Mikilvægt að stjórnvöld líti sérstaklega til fatlaðra kvenna við lagasetningu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2019 18:44 „Þetta gerir málefni kvenna og málefni fatlaðra kvenna almennari,“ segir Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði hjá National University of Ireland í Galway, um 6 grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Greinin fjallar sérstaklega um réttindi kvenna með fötlun. „Í hvert sinn sem ríkið þarf að líta til stefnumörkunar eða lagasetningu þurfa þau ekki bara að spyrja sig hvernig þetta hefur áhrif á fólk með fötlun heldur einnig hvernig þetta hefur áhrif á konur með fötlun“. Lucy-Ann hélt lykilerindi á málþingi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um málefni kvenna með fötlun í dag en hún sérhæfir sig í jafnréttislögum og meðal annars samtvinnun mismununar á grundvelli kyns og fötlunar á vinnumarkaði. Hún segir að fyrirbæri á borð við 6. ákvæðið í samningi Sameinuðu Þjóðanna mikilvægt til að tryggja sérstaklega viðkvæma hópa. „Ástæðan fyrir þessu er að það er fjöldi mála sem hafa áhrif á konur með fötlun sem hafa ekki áhrif á annað fólk með fötlun.“ Hún nefnir í þessu samhengi fólk sem gæti orðið fyrir svokölluðum samþættum fordómum. „Það þýðir að það er sérstök hætta sem steðjar að undirhópum í samfélaginu. Við getum til dæmis verið að glíma við hættur sem steðja að frumbyggjakonum með fötlun eða eldri konum með fötlun.“ Hún segir tölurnur renna stoðum undir þá kröfu um að réttindi þessara hópa eigi að bæta til muna. Til dæmis er mun líklegara að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreiti en aðrar konur. „Þær eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegari til að verða fyrir kynferðisofbeldi heldur en konur án fötlunar,“ segir Lucy-Ann. „Sömu sögu er að segja um börn með fötlun. Börn með fötlun eru fjórum sinnum líklegari en önnur börn til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innan sama hóps má einnig sjá að stúlkur með fötlun, til dæmis blindar, heyrnarlausar, á einhverfurófinu eða með þroskaskerðingu, eru í meiri hættu en drengir með fötlun.“Hér má sjá upptöku af fundi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um konur með fötlun. Félagsmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Þetta gerir málefni kvenna og málefni fatlaðra kvenna almennari,“ segir Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði hjá National University of Ireland í Galway, um 6 grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Greinin fjallar sérstaklega um réttindi kvenna með fötlun. „Í hvert sinn sem ríkið þarf að líta til stefnumörkunar eða lagasetningu þurfa þau ekki bara að spyrja sig hvernig þetta hefur áhrif á fólk með fötlun heldur einnig hvernig þetta hefur áhrif á konur með fötlun“. Lucy-Ann hélt lykilerindi á málþingi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um málefni kvenna með fötlun í dag en hún sérhæfir sig í jafnréttislögum og meðal annars samtvinnun mismununar á grundvelli kyns og fötlunar á vinnumarkaði. Hún segir að fyrirbæri á borð við 6. ákvæðið í samningi Sameinuðu Þjóðanna mikilvægt til að tryggja sérstaklega viðkvæma hópa. „Ástæðan fyrir þessu er að það er fjöldi mála sem hafa áhrif á konur með fötlun sem hafa ekki áhrif á annað fólk með fötlun.“ Hún nefnir í þessu samhengi fólk sem gæti orðið fyrir svokölluðum samþættum fordómum. „Það þýðir að það er sérstök hætta sem steðjar að undirhópum í samfélaginu. Við getum til dæmis verið að glíma við hættur sem steðja að frumbyggjakonum með fötlun eða eldri konum með fötlun.“ Hún segir tölurnur renna stoðum undir þá kröfu um að réttindi þessara hópa eigi að bæta til muna. Til dæmis er mun líklegara að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreiti en aðrar konur. „Þær eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegari til að verða fyrir kynferðisofbeldi heldur en konur án fötlunar,“ segir Lucy-Ann. „Sömu sögu er að segja um börn með fötlun. Börn með fötlun eru fjórum sinnum líklegari en önnur börn til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innan sama hóps má einnig sjá að stúlkur með fötlun, til dæmis blindar, heyrnarlausar, á einhverfurófinu eða með þroskaskerðingu, eru í meiri hættu en drengir með fötlun.“Hér má sjá upptöku af fundi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um konur með fötlun.
Félagsmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira