Breska fréttaveitan Press Association sagði um þúsundir Breta vera strandaglópa í kjölfar gjaldþrotsins en þó hafa ýmsir netverjar fundið skoplega hlið á annars leiðinlegu máli.
Twitter-notandinn @iflyplaces birti mynd af Elísabetu II Bretadrottningu í bleikri dragt þar sem hann segir leiðinlegt að heyra að drottningin hafi misst starfið sem flugfreyja félagsins, en dragtin þykir svipa til einkennisbúninga starfsmanna WOW.
Tístið hefur vakið kátínu meðal margra en þegar þetta er skrifað hafa um 650 notendur líkað við tístið.
Unfortunate to hear that Elizabeth II lost her job as a WOW air flight attendant pic.twitter.com/LPb0ccgDxB
— iflyplaces (@iflyplaces) March 29, 2019