Það voru nokkrir íslenskir leikmenn í eldlínunni víðs vegar um Evrópu í kvöld en enginn Íslendingur var í sigurliði í kvöld.
Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping í vinstri vængbakverðinum er liðið gerði markalaust jafntefli við AIK á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni.
Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi AIK en Norrköping er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina. AIK er með tvö stig eftir jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum.
Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í vörn Bröndby sem gerði 1-1 jafntefli við Nordsjælland á útivelli. Jöfnunarmark Bröndby kom í uppbótartíma en þeir eru í fjórða sæti deildarinnar.
Bæði Gísli Eyjólfsson og Óttar Magnús Karlsson spiluðu allan leikinn fyrir Mjallby sem tapaði 2-1 fyrir Norrby í sænsku B-deildinni. Mjallby er með án stiga eftir tvo leiki en Milos Milojevic er þjálfari liðsins.
Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn á miðjunni fyrir Gazisehir Gaziantep sem gerði 1-1 jafntefli við Altay Izmir í tyrknesku B-deildinni. Elmar og félagar eru í fimmta sæti deildarinnar.
Jafntefli og töp hjá Íslendingaliðunum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

