Landsréttur in memoriam? Haukur Logi Karlsson skrifar 3. apríl 2019 00:01 Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Á fundinum komu ekki fram hugmyndir um hvernig það yrði best gert. Í máli sumra hefur komið fram að rétt sé að túlka dóminn sem þrengst og að gera sem minnst til að bregðast við honum. Það tel ég misráðið með hliðsjón af því leiðarljósi að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Upphaflega skipunarferlið rýrði traust almennings á Landsrétti. Allt sem á eftir hefur gerst staðfestir og styrkir þá tilfinningu sem margir höfðu fyrir því hvernig málum var háttað í upphafi. Ekki var einungis um hefðbundna íslenska frænd- og vinahygli að ræða, sem í öðrum löndum kallast spilling, heldur var framkvæmdin á henni með slíku sleifarlagi að varðaði bæði við landslög og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar íslenska ríkisins. Þar sem rót vandans liggur í upphaflegu skipuninni, sem allir eru fyrir löngu hættir að mæla bót, liggur beint við hvað þarf að gera til að endurheimta það traust sem dómstóllinn þarf að njóta. Endurtaka þarf skipunina; ekki bara að nafninu til með því að staðfesta upp á nýtt orðinn hlut, heldur með því að auglýsa á ný eftir 15 hæfum dómurum, leggja faglegt mat á hæfni þeirra og skipa nýjan dóm eftir kúnstarinnar reglum. Tæknilega útfærslan á þessu gæti verið með ýmsum hætti. Ein leið væri að leggja núverandi Landsrétt niður með lögum í byrjun sumars og stofna nýjan áfrýjunarrétt (með nýju nafni) sem tæki til starfa með haustinu. Þar með væri vandi Landsréttar afmarkaður í fortíðinni og nýr flekklaus dómstóll tæki við hlutverki hans til framtíðar. Þessi tilhögun gæfi einnig möguleika á setningu þarfs lagaákvæðis um sem jafnasta tölu dómara af hvoru kyni og mögulega öðrum lagfæringum á skipunarferli dómara eftir því sem þurfa þykir. Einhverjum kann að þykja þetta róttækt, en þegar betur er að gáð þá er líklega ódýrast og skynsamlegast að nálgast núverandi Landsrétt í samræmi við hugtak hagfræðinnar um sokkinn kostnað. Lagatæknilegar reddingar geta mögulega gert Landsrétt starfhæfan á ný. Bjargað löskuðu egói nokkurra stjórnmálamanna og störfum nokkurra lögfræðinga. Slík vinnubrögð munu hins vegar kosta dómsmál og ágreining næstu árin sem viðhalda mun vantrausti á dómstólnum almenningi til tjóns. Hvernig sem á það er litið þá hefur þegar orðið tjón. Spurningin er bara hvort við skiljum með afgerandi hætti á milli þess og trúverðugleika dómskerfisins til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Á fundinum komu ekki fram hugmyndir um hvernig það yrði best gert. Í máli sumra hefur komið fram að rétt sé að túlka dóminn sem þrengst og að gera sem minnst til að bregðast við honum. Það tel ég misráðið með hliðsjón af því leiðarljósi að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Upphaflega skipunarferlið rýrði traust almennings á Landsrétti. Allt sem á eftir hefur gerst staðfestir og styrkir þá tilfinningu sem margir höfðu fyrir því hvernig málum var háttað í upphafi. Ekki var einungis um hefðbundna íslenska frænd- og vinahygli að ræða, sem í öðrum löndum kallast spilling, heldur var framkvæmdin á henni með slíku sleifarlagi að varðaði bæði við landslög og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar íslenska ríkisins. Þar sem rót vandans liggur í upphaflegu skipuninni, sem allir eru fyrir löngu hættir að mæla bót, liggur beint við hvað þarf að gera til að endurheimta það traust sem dómstóllinn þarf að njóta. Endurtaka þarf skipunina; ekki bara að nafninu til með því að staðfesta upp á nýtt orðinn hlut, heldur með því að auglýsa á ný eftir 15 hæfum dómurum, leggja faglegt mat á hæfni þeirra og skipa nýjan dóm eftir kúnstarinnar reglum. Tæknilega útfærslan á þessu gæti verið með ýmsum hætti. Ein leið væri að leggja núverandi Landsrétt niður með lögum í byrjun sumars og stofna nýjan áfrýjunarrétt (með nýju nafni) sem tæki til starfa með haustinu. Þar með væri vandi Landsréttar afmarkaður í fortíðinni og nýr flekklaus dómstóll tæki við hlutverki hans til framtíðar. Þessi tilhögun gæfi einnig möguleika á setningu þarfs lagaákvæðis um sem jafnasta tölu dómara af hvoru kyni og mögulega öðrum lagfæringum á skipunarferli dómara eftir því sem þurfa þykir. Einhverjum kann að þykja þetta róttækt, en þegar betur er að gáð þá er líklega ódýrast og skynsamlegast að nálgast núverandi Landsrétt í samræmi við hugtak hagfræðinnar um sokkinn kostnað. Lagatæknilegar reddingar geta mögulega gert Landsrétt starfhæfan á ný. Bjargað löskuðu egói nokkurra stjórnmálamanna og störfum nokkurra lögfræðinga. Slík vinnubrögð munu hins vegar kosta dómsmál og ágreining næstu árin sem viðhalda mun vantrausti á dómstólnum almenningi til tjóns. Hvernig sem á það er litið þá hefur þegar orðið tjón. Spurningin er bara hvort við skiljum með afgerandi hætti á milli þess og trúverðugleika dómskerfisins til framtíðar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun