á námslánum né atvinnuleysisbótum. Freyja er ein þeirra sem leysti sín mál með því að skrá sig úr námi svo hún eigi rétt á því að sækja um atvinnuleysisbætur. Hún seinkar skilum mastersritgerðarinnar sem hún var að vinna í samstarfi við mannauðsdeild WOW air. „En því miður eru mjög margir fyrrum samstarfsfélagar mínir ekki í þessari stöðu,“ segir Freyja. Flugliðarnir eiga inni laun vegna vinnu hjá WOW í mars og laun fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Freyja segir að flugliðar vilji að Vinnumálastofnun greiði það sem þeir eiga inni þangað til ábyrgðarsjóður launa grípur inn í, sem verður í fyrsta lagi eftir fjóra mánuði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir lögin skýr hvað þetta varðar, óheimilt sé að greiða bætur til fólks sem er í fullu námi eða námi sem nemur meira en 20 ECTS einingum.Brynjar Örn Sveinjónsson er yfirflugstjóri hjá Cargolux.Vísir/BaldurCargolux kynnti starfsemina Fulltrúar flugfélagsins Cargolux kynntu starfsemi fyrirtækisins á Nordica hótelinu í morgun. Um 80 flugmenn mættu á kynninguna og 40 þeirra sóttu strax um vinnu í kjölfarið. Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri hjá Cargolux, segir að fyrirtækið þurfi að fylla 60-70 stöður flugmanna vegna þriggja nýrra Boeing 747 flugvéla félagsins á árinu. Reynt verði að hraða ferlinu sem mest og hefja þjálfun flugmanna í maí svo þeir geti hafið störf í júní. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Rúmlega 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki bætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. Vinnumálastofnun hefur fengið rúmlega 700 umsóknir frá fyrrverandi starfsfólki WOW air og rúmlega 500 frá starfsfólki annarra fyrirtækja. Forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, býst við fleiri umsóknum frá fólki sem vann hjá WOW. „Við höfum verið að skoða hversu margir hafa hakað við að þeir væru í námi af því að það hefur verið í umræðunni og það eru rúmlega 50, í kringum 7% af þeim sem hafa sótt um,“ segir Unnur.Freyja Rúnarsdóttir hóf störf sem flugfreyja hjá WOW air í febrúar 2016.Vísir/BaldurFlugliðar lenda á milli Freyja Rúnarsdóttir byrjaði sem flugfreyja hjá WOW air fyrir þremur árum. Hún var ráðin á þeim tíma sem flugfélagið stækkaði. Eftir um ár var henni boðin staða yfirflugfreyju. 10-15% flugliða sem stunduðu nám með starfi hjá WOW lenda á milli í kerfinu og eiga hvorki rétt á námslánum né atvinnuleysisbótum. Freyja er ein þeirra sem leysti sín mál með því að skrá sig úr námi svo hún eigi rétt á því að sækja um atvinnuleysisbætur. Hún seinkar skilum mastersritgerðarinnar sem hún var að vinna í samstarfi við mannauðsdeild WOW air. „En því miður eru mjög margir fyrrum samstarfsfélagar mínir ekki í þessari stöðu,“ segir Freyja. Flugliðarnir eiga inni laun vegna vinnu hjá WOW í mars og laun fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. Freyja segir að flugliðar vilji að Vinnumálastofnun greiði það sem þeir eiga inni þangað til ábyrgðarsjóður launa grípur inn í, sem verður í fyrsta lagi eftir fjóra mánuði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir lögin skýr hvað þetta varðar, óheimilt sé að greiða bætur til fólks sem er í fullu námi eða námi sem nemur meira en 20 ECTS einingum.Brynjar Örn Sveinjónsson er yfirflugstjóri hjá Cargolux.Vísir/BaldurCargolux kynnti starfsemina Fulltrúar flugfélagsins Cargolux kynntu starfsemi fyrirtækisins á Nordica hótelinu í morgun. Um 80 flugmenn mættu á kynninguna og 40 þeirra sóttu strax um vinnu í kjölfarið. Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri hjá Cargolux, segir að fyrirtækið þurfi að fylla 60-70 stöður flugmanna vegna þriggja nýrra Boeing 747 flugvéla félagsins á árinu. Reynt verði að hraða ferlinu sem mest og hefja þjálfun flugmanna í maí svo þeir geti hafið störf í júní.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira