Heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 08:00 Hymnodia. Eyþór Ingi er lengst til hægri. Öll tónlistin verður flutt án undirleiks í kvöld. Við reynum alltaf að finna upp á einhverju nýju,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Hymnodiu, um verkefnaval á tónleikum kvöldsins sem verða í Akureyrarkirkju klukkan 20. „Núna erum við að flytja verk eftir fjögur tónskáld, fjóra Íslendinga og einn Færeying, og það eru fimm frumflutningar á dagskránni, allt verk sem við höfum pantað. Þetta eru heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi. Þau reyna á aðra hluti en hafa verið hjá okkur áður. Þau reyna á úthald, það er erfitt að skipuleggja andanir, sem er gaman að glíma við, lögin flæða hægt og mjúklega – mörg þeirra.“ Eitt hinna nýju laga er við hið þekkta kvæði Davíðs Stefánssonar Til eru fræ. Eyþór Ingi segir það dramatískt og bendir á að textinn sé það líka. „Það er engin von í þessum texta, bara svartnætti og verkið er í þeim anda. Tónskáldinu, Kára Bæk, tekst afar vel að mála textann.“ Kári er færeyska tónskáldið í hópnum. Eyþór Ingi kveðst hafa rekist á hann þegar báðir voru í námi við tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og Hymnodia hafi flutt eftir hann þrjú verk áður. Önnur verk sem frumflutt verða eru eftir Þorvald Örn Davíðsson og Sigurð Sævarsson. Þó titlar þeirra bendi ekki til neinnar léttúðar eins og Gott er sjúkum að sofna, Stóð við krossinn og O sacrum convivium, vill Eyþór Ingi ekki meina að öll tónlistin sé dramtísk. „Hann Sigurður Sævarsson er afar mjúkur maður og músíkin hans afskaplega tær og hrein og alveg gullfalleg. Svo er Þorvaldur Örn svipaður karakter. Það er svolítið drama í sumu sem hann gerir en verkin sem við erum með núna eru ekkert mjög alvarleg. Við erum líka með Önnu Þorvalds á okkar höfundaskrá, flytjum bara eitt verk eftir hana núna en komum suður með tónleika 12. maí og ætlum að vera með fleiri þá.“ Hann segir kórinn syngja allt án undirleiks á tónleikunum í kvöld. Skyldi það vera regla? „Nei, nei, við höfum oft verið með tónleika með hljómsveitum og spilum stundum sjálf, það eru hljóðfæraleikarar í kórnum. Við höfum verið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Skálmöld nokkrum sinnum. Tökum alveg þátt í svoleiðis verkefnum en hitt er meira krefjandi, að hafa engan undirleik og þar af leiðandi er það skemmtilegra. Þannig er það núna.“ Eyþór Ingi er organisti í Akureyrarkirkju og kennir líka orgelleik, spuna og kórstjórn. Hann segir alltaf einhverjar smávægilegar breytingar á Hymnodiu. „Einstaka flytur í burtu en þó er ótrúlega lítil hreyfing. Við höfum verið 16 í hópnum í nokkur ár, flestir Akureyringar, ein kona úr Mývatnssveitinni og önnur á heima hér inni í Eyjafjarðarsveit. Hann segir Hymnodiu hafa æfingaaðstöðu í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar. „Þar er frábær aðstaða, þó að þetta sé ekkert tónleikahús er fínt að æfa í hljómburði sem er ekki of góður.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Við reynum alltaf að finna upp á einhverju nýju,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Hymnodiu, um verkefnaval á tónleikum kvöldsins sem verða í Akureyrarkirkju klukkan 20. „Núna erum við að flytja verk eftir fjögur tónskáld, fjóra Íslendinga og einn Færeying, og það eru fimm frumflutningar á dagskránni, allt verk sem við höfum pantað. Þetta eru heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi. Þau reyna á aðra hluti en hafa verið hjá okkur áður. Þau reyna á úthald, það er erfitt að skipuleggja andanir, sem er gaman að glíma við, lögin flæða hægt og mjúklega – mörg þeirra.“ Eitt hinna nýju laga er við hið þekkta kvæði Davíðs Stefánssonar Til eru fræ. Eyþór Ingi segir það dramatískt og bendir á að textinn sé það líka. „Það er engin von í þessum texta, bara svartnætti og verkið er í þeim anda. Tónskáldinu, Kára Bæk, tekst afar vel að mála textann.“ Kári er færeyska tónskáldið í hópnum. Eyþór Ingi kveðst hafa rekist á hann þegar báðir voru í námi við tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og Hymnodia hafi flutt eftir hann þrjú verk áður. Önnur verk sem frumflutt verða eru eftir Þorvald Örn Davíðsson og Sigurð Sævarsson. Þó titlar þeirra bendi ekki til neinnar léttúðar eins og Gott er sjúkum að sofna, Stóð við krossinn og O sacrum convivium, vill Eyþór Ingi ekki meina að öll tónlistin sé dramtísk. „Hann Sigurður Sævarsson er afar mjúkur maður og músíkin hans afskaplega tær og hrein og alveg gullfalleg. Svo er Þorvaldur Örn svipaður karakter. Það er svolítið drama í sumu sem hann gerir en verkin sem við erum með núna eru ekkert mjög alvarleg. Við erum líka með Önnu Þorvalds á okkar höfundaskrá, flytjum bara eitt verk eftir hana núna en komum suður með tónleika 12. maí og ætlum að vera með fleiri þá.“ Hann segir kórinn syngja allt án undirleiks á tónleikunum í kvöld. Skyldi það vera regla? „Nei, nei, við höfum oft verið með tónleika með hljómsveitum og spilum stundum sjálf, það eru hljóðfæraleikarar í kórnum. Við höfum verið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Skálmöld nokkrum sinnum. Tökum alveg þátt í svoleiðis verkefnum en hitt er meira krefjandi, að hafa engan undirleik og þar af leiðandi er það skemmtilegra. Þannig er það núna.“ Eyþór Ingi er organisti í Akureyrarkirkju og kennir líka orgelleik, spuna og kórstjórn. Hann segir alltaf einhverjar smávægilegar breytingar á Hymnodiu. „Einstaka flytur í burtu en þó er ótrúlega lítil hreyfing. Við höfum verið 16 í hópnum í nokkur ár, flestir Akureyringar, ein kona úr Mývatnssveitinni og önnur á heima hér inni í Eyjafjarðarsveit. Hann segir Hymnodiu hafa æfingaaðstöðu í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar. „Þar er frábær aðstaða, þó að þetta sé ekkert tónleikahús er fínt að æfa í hljómburði sem er ekki of góður.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira