Allar ákærur felldar niður vegna blóðbaðsins í Waco Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 15:56 Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Vísir/Getty Allar kærur vegna skotbardaga við veitingastaðinn Twin Peaks í Waco í Texas árið 2015 hafa verið felldar niður. Níu manns létu lífið í átökunum sem urðu á milli tveggja mótorhjólagengja og tuttugu særðust alvarlega. Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Barry Johnson, nýkjörinn æðsti saksóknari umdæmisins sem skotbardaginn átti sér stað í, sagði í dag að forveri sinn hefði alfarið klúðrað rannsókn málsins og þá sérstaklega með því að láta handtaka svo til gott sem alla sem voru á veitingastaðnum.Lögregluþjónar voru á vettvangi en þeir gátu ekki komið í veg fyrir átökin sem voru á milli meðlima gengjanna Cossacks og Bandidos, og systurgengja þeirra. Ekki liggur fyrir af hverju átökin hófust. Lögreglan segir genin hafa verið að deila um yfirráðasvæði og að meðlimir Bandidos hafi orðið reiðir yfir því að Cossacks væru farnir að nota fána Texas. Meðlimir gengjanna mótmæla því og einhverjir segja átökin hafa hafist á því að keyrt var yfir fót manns. Eins og áður segir voru allir á vettvangi handteknir og voru þeir einnig ákærðir fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Í ljós hefur þó komið að margir þeirra 177 sem voru handteknir voru ekki í gengjunum sem um ræðir og voru einungis að borða. Minnst 130 hafa höfðað mál gegn lögreglunni vegna handtökunnar og vegna þess að þeir hafi verið stimplaðir sem glæpamenn. Johnson sagði að réttast hefði verið að handtaka og ákæra menn í samræmi við gögn málsins. Washington Post bendir á að eftir fjögur ár hafi einungis einn maður verið færður fyrir dómara en málið gegn honum var fellt niður. Johnson sagði ótækt að halda málaferlunum áfram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53 Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Allar kærur vegna skotbardaga við veitingastaðinn Twin Peaks í Waco í Texas árið 2015 hafa verið felldar niður. Níu manns létu lífið í átökunum sem urðu á milli tveggja mótorhjólagengja og tuttugu særðust alvarlega. Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Barry Johnson, nýkjörinn æðsti saksóknari umdæmisins sem skotbardaginn átti sér stað í, sagði í dag að forveri sinn hefði alfarið klúðrað rannsókn málsins og þá sérstaklega með því að láta handtaka svo til gott sem alla sem voru á veitingastaðnum.Lögregluþjónar voru á vettvangi en þeir gátu ekki komið í veg fyrir átökin sem voru á milli meðlima gengjanna Cossacks og Bandidos, og systurgengja þeirra. Ekki liggur fyrir af hverju átökin hófust. Lögreglan segir genin hafa verið að deila um yfirráðasvæði og að meðlimir Bandidos hafi orðið reiðir yfir því að Cossacks væru farnir að nota fána Texas. Meðlimir gengjanna mótmæla því og einhverjir segja átökin hafa hafist á því að keyrt var yfir fót manns. Eins og áður segir voru allir á vettvangi handteknir og voru þeir einnig ákærðir fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Í ljós hefur þó komið að margir þeirra 177 sem voru handteknir voru ekki í gengjunum sem um ræðir og voru einungis að borða. Minnst 130 hafa höfðað mál gegn lögreglunni vegna handtökunnar og vegna þess að þeir hafi verið stimplaðir sem glæpamenn. Johnson sagði að réttast hefði verið að handtaka og ákæra menn í samræmi við gögn málsins. Washington Post bendir á að eftir fjögur ár hafi einungis einn maður verið færður fyrir dómara en málið gegn honum var fellt niður. Johnson sagði ótækt að halda málaferlunum áfram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53 Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39
192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50
Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53
Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15
Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28