Pilturinn er ekki barnið sem hvarf fyrir átta árum Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2019 21:15 Timmothy og foreldrar hans. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, tilkynnti í dag að pilturinn sem fannst í Kentucky í gær væri ekki Timmothy Pitzen sem hvarf sex ára gamall fyrir átta árum.FBI hefur unnið hörðum höndum að því að fá staðfestingu á því að pilturinn væri Pitzen en rannsóknir á lífsýnum leiddu í ljós að svo er ekki. „Til að taka allan vafa af, þá hafa lögregluyfirvöld og munu ekki gleyma Timmothy og við vonumst til að koma honum til fjölskyldu sinnar einn daginn. Það gerist því miður ekki í dag,“ sagði Timothy Beam, yfirmaður hjá FBI í Louisville, í tilkynningu vegna málsins. Mál Timmothy er mikill harmleikur en í maí árið 2011 kom móðir hans í skóla Timmothy í Aurora í Illinois og sagði kennurum að upp hefði komið neyðartilvik innan fjölskyldunnar og hún væri þar til að sækja hann. Timmothy var þá sex ára gamall. Þremur dögum síðar fannst hún látin á vegahóteli og virtist hún hafa fyrirfarið sér. Timmothy var hvergi sjáanlegur. Seinna kom í ljós að móðir Timmothy hafði farið með hann í dýragarð og skemmtigarð og sáust þau á öryggisupptökum víða um Illinois. Hún skildi eftir sig miða þar sem hún hafði skrifað að Timmothy væri nú í höndum fólks sem myndi annast hann og elska. Hún sagði að hann myndi aldrei finnast. Táningurinn, sem sagðist vera Timmothy, sagði lögregluþjónum, samkvæmt Washington Post, að hann hefði flúið frá tveimur mönnum sem hann hafi verið með í sjö ár. Hann lýsti þeim og sagði lögregluþjónum hvernig bíl þeir væru á. Lögreglan hefur ekki fundið mennina. Bandaríkin Tengdar fréttir Táningur segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum Lögregluembætti í Illinois, Kentucky og Cincinnati í Bandaríkjunum eru á yfirsnúningi eftir að táningur steig fram sem segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum. 4. apríl 2019 11:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, tilkynnti í dag að pilturinn sem fannst í Kentucky í gær væri ekki Timmothy Pitzen sem hvarf sex ára gamall fyrir átta árum.FBI hefur unnið hörðum höndum að því að fá staðfestingu á því að pilturinn væri Pitzen en rannsóknir á lífsýnum leiddu í ljós að svo er ekki. „Til að taka allan vafa af, þá hafa lögregluyfirvöld og munu ekki gleyma Timmothy og við vonumst til að koma honum til fjölskyldu sinnar einn daginn. Það gerist því miður ekki í dag,“ sagði Timothy Beam, yfirmaður hjá FBI í Louisville, í tilkynningu vegna málsins. Mál Timmothy er mikill harmleikur en í maí árið 2011 kom móðir hans í skóla Timmothy í Aurora í Illinois og sagði kennurum að upp hefði komið neyðartilvik innan fjölskyldunnar og hún væri þar til að sækja hann. Timmothy var þá sex ára gamall. Þremur dögum síðar fannst hún látin á vegahóteli og virtist hún hafa fyrirfarið sér. Timmothy var hvergi sjáanlegur. Seinna kom í ljós að móðir Timmothy hafði farið með hann í dýragarð og skemmtigarð og sáust þau á öryggisupptökum víða um Illinois. Hún skildi eftir sig miða þar sem hún hafði skrifað að Timmothy væri nú í höndum fólks sem myndi annast hann og elska. Hún sagði að hann myndi aldrei finnast. Táningurinn, sem sagðist vera Timmothy, sagði lögregluþjónum, samkvæmt Washington Post, að hann hefði flúið frá tveimur mönnum sem hann hafi verið með í sjö ár. Hann lýsti þeim og sagði lögregluþjónum hvernig bíl þeir væru á. Lögreglan hefur ekki fundið mennina.
Bandaríkin Tengdar fréttir Táningur segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum Lögregluembætti í Illinois, Kentucky og Cincinnati í Bandaríkjunum eru á yfirsnúningi eftir að táningur steig fram sem segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum. 4. apríl 2019 11:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Táningur segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum Lögregluembætti í Illinois, Kentucky og Cincinnati í Bandaríkjunum eru á yfirsnúningi eftir að táningur steig fram sem segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum. 4. apríl 2019 11:29