Kylfunum stolið af bílastæði hótelsins aðfaranótt fyrsta risamóts ársins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 12:30 Annie Park mun líklega aldrei skilja kylfurnar eftir í bílnum sínum aftur vísir/getty Kylfingnum Annie Park mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu eftir að kylfum hennar var stolið daginn sem mótið hófst. Hin 23 ára Park hefur farið þrisvar í gegnum niðurskurð á risamóti, hennar besti árangur var 18. sætið á PGA meistaramóti kvenna á síðasta ári. Hún var mætt til suður Kaliforníu tilbúin til þess að keppa á ANA Inspiration risamótinu en vaknaði við slæman draum á fimmtudagsmorgun, morgun fyrsta keppnisdagsins. Kylfunum hennar hafði verið stolið úr bílnum hennar á bílastæði hótelsins. „Ég trúði þessu ekki í fyrstu en þurfti að trúa þessu mjög fljótt. Þeir tóku kylfurnar, töskuna, kúlurnar, hanska, hatt og peysu. Þeir tóku bara allt,“ sagði Park. Hún náði að týna saman kylfusett úr kylfum frá kylfusveininum, auka kylfum sem hún hafði geymt annars staðar og fékk svo nokkrar kylfur með hjálp golfklúbbsins. Kylfurnar voru þó ekki allar eins og best hefði á kosið fyrir hennar sveiflur og fór svo að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og annan hringinn á 6 höggum yfir pari. Hún endaði fimm höggum frá niðurskurðinum. In-Kyung Kim átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með sínar sveiflur og er í forystu í mótinu á átta höggum undir pari eftir tvo daga. Kim verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 4 í kvöld þegar útsending hefst frá þriðja keppnisdegi klukkan 21:00 að íslenskum tíma. Golf Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Sjá meira
Kylfingnum Annie Park mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu eftir að kylfum hennar var stolið daginn sem mótið hófst. Hin 23 ára Park hefur farið þrisvar í gegnum niðurskurð á risamóti, hennar besti árangur var 18. sætið á PGA meistaramóti kvenna á síðasta ári. Hún var mætt til suður Kaliforníu tilbúin til þess að keppa á ANA Inspiration risamótinu en vaknaði við slæman draum á fimmtudagsmorgun, morgun fyrsta keppnisdagsins. Kylfunum hennar hafði verið stolið úr bílnum hennar á bílastæði hótelsins. „Ég trúði þessu ekki í fyrstu en þurfti að trúa þessu mjög fljótt. Þeir tóku kylfurnar, töskuna, kúlurnar, hanska, hatt og peysu. Þeir tóku bara allt,“ sagði Park. Hún náði að týna saman kylfusett úr kylfum frá kylfusveininum, auka kylfum sem hún hafði geymt annars staðar og fékk svo nokkrar kylfur með hjálp golfklúbbsins. Kylfurnar voru þó ekki allar eins og best hefði á kosið fyrir hennar sveiflur og fór svo að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og annan hringinn á 6 höggum yfir pari. Hún endaði fimm höggum frá niðurskurðinum. In-Kyung Kim átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með sínar sveiflur og er í forystu í mótinu á átta höggum undir pari eftir tvo daga. Kim verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 4 í kvöld þegar útsending hefst frá þriðja keppnisdegi klukkan 21:00 að íslenskum tíma.
Golf Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Sjá meira