Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:39 Ríkisþing Georgíu í Atlanta þar sem repúblikanar fara með öll völd. Vísir/Getty Repúblikanar á ríkisþingi Georgíu í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem takmarkar enn rétt kvenna til þungunarrofs þar. Staðfesti ríkisstjórinn lögin eins og gert er ráð fyrir gæti þungunarrof verið ólöglegt strax í sjöttu viku meðgöngu í ríkinu. Í frumvarpinu er kveðið á um að þungunarrof sé ólöglegt eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Í frétt New York Times kemur fram að það geti gerst strax í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar. Frumvarpið fór naumlega í gegnum ríkisþingið þar sem repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum. Búist er við því að Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, skrifi undir lögin og staðfesti. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Ríkisstjórar í Mississippi og Kentucky hafa þegar staðfest sambærileg lög undanfarnar viku. Ríki eins og Flórída, Missouri, Ohio, Tennessee og Texas eru líkleg til að fylgja í kjölfarið á þessu ári. Dómstólar hafa hins vegar frestað gildistöku laganna í Kentucky og í Iowa og Norður-Dakóta töldu dómstólar lögin stríða gegn stjórnarskrá. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður dæmt að konur hafi rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Andstæðingar frumvarpanna saka flytjendur þeirra um að samþykkja þau gagngert til þess að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að taka málið fyrir aftur. Íhaldsmenn eru nú með meirihluta í dómnum eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo íhaldssama dómara á síðustu tveimur árum. Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Repúblikanar á ríkisþingi Georgíu í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem takmarkar enn rétt kvenna til þungunarrofs þar. Staðfesti ríkisstjórinn lögin eins og gert er ráð fyrir gæti þungunarrof verið ólöglegt strax í sjöttu viku meðgöngu í ríkinu. Í frumvarpinu er kveðið á um að þungunarrof sé ólöglegt eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Í frétt New York Times kemur fram að það geti gerst strax í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar. Frumvarpið fór naumlega í gegnum ríkisþingið þar sem repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum. Búist er við því að Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, skrifi undir lögin og staðfesti. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Ríkisstjórar í Mississippi og Kentucky hafa þegar staðfest sambærileg lög undanfarnar viku. Ríki eins og Flórída, Missouri, Ohio, Tennessee og Texas eru líkleg til að fylgja í kjölfarið á þessu ári. Dómstólar hafa hins vegar frestað gildistöku laganna í Kentucky og í Iowa og Norður-Dakóta töldu dómstólar lögin stríða gegn stjórnarskrá. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður dæmt að konur hafi rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Andstæðingar frumvarpanna saka flytjendur þeirra um að samþykkja þau gagngert til þess að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að taka málið fyrir aftur. Íhaldsmenn eru nú með meirihluta í dómnum eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo íhaldssama dómara á síðustu tveimur árum.
Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41