"Mikil árás á líf þitt og fjölskylduna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2019 14:30 Linda tjáir sig um veikindin sín í einlægu viðtali í Íslandi í dag. Linda Sæberg er 36 ára, býr á Egilsstöðum ásamt unnusta sínum Steinari Inga Þorsteinssyni og börnum þeirra Önju, Esjari og Móeiði. Fyrir þremur mánuðum greindist Linda með brjóstakrabbamein og hefur á undanförnum mánuðum þurft að sækja alla þjónustu til Reykjavíkur og segir það oft snúið fjárhagslega fyrir fólk sem býr á landsbyggðinni. „Ég finn litla lýsisperlu í hægra brjóstinu á mér og er svolítið lengi að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að þetta gæti mögulega verið eitthvað og hunsaði þetta svolítið frá mér. Ég vissi að ef ég myndi segja þetta upphátt við einhvern myndi mögulega fara í gang einhver atburðarrás sem ég myndi kannski ekki ráða við,“ segir Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Og það gerðist og gerðist frekar hratt eftir að ég var búin að segja manninum mínum frá því að það væri eitthvað í brjóstinu á mér.“ Linda fékk niðurstöðurnar úr rannsókninni þann 20. desember síðastliðinn og kom í ljós að hún væri með þríneikvætt krabbamein í brjósti sem er afar ágengt brjóstakrabbamein. Niðurstöðurnar voru eðli málsins samkvæmt mikið áfall fyrir Lindu en móðir hennar gekk í gegnum það sama ellefu árum áður. „Ég sagði ekkert nema fokk í fjörutíu mínútur við manninn minn í bílnum. Það kom síðan þessi tilfinning hvernig ég ætti að segja unglingnum mínum frá þessu, en hún er að verða þrettán ára á árinu. Hvað á ég að segja við hana og hvernig á ég að útskýra þetta fyrir henni. Vitandi það að það er gríðarlega stór breyting að fara eiga sér stað í lífi mínu og hvernig það mun hafa áhrif á börnin mín. Ég hafði gengið í gegnum þetta sjálf með mömmu en ég var þá orðin fullorðin en samt var það mjög erfitt.“Linda hafði alltaf verið með sítt hár.Móðir hennar greindist sjálf með brjóstakrabbamein fyrir ellefu árum síðan og Linda segir að sú reynsla hafi hjálpað henni mikið og móðir henni væri eins og alfræðiorðabók fyrir hana og það hafi reynst henni dýrmætt að geta leitað til hennar. Sérstaklega í lyfjameðferðinni sem hefur tekið mikið á Lindu en það er sami lyfjakokteill sem móðir hennar fékk fyrir ellefu árum síðan. „Daginn sem ég fer í fyrstu lyfjameðferðina þá upplifði ég mig eins og þetta væri dagurinn sem allt myndi breytast og að ekkert myndi verða eins eftir þetta. Það breytist allt. Við vorum með plön sem okkur langaði að fara gera. Þetta er gríðarlegt inngrip inn í líf þitt og mikil árás á líf þitt og fjölskylduna af því að það breytist allt. Það eru að verða komnir þrír mánuðir frá því að ég greindist og þessi tími er bara búin að vera eitthvað rugl. Plön okkar og líf okkar allra breyttist mjög mikið.“ Staðan á Lindu í dag er sú að hún er búin að fara í fleygskurð, og þá var meinið tekið ásamt þremur eitlum. Linda er á annarri lyfjagjöf af sex og fer síðan í fimmtán geislameðferðir og verður síðan í reglubundnu eftirliti á fjögurra til fimm mánaða fresti næstu fimm árin. Lyfjameðferðin hefur verið býsna þung fyrir Lindu og veiktist hún mikið eftir fyrri lyfjagjöfina og hún segir að hún hafi haldið í smá stund að það kæmi ekki góður dagur á ný þegar hún var sem veikust. „Ég var rosalega kvíðin fyrir því að missa hárið og spurði læknirinn minn hvort hann væri alveg viss um að ég myndi missa það. Ég er alltaf búin að vera með mjög sítt hár, alveg niður á rass og því fannst mér þetta mjög erfitt,“ segir Linda sem rakaði því sjálf hárið af sér og var það mjög dramatískt augnablik. „Svo strax daginn eftir var þetta ekkert mál.“Linda notar Instagram til að tjá sig um veikindin.Fyrir utan þá augljósu staðreynt að það sé erfitt að veikjast á þá getur það reynst fólki á landsbyggðinni enn erfiðara þar takmörkuð gistiúrræði eru í boði fyrir landsbyggðarfólk sem sækir tímabundna læknismeðferð til Reykjavíkur. Íbúðir hjá bæði AFL stéttarfélagi Lindu og íbúðir á vegum krabbameinsfélagsins eru þétt bókaðar og hefur fjölskyldan þess vegna ekki getað nýtt sér þann kost auk þess þurfi að panta íbúðirnar með ákveðnum fyrirvara sem fjölskyldan hefur ekki haft. „Þetta er mjög flókið fyrirkomulag. Ég er búin að þurfa fara sex sinnum til Reykjavíkur frá því ég greindist og ég hef þurft að dvelja í Reykjavík allt frá fjórum dögum upp í tvær vikur. Þetta getur verið ótrúlega mikið púsl, að reyna finna stað til að gista á í Reykjavík og það hefur verið mjög flókið og mjög erfitt.“ Linda segir fjölskyldu og vini hafa risið upp og boðið þeim að gista og er hún afar þakklát fólkinu sínu en kann illa við þá óvissu að vita aldrei með vissu hvar fjölskyldan getur dvalið á meðan meðferð stendur. Ofan á það álag bætast við fjárhagsáhyggjur þar sem margvíslegur og óvæntur kostnaður hefur komið upp og segir Linda það skapa ótrúlega miklar áhyggjur og það sé mjög erfitt að vera sífellt með áhyggjur þegar hún er svona lasin. „Á þessum þremur mánuðum frá því að ég greindist erum við búin að leggja út um sjö hundruð þúsund krónur í allskonar kostnað. Við þurfum að fljúga á milli staða og maðurinn minn kemur alltaf með mér. Við þurfum því að borga flug fyrir okkur bæði. Litli strákurinn kemur allaf með okkur því hann er bara tveggja ára. Við fáum þessi flug endurgreitt, svona eftir dúk og disk. Mín flug eru öll endurgreidd, þó það taki svolítið langan tíma. Ég þarf alltaf að leggja út fyrir þeim. Flugin fyrir manninn minn eru endurgreidd ef hann er í sömu vél og ég, sem hann er alltaf á leiðinni heim til að styðja mig.“ Linda tók þá ákvörðun að tala um ferlið og opna hjartað sitt á samfélagsmiðlinum Instagram en hún segir það bæði hafa hjálpað sér og opnað augu annarra fyrir krabbameini sem er mun algengara en hún gerði sér grein fyrir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Linda Sæberg er 36 ára, býr á Egilsstöðum ásamt unnusta sínum Steinari Inga Þorsteinssyni og börnum þeirra Önju, Esjari og Móeiði. Fyrir þremur mánuðum greindist Linda með brjóstakrabbamein og hefur á undanförnum mánuðum þurft að sækja alla þjónustu til Reykjavíkur og segir það oft snúið fjárhagslega fyrir fólk sem býr á landsbyggðinni. „Ég finn litla lýsisperlu í hægra brjóstinu á mér og er svolítið lengi að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að þetta gæti mögulega verið eitthvað og hunsaði þetta svolítið frá mér. Ég vissi að ef ég myndi segja þetta upphátt við einhvern myndi mögulega fara í gang einhver atburðarrás sem ég myndi kannski ekki ráða við,“ segir Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Og það gerðist og gerðist frekar hratt eftir að ég var búin að segja manninum mínum frá því að það væri eitthvað í brjóstinu á mér.“ Linda fékk niðurstöðurnar úr rannsókninni þann 20. desember síðastliðinn og kom í ljós að hún væri með þríneikvætt krabbamein í brjósti sem er afar ágengt brjóstakrabbamein. Niðurstöðurnar voru eðli málsins samkvæmt mikið áfall fyrir Lindu en móðir hennar gekk í gegnum það sama ellefu árum áður. „Ég sagði ekkert nema fokk í fjörutíu mínútur við manninn minn í bílnum. Það kom síðan þessi tilfinning hvernig ég ætti að segja unglingnum mínum frá þessu, en hún er að verða þrettán ára á árinu. Hvað á ég að segja við hana og hvernig á ég að útskýra þetta fyrir henni. Vitandi það að það er gríðarlega stór breyting að fara eiga sér stað í lífi mínu og hvernig það mun hafa áhrif á börnin mín. Ég hafði gengið í gegnum þetta sjálf með mömmu en ég var þá orðin fullorðin en samt var það mjög erfitt.“Linda hafði alltaf verið með sítt hár.Móðir hennar greindist sjálf með brjóstakrabbamein fyrir ellefu árum síðan og Linda segir að sú reynsla hafi hjálpað henni mikið og móðir henni væri eins og alfræðiorðabók fyrir hana og það hafi reynst henni dýrmætt að geta leitað til hennar. Sérstaklega í lyfjameðferðinni sem hefur tekið mikið á Lindu en það er sami lyfjakokteill sem móðir hennar fékk fyrir ellefu árum síðan. „Daginn sem ég fer í fyrstu lyfjameðferðina þá upplifði ég mig eins og þetta væri dagurinn sem allt myndi breytast og að ekkert myndi verða eins eftir þetta. Það breytist allt. Við vorum með plön sem okkur langaði að fara gera. Þetta er gríðarlegt inngrip inn í líf þitt og mikil árás á líf þitt og fjölskylduna af því að það breytist allt. Það eru að verða komnir þrír mánuðir frá því að ég greindist og þessi tími er bara búin að vera eitthvað rugl. Plön okkar og líf okkar allra breyttist mjög mikið.“ Staðan á Lindu í dag er sú að hún er búin að fara í fleygskurð, og þá var meinið tekið ásamt þremur eitlum. Linda er á annarri lyfjagjöf af sex og fer síðan í fimmtán geislameðferðir og verður síðan í reglubundnu eftirliti á fjögurra til fimm mánaða fresti næstu fimm árin. Lyfjameðferðin hefur verið býsna þung fyrir Lindu og veiktist hún mikið eftir fyrri lyfjagjöfina og hún segir að hún hafi haldið í smá stund að það kæmi ekki góður dagur á ný þegar hún var sem veikust. „Ég var rosalega kvíðin fyrir því að missa hárið og spurði læknirinn minn hvort hann væri alveg viss um að ég myndi missa það. Ég er alltaf búin að vera með mjög sítt hár, alveg niður á rass og því fannst mér þetta mjög erfitt,“ segir Linda sem rakaði því sjálf hárið af sér og var það mjög dramatískt augnablik. „Svo strax daginn eftir var þetta ekkert mál.“Linda notar Instagram til að tjá sig um veikindin.Fyrir utan þá augljósu staðreynt að það sé erfitt að veikjast á þá getur það reynst fólki á landsbyggðinni enn erfiðara þar takmörkuð gistiúrræði eru í boði fyrir landsbyggðarfólk sem sækir tímabundna læknismeðferð til Reykjavíkur. Íbúðir hjá bæði AFL stéttarfélagi Lindu og íbúðir á vegum krabbameinsfélagsins eru þétt bókaðar og hefur fjölskyldan þess vegna ekki getað nýtt sér þann kost auk þess þurfi að panta íbúðirnar með ákveðnum fyrirvara sem fjölskyldan hefur ekki haft. „Þetta er mjög flókið fyrirkomulag. Ég er búin að þurfa fara sex sinnum til Reykjavíkur frá því ég greindist og ég hef þurft að dvelja í Reykjavík allt frá fjórum dögum upp í tvær vikur. Þetta getur verið ótrúlega mikið púsl, að reyna finna stað til að gista á í Reykjavík og það hefur verið mjög flókið og mjög erfitt.“ Linda segir fjölskyldu og vini hafa risið upp og boðið þeim að gista og er hún afar þakklát fólkinu sínu en kann illa við þá óvissu að vita aldrei með vissu hvar fjölskyldan getur dvalið á meðan meðferð stendur. Ofan á það álag bætast við fjárhagsáhyggjur þar sem margvíslegur og óvæntur kostnaður hefur komið upp og segir Linda það skapa ótrúlega miklar áhyggjur og það sé mjög erfitt að vera sífellt með áhyggjur þegar hún er svona lasin. „Á þessum þremur mánuðum frá því að ég greindist erum við búin að leggja út um sjö hundruð þúsund krónur í allskonar kostnað. Við þurfum að fljúga á milli staða og maðurinn minn kemur alltaf með mér. Við þurfum því að borga flug fyrir okkur bæði. Litli strákurinn kemur allaf með okkur því hann er bara tveggja ára. Við fáum þessi flug endurgreitt, svona eftir dúk og disk. Mín flug eru öll endurgreidd, þó það taki svolítið langan tíma. Ég þarf alltaf að leggja út fyrir þeim. Flugin fyrir manninn minn eru endurgreidd ef hann er í sömu vél og ég, sem hann er alltaf á leiðinni heim til að styðja mig.“ Linda tók þá ákvörðun að tala um ferlið og opna hjartað sitt á samfélagsmiðlinum Instagram en hún segir það bæði hafa hjálpað sér og opnað augu annarra fyrir krabbameini sem er mun algengara en hún gerði sér grein fyrir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira